Gleðilegan 2. apríl! Hugleiðing um félagsfærni Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 2. apríl 2024 08:31 2. apríl er alþjóðlegur dagur einhverfra. Af því tilefni hvet ég óeinhverfa til að hugleiða hugtakið „félagsfærni“. Einhverfir hafa í gegnum tíðina verið skilgreindir af óeinhverfum fagaðilum á þann veg að þeir eiga „erfitt með að setja sig í spor annarra“. Þetta er sem betur fer smám saman að breytast eftir því sem fleiri og fleiri einhverfir eru farnir að sérhæfa sig í einhverfu.Hjá Einhverfusamtökunum eru t.d. starfandi fræðslufulltrúar, ráðgjafar og sálfræðingur, sem eru sjálfir einhverfir. Þessi skilgreining á einhverfum um að þeir eiga erfitt með að setja sig í spor „annarra“ er einfaldlega kolröng. Það er vandamál þarna til staðar sem heitir á ensku „double empathy problem“. Félagsfærni er auðvitað „tvíhliða“ og þessi meinta slaka félagsfærni sem háir marga einhverfa er aðeins frá sjónarhóli óeinhverfra. Þeir sem eru „óeinhverfir“ eiga almennt erfitt með að setja sig í spor einhverfra þrátt fyrir að hafa oft tækifæri til byggja upp slíka félagsfærni, sérstaklega ef þeir eiga einhvern einhverfan fjölskyldumeðlim. Allir hafa einhverntímann átt einhverfa skólafélaga eða vinnufélaga. Þið vitið nokkurn veginn hverjir þeir eru og það þarf í raun enga sérfræðinga til að spotta þá. Þeir eru oft auðveld fórnarlömb eineltis og virka klaufalegir, jafnvel óviðeigandi stundum (í ykkar augum). Einhverfir eiga almennt auðvelt með að setja sig í spor annara einhverfra og hafa allt aðra samskiptamenningu sem fyrir óeinhverfum sem fylgjast með gæti virst stórundarlegt og óskiljanlegt. Þetta er nákvæmlega það sem einhverfir upplifa þegar þeir fylgjast með óeinhverfum eiga samskipti sín á milli. Með þetta í huga skulum við fagna þessum degi. Við skulum fagna því að fólk er allskonar. Ást og friður til allra ❤ Höfundur er einhverfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Einhverfa Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Sjá meira
2. apríl er alþjóðlegur dagur einhverfra. Af því tilefni hvet ég óeinhverfa til að hugleiða hugtakið „félagsfærni“. Einhverfir hafa í gegnum tíðina verið skilgreindir af óeinhverfum fagaðilum á þann veg að þeir eiga „erfitt með að setja sig í spor annarra“. Þetta er sem betur fer smám saman að breytast eftir því sem fleiri og fleiri einhverfir eru farnir að sérhæfa sig í einhverfu.Hjá Einhverfusamtökunum eru t.d. starfandi fræðslufulltrúar, ráðgjafar og sálfræðingur, sem eru sjálfir einhverfir. Þessi skilgreining á einhverfum um að þeir eiga erfitt með að setja sig í spor „annarra“ er einfaldlega kolröng. Það er vandamál þarna til staðar sem heitir á ensku „double empathy problem“. Félagsfærni er auðvitað „tvíhliða“ og þessi meinta slaka félagsfærni sem háir marga einhverfa er aðeins frá sjónarhóli óeinhverfra. Þeir sem eru „óeinhverfir“ eiga almennt erfitt með að setja sig í spor einhverfra þrátt fyrir að hafa oft tækifæri til byggja upp slíka félagsfærni, sérstaklega ef þeir eiga einhvern einhverfan fjölskyldumeðlim. Allir hafa einhverntímann átt einhverfa skólafélaga eða vinnufélaga. Þið vitið nokkurn veginn hverjir þeir eru og það þarf í raun enga sérfræðinga til að spotta þá. Þeir eru oft auðveld fórnarlömb eineltis og virka klaufalegir, jafnvel óviðeigandi stundum (í ykkar augum). Einhverfir eiga almennt auðvelt með að setja sig í spor annara einhverfra og hafa allt aðra samskiptamenningu sem fyrir óeinhverfum sem fylgjast með gæti virst stórundarlegt og óskiljanlegt. Þetta er nákvæmlega það sem einhverfir upplifa þegar þeir fylgjast með óeinhverfum eiga samskipti sín á milli. Með þetta í huga skulum við fagna þessum degi. Við skulum fagna því að fólk er allskonar. Ást og friður til allra ❤ Höfundur er einhverfur.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar