Allt að gerast í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2024 20:30 Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segist alls ekki vera orðin þreyttur á öllum ferðamönnunum á staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldrei hefur verið eins mikið byggt af íbúðarhúsnæði í Vík í Mýrdal eins og nú, og þá á að fara að byggja nýjan leikskóla og flytja sveitarstjórnarskrifstofuna í nýtt ráðhús. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi enda á að fara að stækka verslunarmiðstöðina á staðnum og nýjar verslanir eru að fara að opna. Það má segja að maður sé hættur að þekkja sig þegar maður kemur í Vík því það hefur verið byggt svo mikið þar á síðustu árum, ekki síst hótel og starfsemi tengd ferðaþjónustu. En íbúðum fjölgar líka samhliða mikilli fólksfjölgun á staðnum eins og sveitarstjórinn þekkir manna best. „Það fjölgar og við erum bara spennt fyrir áframhaldandi uppbyggingu. Það hefur áfram verið mikil fjölgun íbúa og það hefur aldrei verið byggt jafn mikið íbúðarhúsnæði. Við erum að fara að byggja nýjan leikskóla hjá okkur og erum að fara að skipuleggja nýtt íbúðahverfi í Vík á alveg óbyggðu svæði þar sem er gert ráð fyrir allt að tvö hundruð íbúðum,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík daglega En af hverju er Vík svona vinsæll staður? „Þetta er auðvitað mjög fallegur staður og við njótum líka góðs af því að það er gott aðgengi af auðlindum ferðaþjónustunnar,” segir Einar Freyr. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um ferðaþjónustuna, á hverjum einasta degi heimsækja þúsundir ferðamanna Vík eða stoppa þar á ferð sinni um landið. En hvað segir Einar sveitarstjóri, eru íbúar í Vík orðnir þreyttir á öllum þessum ferðamönnum? „Þú getur eflaust fundið einhvern hérna, sem er það en ég er alinn upp í ferðaþjónustu, þannig að ég er ekkert orðin þreyttur,” segir sveitarstjórinn. Leikskóli, lögreglustöð og bókabúð að opna Einar Freyr segir að það standa til að stækka verslunarmiðstöðina í Þorpinu þar sem Icewear og Krónan eru meðal annars og svo er Penninn að fara að opna í Vík og sveitarfélagið er að flytja starfsemi sína í nýtt ráðhús og lögreglustöð er að opna í þorpinu svo eitthvað sé nefnt. „Og þá erum við í raun og veru búin með verslunar- og þjónustulóðirnar í bili, menn bíða eftir því að fleiri séu tilbúnar,” segir Einar Freyr. Það er allt að gera í Vík í Mýrdal þar sem er byggt og byggt og ferðaþjónustan blómstrar á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Það má segja að maður sé hættur að þekkja sig þegar maður kemur í Vík því það hefur verið byggt svo mikið þar á síðustu árum, ekki síst hótel og starfsemi tengd ferðaþjónustu. En íbúðum fjölgar líka samhliða mikilli fólksfjölgun á staðnum eins og sveitarstjórinn þekkir manna best. „Það fjölgar og við erum bara spennt fyrir áframhaldandi uppbyggingu. Það hefur áfram verið mikil fjölgun íbúa og það hefur aldrei verið byggt jafn mikið íbúðarhúsnæði. Við erum að fara að byggja nýjan leikskóla hjá okkur og erum að fara að skipuleggja nýtt íbúðahverfi í Vík á alveg óbyggðu svæði þar sem er gert ráð fyrir allt að tvö hundruð íbúðum,” segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík daglega En af hverju er Vík svona vinsæll staður? „Þetta er auðvitað mjög fallegur staður og við njótum líka góðs af því að það er gott aðgengi af auðlindum ferðaþjónustunnar,” segir Einar Freyr. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um ferðaþjónustuna, á hverjum einasta degi heimsækja þúsundir ferðamanna Vík eða stoppa þar á ferð sinni um landið. En hvað segir Einar sveitarstjóri, eru íbúar í Vík orðnir þreyttir á öllum þessum ferðamönnum? „Þú getur eflaust fundið einhvern hérna, sem er það en ég er alinn upp í ferðaþjónustu, þannig að ég er ekkert orðin þreyttur,” segir sveitarstjórinn. Leikskóli, lögreglustöð og bókabúð að opna Einar Freyr segir að það standa til að stækka verslunarmiðstöðina í Þorpinu þar sem Icewear og Krónan eru meðal annars og svo er Penninn að fara að opna í Vík og sveitarfélagið er að flytja starfsemi sína í nýtt ráðhús og lögreglustöð er að opna í þorpinu svo eitthvað sé nefnt. „Og þá erum við í raun og veru búin með verslunar- og þjónustulóðirnar í bili, menn bíða eftir því að fleiri séu tilbúnar,” segir Einar Freyr. Það er allt að gera í Vík í Mýrdal þar sem er byggt og byggt og ferðaþjónustan blómstrar á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira