„Halda kannski að ég geti bara komið hingað og við förum bara að vinna titla“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2024 13:15 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni sem þjálfari KR sem hann gerði þrívegis að Íslandsmeisturum. Vísir/Hulda Margrét Það styttist í fyrsta leik Bestu deildar karla í fótbolta og Baldur Sigurðsson fer í sína síðustu heimsókn í kvöld þegar lokaþáttur Lengsta undirbúningstímabils í heimi er á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld. Baldur hefur hingað til heimsótt lið Stjörnunnar, ÍA, Vals, Vestra og HK en núna er komið að því að kíkja á Framara. Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport og byrjar klukkan 20.00. Rúnar Kristinsson var í þáttunum í fyrra en þá sem þjálfari KR-liðsins. Nú hefur hann fært sig yfir í Garfarholtið og stýrir Framliðinu í sumar. „Það fylgja þér miklar væntingar. Er ekki pressa að koma hingað í Fram með þessar væntingar,“ spurði Baldur fyrrum þjálfara sinn. „Jú vissulega. Ég hef hitt ofboðslega marga Framara og fengið fréttir af Framörum sem hafa glaðst yfir því að ég sé að koma. Þá finnur maður fyrir þessari pressu,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Það sem fylgir þessu oft er að fólk heldur kannski að ég geti bara komið hingað og við förum bara að vinna titla. Ég held að flest allir vita það að þarf miklu meira til,“ sagði Rúnar. Hann kallar eftir frekari liðstyrk fyrir átökin í Bestu deildinni. „Við þurfum góðan leikmannahóp og við þurfum að styrkja liðið. Við þurfum að bæta við okkur góðum leikmönnum. Það er ekki af ástæðulausu að Framliðið varð í tíunda sæti í fyrra eða áttunda sæti þar á undan,“ sagði Rúnar. „Yfirleitt lýgur taflan ekkert. Ég sem þjálfari tek ekki við sama leikmannahópnum og lyfti þeim upp um tíu sæti eða átta. Það þarf meira til, gott teymi og góða þjálfara. Menn telja sig kannski vera með það í höndunum núna miðað við það hvernig menn tala,“ sagði Rúnar. „Ég þarf að fá backup líka. Ég þarf að fá leikmenn og við þurfum að fá stuðning frá öllum. Ég er ekkert að fara út á völl og vinna fótboltaleiki. Ég get reynt að stýra liðinu og reynt að gera mitt besta ,“ sagði Rúnar. „Þetta getur allt orðið eins og í fyrra ef ég næ ekki til leikmannanna. Best fyrir mig væri að fá tvo til þrjá nýja leikmenn í viðbót við þá tvo sem ég er búinn að fá. Við erum reyndar búnir að missa töluvert fleiri. Af hverju ætti ég að ná eitthvað betri árangri en náðist í fyrra,“ spurði Rúnar. Það má sjá brot úr þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Klippa: Þá finnur maður fyrir þessari pressu Besta deild karla Fram Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Baldur hefur hingað til heimsótt lið Stjörnunnar, ÍA, Vals, Vestra og HK en núna er komið að því að kíkja á Framara. Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport og byrjar klukkan 20.00. Rúnar Kristinsson var í þáttunum í fyrra en þá sem þjálfari KR-liðsins. Nú hefur hann fært sig yfir í Garfarholtið og stýrir Framliðinu í sumar. „Það fylgja þér miklar væntingar. Er ekki pressa að koma hingað í Fram með þessar væntingar,“ spurði Baldur fyrrum þjálfara sinn. „Jú vissulega. Ég hef hitt ofboðslega marga Framara og fengið fréttir af Framörum sem hafa glaðst yfir því að ég sé að koma. Þá finnur maður fyrir þessari pressu,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Það sem fylgir þessu oft er að fólk heldur kannski að ég geti bara komið hingað og við förum bara að vinna titla. Ég held að flest allir vita það að þarf miklu meira til,“ sagði Rúnar. Hann kallar eftir frekari liðstyrk fyrir átökin í Bestu deildinni. „Við þurfum góðan leikmannahóp og við þurfum að styrkja liðið. Við þurfum að bæta við okkur góðum leikmönnum. Það er ekki af ástæðulausu að Framliðið varð í tíunda sæti í fyrra eða áttunda sæti þar á undan,“ sagði Rúnar. „Yfirleitt lýgur taflan ekkert. Ég sem þjálfari tek ekki við sama leikmannahópnum og lyfti þeim upp um tíu sæti eða átta. Það þarf meira til, gott teymi og góða þjálfara. Menn telja sig kannski vera með það í höndunum núna miðað við það hvernig menn tala,“ sagði Rúnar. „Ég þarf að fá backup líka. Ég þarf að fá leikmenn og við þurfum að fá stuðning frá öllum. Ég er ekkert að fara út á völl og vinna fótboltaleiki. Ég get reynt að stýra liðinu og reynt að gera mitt besta ,“ sagði Rúnar. „Þetta getur allt orðið eins og í fyrra ef ég næ ekki til leikmannanna. Best fyrir mig væri að fá tvo til þrjá nýja leikmenn í viðbót við þá tvo sem ég er búinn að fá. Við erum reyndar búnir að missa töluvert fleiri. Af hverju ætti ég að ná eitthvað betri árangri en náðist í fyrra,“ spurði Rúnar. Það má sjá brot úr þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Klippa: Þá finnur maður fyrir þessari pressu
Besta deild karla Fram Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki