„Kaninn kæmi hvort sem er til bjargar“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. apríl 2024 10:04 Hugmyndir um það að Ísland geti verið hlutlaust gagnvart hernaðarátökum, einkum í okkar heimshluta, kunna ef til vill að hljóma vel í einhverjum eyrum en standast hins vegar alls enga skoðun. Hlutleysisstefna veitir þannig einfaldlega enga vörn gegn hernaðarátökum. Einkum þar sem framkvæmd hennar er í raun alfarið háð því að stríðandi aðilar virði hlutleysið sem hefur því miður sjaldnast, ef nokkurn tímann, verið raunin. Flest ríki Evrópu lýstu yfir hlutleysi í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar á meðal öll Norðurlöndin. Hlutleysi þeirra var hins vegar í flestum tilfellum haft að engu. Þannig voru Danmörk og Noregur til að mynda hernumin af Þjóðverjum, Ísland var hernumið af Bretum og Sovétríkin réðust á Finnland og síðar Eystrasaltslöndin. Þá hernámu Þjóðverjar einnig til dæmis Holland, Belgíu og Lúxemborg. Hversu hlutlaus voru hlutlausu ríkin í raun? Fyrir utan örríkin Mónakó, Andorra, San Marínó, Liechtenstein og Vatíkanið voru einu ríkin, sem tókst að halda í hlutleysi sitt á meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð, Sviss, Svíþjóð, Írland, Spánn, Portúgal og Tyrkland. Í flestum tilfellum er þó deilt um það að hve miklu leyti þau hafi í raun verið hlutlaus, þá til að mynda vegna diplómatískra samskipta, viðskipta við stríðsaðilana og hernaðarlegrar aðstoðar við þá í ýmsum tilfellum. Til að mynda má nefna að stjórnvöld í Svíþjóð heimiluðu þýzkum hersveitum að fara um sænskt land, og nota til þess lestarkerfi landsins, í tengslum við hernám Þjóðverja á Noregi og hersveit spænskra sjálfboðaliða barðist við hlið þýzkra hermanna á austurvígstöðvunum við Rússa með stuðningi stjórnvalda á Spáni. Þá var ránsfeng fjölmargra þýzkra nazistaforingja komið fyrir á bankareikningum í svissneskum bönkum. Mikilvægi landfræðilegrar staðsetningar Helzta vörn ríkja eins og Svíþjóðar, Sviss og Írlands var í raun landfræðileg staðsetning þeirra. Þannig voru litlar líkur á því að Þjóðverjar reyndu að hernema Írland í ljósi staðsetningar landsins vestur af Bretlandi. Hvort sem það hefði komið til álita eða ekki. Fyrst hefði í öllu falli þurft að sigra Breta sem ekki tókst. Sviss er sem kunnugt er landlukt inni í miðri Evrópu og lítill hernaðarlegur tilgangur með því að hernema landið. Hvað Svíþjóð varðar höfðu Þjóðverjar þegar nægjanlega sterka stöðu við Eystrasaltið, eftir að hafa hernumið Danmörku, Noreg og Pólland og síðar með Finna sem samherja, og því lítil þörf á því að hernema landið. Ísland var hins vegar, líkt og til að mynda Noregur, í þveröfugri stöðu þar sem hernaðarlega mikilvæg staðsetning landsins í miðju Norður-Atlantshafinu gerði það afar eftirsóknarvert fyrir stríðsaðilana. Styrjöldin undirstrikaði skipbrot hlutleysisins Hlutleysisstefnan beið þannig í raun algert skipbrot í síðari heimsstyrjöldinni enda undirstrikaði styrjöldin þá staðreynd að hlutleysið veitti í reynd enga vörn á ófriðartímum. Fá ríki í Evrópu héldu enda í hlutleysið eftir að styrjöldinni lauk. Fyrst og fremst þau sem hafði tekizt að halda í hlutleysi sitt á meðan á henni stóð þó deilt sé eins og áður segir um það í flestum tilfellum hvort þau hafi raunverulega verið hlutlaus. Mikilvægi staðsetningar Íslands með tilliti til varnarmála jókst enn frekar með tilkomu kalda stríðsins og hefur, eftir að hafa tímabundið dregizt saman eftir lok þess, aftur aukizt á undanförnum árum. Einkum vegna vaxandi spennu á milli Vesturlanda og Rússlands í kjölfar innlimunar rússneskra stjórnvalda á Krímskaga árið 2014 og síðan stríðsins í Úkraínu sem hófst með innrás þeirra í landið fyrir rúmum tveimur árum. Tíbetar eru enn að bíða af sér hernám Kína Viðbrögðin úr röðum þeirra sem tala fyrir hlutleysi, þegar þeir hafa verið spurðir að því hvað Íslendingar ættu að gera ef til þess kæmi að ráðist yrði á landið, hafa meðal annars verið þau að segja að „Kaninn kæmi hvort sem er til bjargar“. Aðrir hafa sagt að við myndum einfaldlega að bíða drullusokkana af okkur eins og einn annars ágætur hernaðarandstæðingur kaus að orða það í grein sem birtist á Heimildin.is fyrir ári síðan. Hugsunin er sem sagt sú að við eigum ekki að leggja neitt af mörkum þegar kemur að vörnum Íslands og nágrannaríkja okkar en á sama tíma ætlast til þess eftir sem áður að þau komi okkur til hjálpar. Frakkar og önnur Evrópuríki sem nazistar hernámu í síðari heimsstyrjöldinni hefðu vitanlega átt að bíða þá af sér. Tíbetar hafa beðið hernám Kína af sér í rúm 70 ár sem kostað hefur rúmlega eina milljón þeirra lífið. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Hugmyndir um að Ísland gæti verið hlutlaust og staðið utan við ný styrjaldarátök kæmi til þeirra standast þannig enga skoðun. Einkum ef átökin næðu til okkar heimshluta. Rétt eins og raunin varð í síðari heimsstyrjöldinni geta talizt afar litlar líkur á því að stríðandi aðilar myndu horfa framhjá hernaðarlega mikilvægri staðsetningu landsins. Fyrir vikið er nauðsynlegt að sjá til þess að varnir þess séu sem bezt tryggðar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Flest önnur vestræn ríki hafa um árabil vanrækt eigin varnir og treyst þess í stað á Bandaríkjamenn og gera enn. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með aðildinni að NATO en þó einkum varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Hjörtur J. Guðmundsson Hernaður Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Hugmyndir um það að Ísland geti verið hlutlaust gagnvart hernaðarátökum, einkum í okkar heimshluta, kunna ef til vill að hljóma vel í einhverjum eyrum en standast hins vegar alls enga skoðun. Hlutleysisstefna veitir þannig einfaldlega enga vörn gegn hernaðarátökum. Einkum þar sem framkvæmd hennar er í raun alfarið háð því að stríðandi aðilar virði hlutleysið sem hefur því miður sjaldnast, ef nokkurn tímann, verið raunin. Flest ríki Evrópu lýstu yfir hlutleysi í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar á meðal öll Norðurlöndin. Hlutleysi þeirra var hins vegar í flestum tilfellum haft að engu. Þannig voru Danmörk og Noregur til að mynda hernumin af Þjóðverjum, Ísland var hernumið af Bretum og Sovétríkin réðust á Finnland og síðar Eystrasaltslöndin. Þá hernámu Þjóðverjar einnig til dæmis Holland, Belgíu og Lúxemborg. Hversu hlutlaus voru hlutlausu ríkin í raun? Fyrir utan örríkin Mónakó, Andorra, San Marínó, Liechtenstein og Vatíkanið voru einu ríkin, sem tókst að halda í hlutleysi sitt á meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð, Sviss, Svíþjóð, Írland, Spánn, Portúgal og Tyrkland. Í flestum tilfellum er þó deilt um það að hve miklu leyti þau hafi í raun verið hlutlaus, þá til að mynda vegna diplómatískra samskipta, viðskipta við stríðsaðilana og hernaðarlegrar aðstoðar við þá í ýmsum tilfellum. Til að mynda má nefna að stjórnvöld í Svíþjóð heimiluðu þýzkum hersveitum að fara um sænskt land, og nota til þess lestarkerfi landsins, í tengslum við hernám Þjóðverja á Noregi og hersveit spænskra sjálfboðaliða barðist við hlið þýzkra hermanna á austurvígstöðvunum við Rússa með stuðningi stjórnvalda á Spáni. Þá var ránsfeng fjölmargra þýzkra nazistaforingja komið fyrir á bankareikningum í svissneskum bönkum. Mikilvægi landfræðilegrar staðsetningar Helzta vörn ríkja eins og Svíþjóðar, Sviss og Írlands var í raun landfræðileg staðsetning þeirra. Þannig voru litlar líkur á því að Þjóðverjar reyndu að hernema Írland í ljósi staðsetningar landsins vestur af Bretlandi. Hvort sem það hefði komið til álita eða ekki. Fyrst hefði í öllu falli þurft að sigra Breta sem ekki tókst. Sviss er sem kunnugt er landlukt inni í miðri Evrópu og lítill hernaðarlegur tilgangur með því að hernema landið. Hvað Svíþjóð varðar höfðu Þjóðverjar þegar nægjanlega sterka stöðu við Eystrasaltið, eftir að hafa hernumið Danmörku, Noreg og Pólland og síðar með Finna sem samherja, og því lítil þörf á því að hernema landið. Ísland var hins vegar, líkt og til að mynda Noregur, í þveröfugri stöðu þar sem hernaðarlega mikilvæg staðsetning landsins í miðju Norður-Atlantshafinu gerði það afar eftirsóknarvert fyrir stríðsaðilana. Styrjöldin undirstrikaði skipbrot hlutleysisins Hlutleysisstefnan beið þannig í raun algert skipbrot í síðari heimsstyrjöldinni enda undirstrikaði styrjöldin þá staðreynd að hlutleysið veitti í reynd enga vörn á ófriðartímum. Fá ríki í Evrópu héldu enda í hlutleysið eftir að styrjöldinni lauk. Fyrst og fremst þau sem hafði tekizt að halda í hlutleysi sitt á meðan á henni stóð þó deilt sé eins og áður segir um það í flestum tilfellum hvort þau hafi raunverulega verið hlutlaus. Mikilvægi staðsetningar Íslands með tilliti til varnarmála jókst enn frekar með tilkomu kalda stríðsins og hefur, eftir að hafa tímabundið dregizt saman eftir lok þess, aftur aukizt á undanförnum árum. Einkum vegna vaxandi spennu á milli Vesturlanda og Rússlands í kjölfar innlimunar rússneskra stjórnvalda á Krímskaga árið 2014 og síðan stríðsins í Úkraínu sem hófst með innrás þeirra í landið fyrir rúmum tveimur árum. Tíbetar eru enn að bíða af sér hernám Kína Viðbrögðin úr röðum þeirra sem tala fyrir hlutleysi, þegar þeir hafa verið spurðir að því hvað Íslendingar ættu að gera ef til þess kæmi að ráðist yrði á landið, hafa meðal annars verið þau að segja að „Kaninn kæmi hvort sem er til bjargar“. Aðrir hafa sagt að við myndum einfaldlega að bíða drullusokkana af okkur eins og einn annars ágætur hernaðarandstæðingur kaus að orða það í grein sem birtist á Heimildin.is fyrir ári síðan. Hugsunin er sem sagt sú að við eigum ekki að leggja neitt af mörkum þegar kemur að vörnum Íslands og nágrannaríkja okkar en á sama tíma ætlast til þess eftir sem áður að þau komi okkur til hjálpar. Frakkar og önnur Evrópuríki sem nazistar hernámu í síðari heimsstyrjöldinni hefðu vitanlega átt að bíða þá af sér. Tíbetar hafa beðið hernám Kína af sér í rúm 70 ár sem kostað hefur rúmlega eina milljón þeirra lífið. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Hugmyndir um að Ísland gæti verið hlutlaust og staðið utan við ný styrjaldarátök kæmi til þeirra standast þannig enga skoðun. Einkum ef átökin næðu til okkar heimshluta. Rétt eins og raunin varð í síðari heimsstyrjöldinni geta talizt afar litlar líkur á því að stríðandi aðilar myndu horfa framhjá hernaðarlega mikilvægri staðsetningu landsins. Fyrir vikið er nauðsynlegt að sjá til þess að varnir þess séu sem bezt tryggðar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Flest önnur vestræn ríki hafa um árabil vanrækt eigin varnir og treyst þess í stað á Bandaríkjamenn og gera enn. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með aðildinni að NATO en þó einkum varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun