Bessastaðir eða Bossastaðir Bergvin Oddsson skrifar 31. mars 2024 07:00 Nú þegar samkvæmisleikurinn um Bessastaði er að ná hámarki, enda aðeins tveir mánuðir í kosningar 1. júní nk. langar mig hér að velta upp tveim spurningum. Annars vegar hvernig standi á því í fámennu ríki á borð við Ísland þar sem tæplega 300.000 einstaklingar eru á kjörskrá og eingöngu tæplega 200.000 einstaklingar eru kjörgengir til þess að gegna forsetaembættinu. Í stóru ríki á borð við Bandaríkin eru 2-3 frambjóðendur. Á dögunum voru finnsku forsetakosningarnar haldnar og voru rúmlega 10 manns í kjöri og mætti svo lengi telja. Hér á landi erum við að fara horfa upp á 30-50 einstaklinga gefa kost á sér í þessu fámenna landi. Ágætt er að rifja hér upp að fyrir nokkrum árum síðan voru lög um Forseta Íslands breytt á þá vegu að þegar forsetinn lætur af embætti þiggi hann aðeins sex mánaða biðlaun. Ólíkt því sem fyrrverandi forsetar, þau Vigdís og Ólafur, njóta ævilangt að þiggja laun forseta. Því er ekki lengur um þægilega innivinnu að ræða þegar embættisstörfunum líkur. Hins vegar langar mig að varpa þeirri spurningu hér fram hvort það væri ekki eðlilegt í ljósi sögunnar að forsetinn hefur setið á friðarstóli í gegnum tíðina með örfáum undantekningum að lengja kjörtímabil forsetans í 6 eða jafnvel 8 ár. Eingöngu til þess að hlífa þjóðinni við þennan samkvæmisleik sem yrði sjaldnar á hverri öld. Breytum Stjórnarskránni Nú verðum við sem þjóð að taka okkur saman í andlitinu og auðvitað háttvirtir þingmenn einnig og breyta íslensku Stjórnarskránni. Í dag þurfa frambjóðendur að lágmarki 1500 meðmælendur og að hámarki 3.000. Þetta er gömul hefð og regla síðan á lýðveldisstofnun og þjóðinni talsvert búið að fjölga síðan á 5. áratug sl. aldar. Verra er þó að forsetinn þurfi ekki að lágmarki helming atkvæða til að ná kjöri eins og víðast hvar er í öðrum ríkjum. Það er umhugsunarvert hvort við sem þjóð viljum sjálf búa þannig um hnútana að komandi forseti og já jafnvel eftirmenn hans verði með jafnvel innan við fjórðung atkvæða á bak við sig eða minna atkvæðamagn. Er slíkur forseti þjóðhöfðingi heillar þjóðar, hvar er lýðræðið þegar einstaklingur er kosin með svo litlum atkvæðafjölda. Það er ótrúlegt í 80 ára lýðveldissögunni að alþingi hafi ekki fyri löngu breytt þessari reglu að forseti þurfi að hljóta lágmark 50% atkvæða, ella þurfi að kjósa aftur á milli efstu tveggja frambjóðendanna eða já á milli efstu þriggja. Hommi, kona eða Eyjamaður Margir segja nú að tími sé komin að kona eigi að gegna næst forsetaembættinu. Aðrir segjast ekki vilja sjá homma á Bessastöðum og ef slíkt myndi gerast yrði Bessastaðir einfaldlega kallaðir Bossastaðir. Á ég sem Eyjamaður að segja nú er komin tími til að fá Eyjamann á Bessastaði..... Veljum frambærasta frambjóðandann hvort sem viðkomandi er gagnkynhneigður, samkynhneigður, kona eða kvár, Eyjamaður eða Skagamaður. Berum virðingu fyrir hvort öðru og tölum um meðframbjóðendur en ekki andstæðinga í komandi forsetakosningum. Höfundur er stjórnmálafræðingur og ekki forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Stjórnarskrá Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Nú þegar samkvæmisleikurinn um Bessastaði er að ná hámarki, enda aðeins tveir mánuðir í kosningar 1. júní nk. langar mig hér að velta upp tveim spurningum. Annars vegar hvernig standi á því í fámennu ríki á borð við Ísland þar sem tæplega 300.000 einstaklingar eru á kjörskrá og eingöngu tæplega 200.000 einstaklingar eru kjörgengir til þess að gegna forsetaembættinu. Í stóru ríki á borð við Bandaríkin eru 2-3 frambjóðendur. Á dögunum voru finnsku forsetakosningarnar haldnar og voru rúmlega 10 manns í kjöri og mætti svo lengi telja. Hér á landi erum við að fara horfa upp á 30-50 einstaklinga gefa kost á sér í þessu fámenna landi. Ágætt er að rifja hér upp að fyrir nokkrum árum síðan voru lög um Forseta Íslands breytt á þá vegu að þegar forsetinn lætur af embætti þiggi hann aðeins sex mánaða biðlaun. Ólíkt því sem fyrrverandi forsetar, þau Vigdís og Ólafur, njóta ævilangt að þiggja laun forseta. Því er ekki lengur um þægilega innivinnu að ræða þegar embættisstörfunum líkur. Hins vegar langar mig að varpa þeirri spurningu hér fram hvort það væri ekki eðlilegt í ljósi sögunnar að forsetinn hefur setið á friðarstóli í gegnum tíðina með örfáum undantekningum að lengja kjörtímabil forsetans í 6 eða jafnvel 8 ár. Eingöngu til þess að hlífa þjóðinni við þennan samkvæmisleik sem yrði sjaldnar á hverri öld. Breytum Stjórnarskránni Nú verðum við sem þjóð að taka okkur saman í andlitinu og auðvitað háttvirtir þingmenn einnig og breyta íslensku Stjórnarskránni. Í dag þurfa frambjóðendur að lágmarki 1500 meðmælendur og að hámarki 3.000. Þetta er gömul hefð og regla síðan á lýðveldisstofnun og þjóðinni talsvert búið að fjölga síðan á 5. áratug sl. aldar. Verra er þó að forsetinn þurfi ekki að lágmarki helming atkvæða til að ná kjöri eins og víðast hvar er í öðrum ríkjum. Það er umhugsunarvert hvort við sem þjóð viljum sjálf búa þannig um hnútana að komandi forseti og já jafnvel eftirmenn hans verði með jafnvel innan við fjórðung atkvæða á bak við sig eða minna atkvæðamagn. Er slíkur forseti þjóðhöfðingi heillar þjóðar, hvar er lýðræðið þegar einstaklingur er kosin með svo litlum atkvæðafjölda. Það er ótrúlegt í 80 ára lýðveldissögunni að alþingi hafi ekki fyri löngu breytt þessari reglu að forseti þurfi að hljóta lágmark 50% atkvæða, ella þurfi að kjósa aftur á milli efstu tveggja frambjóðendanna eða já á milli efstu þriggja. Hommi, kona eða Eyjamaður Margir segja nú að tími sé komin að kona eigi að gegna næst forsetaembættinu. Aðrir segjast ekki vilja sjá homma á Bessastöðum og ef slíkt myndi gerast yrði Bessastaðir einfaldlega kallaðir Bossastaðir. Á ég sem Eyjamaður að segja nú er komin tími til að fá Eyjamann á Bessastaði..... Veljum frambærasta frambjóðandann hvort sem viðkomandi er gagnkynhneigður, samkynhneigður, kona eða kvár, Eyjamaður eða Skagamaður. Berum virðingu fyrir hvort öðru og tölum um meðframbjóðendur en ekki andstæðinga í komandi forsetakosningum. Höfundur er stjórnmálafræðingur og ekki forsetaframbjóðandi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun