Fjölskylda Perdomo greindi frá andláti hans í tilkynningu í dag. Engan annan sakaði í slysinu.
Perdomo fæddist í Los Angeles árið 1996 en ólst upp í Southampton í Englandi. Hann steig fyrstu skref sína á Bretlandseyjum áður en hann flutti vestur um haf til að leika í Hollywood.
Perdomo lék karakterinn Andre Anderson í ofurhetjuþáttunum Gen V, spin-off af The Boys sem er framleitt af Amazon Prime.
Hann lék einnig í Netflix-þáttunum The Chilling Adventures of Sabrina, Midsomer Murders og Snorkinn í teiknimyndaþáttum um Múmínálfana (ekki í japönsku útgáfunni heldur í breskum þáttum frá 2019).