Ræðum um gjaldmiðilinn Ingólfur Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 22:01 Sveigjanleiki íslensku krónunnar er að margra mati dýrmætur eiginleiki og gerir þennan minnsta gjaldmiðil veraldar að þjóðargersemi sem mikil nauðsyn er að varðveita. Með þessum töfrasprota sé unnt að bregðast við óværu eins og verðbólgu og hækka vexti endalaust þannig að fólk og fyrirtæki borgi ríflega fyrir þá ósvinnu að sækjast eftir lánum innan íslenska hagkerfisins. Að vísu er þessi dýrgripur þeirrar ónáttúru að leggja ekki kvaðirnar á alla landsmenn, aðeins þau fyrirtæki sem ekki hafa forðað sér í faðm stærri gjaldmiðla ásamt unga fólkinu sem er að reyna að koma þaki yfir höfuðið. Þarna eru þeir einstaklingar og fyrirtæki fundin sem verðskulda að taka á sig svipuhögg vaxtavandarins. Við hin skuldlausu sleppum og auðvitað þau 250 fyrirtæki sem hafa fengið leyfi til að færa allt sitt í evrum eða dollurum. Eiga því greiðan aðgang að lánum og rekstrarfé sem er margfalt hagstæðara en samræmd íslensk bankastarfsemi býður upp á þar sem samkeppni er ekki í hávegum höfð. Talsmenn þessara fyrirtækja, sem spanna nú rösklega 40% þjóðarbúskaparins, brosa bara góðlátlega þegar fyrirtækin, sem læst eru inni í íslenska krónukerfinu og kvarta sáran yfir að þurfa ásamt unga fólkinu að greiða stórupphæðir til að vinna á verðbólgunni. Mitt í þessum hrunadansi hljómar svo lofsöngurinn um þá dásemd sem krónan knýr fram með því að hækka stýrivexti fjórtán sinnum í röð á útvalda hópa. Margir hafa þó bent á að fáránlegt sé að kljúfa þjóðina með þessu háttalagi í andstæðar fylkingar. Vænlegra sé að fara að dæmi flestra nágrannaþjóða okkar og taka upp eða tengjast evrunni enda þótt þess konar tal sé af mörgum lagt að jöfnu við landráð. Eftir sem áður virðast augu margra loks vera farin að opnast fyrir því að ástæða sé til að staldra við, skoða málið og ræða æsingalaust kosti þess og galla að taka upp evruna. Mörgum til furðu virðist helsta hindrunin gegn vitrænni umræðu um gjaldmiðilinn koma frá þeim fyrirtækjum innan samtaka atvinnurekenda sem þegar hafa forðað sér úr krónuhagkerfinu. Hið mikla hreðjartak sem þar er beitt til að komast hjá umræðu um mál þetta er einhver undarlegasta ráðgáta síðari tíma og minnir á vinnubrögð rússneskra oligarka þar sem umræða og lýðræðisleg niðurstaða er talið úrelt þing. Nýlega eru virtir verkalýðsforingjar þó farnir að ræða opinskátt um að hugsanlega geti upptaka evru leitt af sér stöðugra fjármálaumhverfi í okkar góða landi og tryggt umbjóðendum þeirra mun betri kjör til lengri tíma litið. Með nýjum langtímakjarsamningi sé jafnvel lag til að skoða málið. Þegar slíkur þanki er farinn að svífa yfir vötnum er eðlilegt að huga að því hvað allar þessar ágætu viðskipta- og hagfræðadeildir háskólanna okkar geta lagt af mörkum. Annars vegar með því að afla traustra upplýsinga um helstu staðreyndir málsins, skera þannig til meinsins og opinbera grunnupplýsingar fyrir okkur sem byggjum þetta samfélag. Hins vegar að efna til vandaðra og málefnalegra umræðna um þær niðurstöður og hvaða ályktanir megi af þeim draga. Þá geta landsmenn betur áttað sig á því hvort krónan okkar sé í raun: Bjargvættur, orsök óstöðugleika eða bara hitamælir sem engu skiptir eins og ein kenningin hljómar. Alltént er betra að þekkja helstu staðreyndir, skiptast á skoðunum um þær og hætta að hrópa slagorð upp úr skotgröfum. Við lok málefnalegrar umræðu ætti að vera raunhæft að skapa hér stöðugra efnahagsumhverfi í framtíðinni allri þjóðinni til farsældar. En umfram allt: Ræðum þetta mikilvæga málefni af yfirvegun og réttsýni. Þessi hallærislega þöggun er ekki sæmandi menntaðri og upplýstri þjóð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Skoðun Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Sjá meira
Sveigjanleiki íslensku krónunnar er að margra mati dýrmætur eiginleiki og gerir þennan minnsta gjaldmiðil veraldar að þjóðargersemi sem mikil nauðsyn er að varðveita. Með þessum töfrasprota sé unnt að bregðast við óværu eins og verðbólgu og hækka vexti endalaust þannig að fólk og fyrirtæki borgi ríflega fyrir þá ósvinnu að sækjast eftir lánum innan íslenska hagkerfisins. Að vísu er þessi dýrgripur þeirrar ónáttúru að leggja ekki kvaðirnar á alla landsmenn, aðeins þau fyrirtæki sem ekki hafa forðað sér í faðm stærri gjaldmiðla ásamt unga fólkinu sem er að reyna að koma þaki yfir höfuðið. Þarna eru þeir einstaklingar og fyrirtæki fundin sem verðskulda að taka á sig svipuhögg vaxtavandarins. Við hin skuldlausu sleppum og auðvitað þau 250 fyrirtæki sem hafa fengið leyfi til að færa allt sitt í evrum eða dollurum. Eiga því greiðan aðgang að lánum og rekstrarfé sem er margfalt hagstæðara en samræmd íslensk bankastarfsemi býður upp á þar sem samkeppni er ekki í hávegum höfð. Talsmenn þessara fyrirtækja, sem spanna nú rösklega 40% þjóðarbúskaparins, brosa bara góðlátlega þegar fyrirtækin, sem læst eru inni í íslenska krónukerfinu og kvarta sáran yfir að þurfa ásamt unga fólkinu að greiða stórupphæðir til að vinna á verðbólgunni. Mitt í þessum hrunadansi hljómar svo lofsöngurinn um þá dásemd sem krónan knýr fram með því að hækka stýrivexti fjórtán sinnum í röð á útvalda hópa. Margir hafa þó bent á að fáránlegt sé að kljúfa þjóðina með þessu háttalagi í andstæðar fylkingar. Vænlegra sé að fara að dæmi flestra nágrannaþjóða okkar og taka upp eða tengjast evrunni enda þótt þess konar tal sé af mörgum lagt að jöfnu við landráð. Eftir sem áður virðast augu margra loks vera farin að opnast fyrir því að ástæða sé til að staldra við, skoða málið og ræða æsingalaust kosti þess og galla að taka upp evruna. Mörgum til furðu virðist helsta hindrunin gegn vitrænni umræðu um gjaldmiðilinn koma frá þeim fyrirtækjum innan samtaka atvinnurekenda sem þegar hafa forðað sér úr krónuhagkerfinu. Hið mikla hreðjartak sem þar er beitt til að komast hjá umræðu um mál þetta er einhver undarlegasta ráðgáta síðari tíma og minnir á vinnubrögð rússneskra oligarka þar sem umræða og lýðræðisleg niðurstaða er talið úrelt þing. Nýlega eru virtir verkalýðsforingjar þó farnir að ræða opinskátt um að hugsanlega geti upptaka evru leitt af sér stöðugra fjármálaumhverfi í okkar góða landi og tryggt umbjóðendum þeirra mun betri kjör til lengri tíma litið. Með nýjum langtímakjarsamningi sé jafnvel lag til að skoða málið. Þegar slíkur þanki er farinn að svífa yfir vötnum er eðlilegt að huga að því hvað allar þessar ágætu viðskipta- og hagfræðadeildir háskólanna okkar geta lagt af mörkum. Annars vegar með því að afla traustra upplýsinga um helstu staðreyndir málsins, skera þannig til meinsins og opinbera grunnupplýsingar fyrir okkur sem byggjum þetta samfélag. Hins vegar að efna til vandaðra og málefnalegra umræðna um þær niðurstöður og hvaða ályktanir megi af þeim draga. Þá geta landsmenn betur áttað sig á því hvort krónan okkar sé í raun: Bjargvættur, orsök óstöðugleika eða bara hitamælir sem engu skiptir eins og ein kenningin hljómar. Alltént er betra að þekkja helstu staðreyndir, skiptast á skoðunum um þær og hætta að hrópa slagorð upp úr skotgröfum. Við lok málefnalegrar umræðu ætti að vera raunhæft að skapa hér stöðugra efnahagsumhverfi í framtíðinni allri þjóðinni til farsældar. En umfram allt: Ræðum þetta mikilvæga málefni af yfirvegun og réttsýni. Þessi hallærislega þöggun er ekki sæmandi menntaðri og upplýstri þjóð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun