Þurfti að taka hring úr nefi sínu í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2024 11:31 Hannah Hidalgo í leik með Notre Dame á móti Kent State í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans. AP/Michael Caterina Körfuboltakonan Hannah Hidalgo hjá Notre Dame háskólaliðinu var búin að spila allt tímabilið og tvo leiki í úrslitakeppninni bandaríska háskólaboltans með hring í nefinu. Í leik í sextán liða úrslitunum gerðu dómararnir allt í einu athugasemd við nefhringinn hennar. Ekki þó fyrir leikinn heldur í miðjum leik. Hidalgo þurfti að eyða löngum tíma á bekknum í öðrum leikhluta við að reyna að ná hringnum úr nefinu. Aðstoðarmenn liðsins áttu í mestum vandræðum með að losa hringinn og því var fjarveran enn lengri en hún þurfti kannski að vera. Hannah Hidalgo missed some time in Notre Dame's Sweet 16 matchup with Oregon State to have her nose ring removed. pic.twitter.com/1XF0XCCrjM— ESPN (@espn) March 29, 2024 Notre Dame tapaði leiknum á endanum 70-65 en hann var á móti Oregon State. Hidalgo skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins úr 4 af 17 skotum sínum. Hún hefur ekki skorað minna í leik á tímabilinu sem er hennar fyrsta í háskólakörfuboltanum. Hidalgo sagði frá því eftir leik að einn dómarinn hafi gefið henni leyfi til að spila með hringinn fyrir leik ef hún myndi setja eitthvað yfir hann. Hún fékk aftur á móti enga skýringu á því af hverju þeir skiptu um skoðun í miðjum leik. Hidalgo var nýbúin að skora tvær körfur í röð og komin í gang þegar dómararnir skipuðu henni að fjarlæga hringinn. Hún var mjög pirruð vegna þessa í leikslok og tapið gerði illt verra. Eftir leikinn höfðu dómararnir síðan látið prenta út fyrir hana reglur NCAA um skartgripi. Það er vissulega enginn vafi á því að samkvæmt reglum leiksins þá mega leikmenn ekki spila með skartgripi, hvort sem þeir eru á fingrum, í eyrum, í augnabrúnum eða í nefinu. „Hún er búinn að vera með hring í nefinu allt tímabilið. Ég vildi óska þess að við hefðum fengið að vita þetta fyrir leik. Við ráðum þessu ekki og urðum bara að halda áfram. Það er samt aldrei gott fyrir leikmanna að þurfa sitja svona lengi á bekknum,“ sagði þjálfari hennar Niele Ivey. All-American PG Hannah Hidalgo missed some time today during the 2nd quarter in #NotreDame's loss getting her nose ring taken out.According to Hidalgo, the ref told her she could wear it but in the 2nd quarter they said she had to take it out.@16NewsNow #MarchMadness pic.twitter.com/GDTVZmSGli— Jackson Neill (@jacksonneilltv) March 30, 2024 Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Ekki þó fyrir leikinn heldur í miðjum leik. Hidalgo þurfti að eyða löngum tíma á bekknum í öðrum leikhluta við að reyna að ná hringnum úr nefinu. Aðstoðarmenn liðsins áttu í mestum vandræðum með að losa hringinn og því var fjarveran enn lengri en hún þurfti kannski að vera. Hannah Hidalgo missed some time in Notre Dame's Sweet 16 matchup with Oregon State to have her nose ring removed. pic.twitter.com/1XF0XCCrjM— ESPN (@espn) March 29, 2024 Notre Dame tapaði leiknum á endanum 70-65 en hann var á móti Oregon State. Hidalgo skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins úr 4 af 17 skotum sínum. Hún hefur ekki skorað minna í leik á tímabilinu sem er hennar fyrsta í háskólakörfuboltanum. Hidalgo sagði frá því eftir leik að einn dómarinn hafi gefið henni leyfi til að spila með hringinn fyrir leik ef hún myndi setja eitthvað yfir hann. Hún fékk aftur á móti enga skýringu á því af hverju þeir skiptu um skoðun í miðjum leik. Hidalgo var nýbúin að skora tvær körfur í röð og komin í gang þegar dómararnir skipuðu henni að fjarlæga hringinn. Hún var mjög pirruð vegna þessa í leikslok og tapið gerði illt verra. Eftir leikinn höfðu dómararnir síðan látið prenta út fyrir hana reglur NCAA um skartgripi. Það er vissulega enginn vafi á því að samkvæmt reglum leiksins þá mega leikmenn ekki spila með skartgripi, hvort sem þeir eru á fingrum, í eyrum, í augnabrúnum eða í nefinu. „Hún er búinn að vera með hring í nefinu allt tímabilið. Ég vildi óska þess að við hefðum fengið að vita þetta fyrir leik. Við ráðum þessu ekki og urðum bara að halda áfram. Það er samt aldrei gott fyrir leikmanna að þurfa sitja svona lengi á bekknum,“ sagði þjálfari hennar Niele Ivey. All-American PG Hannah Hidalgo missed some time today during the 2nd quarter in #NotreDame's loss getting her nose ring taken out.According to Hidalgo, the ref told her she could wear it but in the 2nd quarter they said she had to take it out.@16NewsNow #MarchMadness pic.twitter.com/GDTVZmSGli— Jackson Neill (@jacksonneilltv) March 30, 2024
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum