„Við vorum að flýta okkur full mikið stundum“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. mars 2024 17:20 Jurgen Klopp fagnar fyrr í vetur Vísir/Getty Lið Brighton hefur haft ákveðið tak á Liverpool síðustu misseri en sigur Liverpool í dag var aðeins annar sigur liðsins í síðustu tíu viðureignum liðanna. Þetta var jafnframt 300. sigur Jurgen Klopp sem stjóri Liverpool. Sigurinn kom þó ekki áreynslulaust en Brighton komst yfir strax á 2. mínútu þegar Danny Welbeck skoraði virkilega laglegt mark. Klopp var þó engu að síður sáttur með frammistöðu sinna manna sem hann mat sem þeirra bestu gegn Brighton undir stjórn Roberto’s De Zerbi. „Frá mínum bæjardyrum séð var þetta besta frammistaða okkar gegn Brighton undir stjórn Roberto. Við héldum boltanum meira og gæðin voru góð þegar við vorum með boltann. Það var góður taktur í leiknum nema þegar við fengum markið á okkur.“ „Við töpum boltanum ofarlega á vellinum, sem á ekki endilega að þýða að við fáum á okkur mark en þeir gerðu vel. Virkilega vel klárað færi en „við vorum að flýta okkur full mikið stundum“ þegar við vorum að klára okkar færi.“ Luis Diaz jafnaði leikinn á 27. mínútu en markið kom upp úr hornspyrnu „Við vorum að skapa okkur fullt af færum en vorum ekki að hitta á rammann. Við skoruðum svo eftir fast leikatriði sem er alltaf jákvætt að eiga í pokahorninu. Við fórum aðeins yfir hlutina með strákunum í hálfleik og sögðum þeim að halda áfram á sömu braut en að róa sig og að vörnin þyrfti líka að vera betra. Brighton spila af miklum ákafa og það er alvöru verkefni að halda aftur af þeim í 90 plús mínútur.“ Klopp sagði að Mo Salah væri kominn í sitt besta form eftir meiðsli, en Liverpool hefur verið að glíma við töluverð meiðsli á tímabilinu. „Hann er kominn í fullt leikform. Honum lá svolítið á í sínum færum í byrjun en sýndi stáltaugar á ögurstundu. Hann getur spilað í 90 mínútur og nú þurfum við bara að byggja ofan á þetta.“ „Við þurfum á öllum okkar strákum að halda. Darwin opnaði á svæði endalaust og Lucho var frábær, þeir voru allir virkilega góðir í dag. Þetta var virkilega góður fótboltaleikur gegn andstæðingi þar sem það þarf að verjast og vera á tánum allan tímann. Hægt er að lesa svör Klopp á blaðamannafundinum í heild hér. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Sigurinn kom þó ekki áreynslulaust en Brighton komst yfir strax á 2. mínútu þegar Danny Welbeck skoraði virkilega laglegt mark. Klopp var þó engu að síður sáttur með frammistöðu sinna manna sem hann mat sem þeirra bestu gegn Brighton undir stjórn Roberto’s De Zerbi. „Frá mínum bæjardyrum séð var þetta besta frammistaða okkar gegn Brighton undir stjórn Roberto. Við héldum boltanum meira og gæðin voru góð þegar við vorum með boltann. Það var góður taktur í leiknum nema þegar við fengum markið á okkur.“ „Við töpum boltanum ofarlega á vellinum, sem á ekki endilega að þýða að við fáum á okkur mark en þeir gerðu vel. Virkilega vel klárað færi en „við vorum að flýta okkur full mikið stundum“ þegar við vorum að klára okkar færi.“ Luis Diaz jafnaði leikinn á 27. mínútu en markið kom upp úr hornspyrnu „Við vorum að skapa okkur fullt af færum en vorum ekki að hitta á rammann. Við skoruðum svo eftir fast leikatriði sem er alltaf jákvætt að eiga í pokahorninu. Við fórum aðeins yfir hlutina með strákunum í hálfleik og sögðum þeim að halda áfram á sömu braut en að róa sig og að vörnin þyrfti líka að vera betra. Brighton spila af miklum ákafa og það er alvöru verkefni að halda aftur af þeim í 90 plús mínútur.“ Klopp sagði að Mo Salah væri kominn í sitt besta form eftir meiðsli, en Liverpool hefur verið að glíma við töluverð meiðsli á tímabilinu. „Hann er kominn í fullt leikform. Honum lá svolítið á í sínum færum í byrjun en sýndi stáltaugar á ögurstundu. Hann getur spilað í 90 mínútur og nú þurfum við bara að byggja ofan á þetta.“ „Við þurfum á öllum okkar strákum að halda. Darwin opnaði á svæði endalaust og Lucho var frábær, þeir voru allir virkilega góðir í dag. Þetta var virkilega góður fótboltaleikur gegn andstæðingi þar sem það þarf að verjast og vera á tánum allan tímann. Hægt er að lesa svör Klopp á blaðamannafundinum í heild hér.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira