Þurfti að taka hring úr nefi sínu í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2024 11:31 Hannah Hidalgo í leik með Notre Dame á móti Kent State í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans. AP/Michael Caterina Körfuboltakonan Hannah Hidalgo hjá Notre Dame háskólaliðinu var búin að spila allt tímabilið og tvo leiki í úrslitakeppninni bandaríska háskólaboltans með hring í nefinu. Í leik í sextán liða úrslitunum gerðu dómararnir allt í einu athugasemd við nefhringinn hennar. Ekki þó fyrir leikinn heldur í miðjum leik. Hidalgo þurfti að eyða löngum tíma á bekknum í öðrum leikhluta við að reyna að ná hringnum úr nefinu. Aðstoðarmenn liðsins áttu í mestum vandræðum með að losa hringinn og því var fjarveran enn lengri en hún þurfti kannski að vera. Hannah Hidalgo missed some time in Notre Dame's Sweet 16 matchup with Oregon State to have her nose ring removed. pic.twitter.com/1XF0XCCrjM— ESPN (@espn) March 29, 2024 Notre Dame tapaði leiknum á endanum 70-65 en hann var á móti Oregon State. Hidalgo skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins úr 4 af 17 skotum sínum. Hún hefur ekki skorað minna í leik á tímabilinu sem er hennar fyrsta í háskólakörfuboltanum. Hidalgo sagði frá því eftir leik að einn dómarinn hafi gefið henni leyfi til að spila með hringinn fyrir leik ef hún myndi setja eitthvað yfir hann. Hún fékk aftur á móti enga skýringu á því af hverju þeir skiptu um skoðun í miðjum leik. Hidalgo var nýbúin að skora tvær körfur í röð og komin í gang þegar dómararnir skipuðu henni að fjarlæga hringinn. Hún var mjög pirruð vegna þessa í leikslok og tapið gerði illt verra. Eftir leikinn höfðu dómararnir síðan látið prenta út fyrir hana reglur NCAA um skartgripi. Það er vissulega enginn vafi á því að samkvæmt reglum leiksins þá mega leikmenn ekki spila með skartgripi, hvort sem þeir eru á fingrum, í eyrum, í augnabrúnum eða í nefinu. „Hún er búinn að vera með hring í nefinu allt tímabilið. Ég vildi óska þess að við hefðum fengið að vita þetta fyrir leik. Við ráðum þessu ekki og urðum bara að halda áfram. Það er samt aldrei gott fyrir leikmanna að þurfa sitja svona lengi á bekknum,“ sagði þjálfari hennar Niele Ivey. All-American PG Hannah Hidalgo missed some time today during the 2nd quarter in #NotreDame's loss getting her nose ring taken out.According to Hidalgo, the ref told her she could wear it but in the 2nd quarter they said she had to take it out.@16NewsNow #MarchMadness pic.twitter.com/GDTVZmSGli— Jackson Neill (@jacksonneilltv) March 30, 2024 Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Ekki þó fyrir leikinn heldur í miðjum leik. Hidalgo þurfti að eyða löngum tíma á bekknum í öðrum leikhluta við að reyna að ná hringnum úr nefinu. Aðstoðarmenn liðsins áttu í mestum vandræðum með að losa hringinn og því var fjarveran enn lengri en hún þurfti kannski að vera. Hannah Hidalgo missed some time in Notre Dame's Sweet 16 matchup with Oregon State to have her nose ring removed. pic.twitter.com/1XF0XCCrjM— ESPN (@espn) March 29, 2024 Notre Dame tapaði leiknum á endanum 70-65 en hann var á móti Oregon State. Hidalgo skoraði 10 stig í leiknum en hitti aðeins úr 4 af 17 skotum sínum. Hún hefur ekki skorað minna í leik á tímabilinu sem er hennar fyrsta í háskólakörfuboltanum. Hidalgo sagði frá því eftir leik að einn dómarinn hafi gefið henni leyfi til að spila með hringinn fyrir leik ef hún myndi setja eitthvað yfir hann. Hún fékk aftur á móti enga skýringu á því af hverju þeir skiptu um skoðun í miðjum leik. Hidalgo var nýbúin að skora tvær körfur í röð og komin í gang þegar dómararnir skipuðu henni að fjarlæga hringinn. Hún var mjög pirruð vegna þessa í leikslok og tapið gerði illt verra. Eftir leikinn höfðu dómararnir síðan látið prenta út fyrir hana reglur NCAA um skartgripi. Það er vissulega enginn vafi á því að samkvæmt reglum leiksins þá mega leikmenn ekki spila með skartgripi, hvort sem þeir eru á fingrum, í eyrum, í augnabrúnum eða í nefinu. „Hún er búinn að vera með hring í nefinu allt tímabilið. Ég vildi óska þess að við hefðum fengið að vita þetta fyrir leik. Við ráðum þessu ekki og urðum bara að halda áfram. Það er samt aldrei gott fyrir leikmanna að þurfa sitja svona lengi á bekknum,“ sagði þjálfari hennar Niele Ivey. All-American PG Hannah Hidalgo missed some time today during the 2nd quarter in #NotreDame's loss getting her nose ring taken out.According to Hidalgo, the ref told her she could wear it but in the 2nd quarter they said she had to take it out.@16NewsNow #MarchMadness pic.twitter.com/GDTVZmSGli— Jackson Neill (@jacksonneilltv) March 30, 2024
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira