Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2024 09:58 Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni þar sem Ólafur er gestur. Eins og fram hefur komið hefur verið uppi þrálátur orðrómur um að Katrín bjóði sig mögulega fram. Þá hefur vakið athygli að lénið katrinjakobs.is hefur verið stofnað þó ekki sé ljóst hver er að baki léninu. Fari að segja af eða á Framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl. Ólafur segist telja að langflestir af þeim sem nú safni meðmælum eigi lítið erindi í kosningunum. Það sé matsatriði en hann segist geta fullyrt að fæstir þeirra muni fá neitt umtalsvert fylgi. „Framboðsfresturinn rennur ekki út fyrr en 26. apríl og í rauninni geta menn boðið sig fram alveg þangað til. En svona fyrir flesta alvöru frambjóðendur ef svo má segja má búast við því að þeir fari nú fljótlega að segja af eða á ef þeir ætla í framboð,“ segir Ólafur. Miðað við einu skoðanakönnunina sem gerð hefur verið hingað til mælist Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor með langmest fylgi frambjóðenda, 37 prósent en Halla Tómasdóttir athafnakona þar á eftir honum með 15 prósenta fylgi. Hver er ástæðan heldurðu fyrir því að Baldur fær svona mikið fylgi? „Já, hann er þekktur eins og Halla. Ég held að það sé fyrst og fremst bara það að mönnum líkar það sem þeir hafa séð í Baldri, eða mörgum líkar það. Síðan spilar kannski eitthvað inn í að það eru margir sem telja að það myndu verða nokkur tímamót ef það kæmi samkynhneigt par á Bessastaði. Einhverjum mislíkar það sjálfsagt en ég held að mjög mörgum finnist það bara skemmtilegt.“ Þjóðin mikið ólíkindatól Þó sé ljóst að margir telji að tími sé kominn á að kona verði í embættinu. Ólafur segist orðinn nægilega reyndur til að spá ekki fyrir um það hvort Katrín fari með sigur úr býtum ákveði hún að bjóða sig fram. „Hinsvegar get ég sagt það að það eru ýmsir sem hafa talið að ef að Katrín fari fram að þá sé hún nánast örugg með að vinna og ég myndi ekki taka undir það,“ segir Ólafur. „Það er að segja ég myndi vilja fá kannanir vegna þess að maður veit, og sérstaklega í forsetakosningum, þá er þjóðin mikið ólíkindatól og það er í rauninni semsé engin leið að átta sig á því hver það er sem hún helst vill fyrr en við erum komin með kannanir. Og auðvitað yrði Katrín mjög sterkur frambjóðandi en ég held að hún sé ekki með þetta í pokanum ef svo má segja. Nú síðan getur heilmikið gerst í kosningabaráttunni.“ Eðlislega allt aðrar kosningar Ólafur vísar sérstaklega til framboðs Höllu Tómasdóttur árið 2016. Hann rifjar upp að hún hafi tveimur mánuðum fyrir kosningar mælst með tveggja prósenta fylgi. Mánuði fyrir þær hafi hún verið komin öðruhvorumegin við tíu prósenta fylgið. Daginn áður hafi hún svo mælst með átján prósenta fylgi en í kosningunum fengið 28 prósent. „Svona stór skekkja er mjög óalgeng í könnunum á Íslandi en ég held að á því séu mjög eðlilegar skýringar. Eftir kosningar var líka gerð könnun þar sem menn voru meðal annars spurðir hvenær þeir hefðu ákveðið sig og þar kom í ljós að 25 prósent kjósenda ákvað sig á kjördag eða síðustu þrjá, fjóra dagana fyrir kjördag.“ Þegar rýnt hafi verið í fylgismannahóp Höllu hafi komið í ljós að meirihluti þeirra hefðu einmitt ákveðið sig rétt fyrir kosningar eða á sjálfan kjördag. Skekkjan í könnunum árið 2016 hafi því að öllum líkindum verið vegna þess að fylgið hafi verið á fleygiferð. Heldurðu að Katrín Jakobsdóttir muni stíga fram og vilja þetta embætti? „Ég bara veit það ekki. Ég held að hún vilji það örugglega en hingað til hef ég haldið að það yrði mjög erfitt fyrir hana að fara vegna þess að allt myndi springa í loft upp í ríkisstjórninni. En ef hún getur leyst það, þannig að bæði hennar flokkur og Sigurður Ingi og Bjarni segi: Heyrðu við getum leyst þetta þó þú farir í framboð þá kynni það að horfa öðruvísi við.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni þar sem Ólafur er gestur. Eins og fram hefur komið hefur verið uppi þrálátur orðrómur um að Katrín bjóði sig mögulega fram. Þá hefur vakið athygli að lénið katrinjakobs.is hefur verið stofnað þó ekki sé ljóst hver er að baki léninu. Fari að segja af eða á Framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl. Ólafur segist telja að langflestir af þeim sem nú safni meðmælum eigi lítið erindi í kosningunum. Það sé matsatriði en hann segist geta fullyrt að fæstir þeirra muni fá neitt umtalsvert fylgi. „Framboðsfresturinn rennur ekki út fyrr en 26. apríl og í rauninni geta menn boðið sig fram alveg þangað til. En svona fyrir flesta alvöru frambjóðendur ef svo má segja má búast við því að þeir fari nú fljótlega að segja af eða á ef þeir ætla í framboð,“ segir Ólafur. Miðað við einu skoðanakönnunina sem gerð hefur verið hingað til mælist Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor með langmest fylgi frambjóðenda, 37 prósent en Halla Tómasdóttir athafnakona þar á eftir honum með 15 prósenta fylgi. Hver er ástæðan heldurðu fyrir því að Baldur fær svona mikið fylgi? „Já, hann er þekktur eins og Halla. Ég held að það sé fyrst og fremst bara það að mönnum líkar það sem þeir hafa séð í Baldri, eða mörgum líkar það. Síðan spilar kannski eitthvað inn í að það eru margir sem telja að það myndu verða nokkur tímamót ef það kæmi samkynhneigt par á Bessastaði. Einhverjum mislíkar það sjálfsagt en ég held að mjög mörgum finnist það bara skemmtilegt.“ Þjóðin mikið ólíkindatól Þó sé ljóst að margir telji að tími sé kominn á að kona verði í embættinu. Ólafur segist orðinn nægilega reyndur til að spá ekki fyrir um það hvort Katrín fari með sigur úr býtum ákveði hún að bjóða sig fram. „Hinsvegar get ég sagt það að það eru ýmsir sem hafa talið að ef að Katrín fari fram að þá sé hún nánast örugg með að vinna og ég myndi ekki taka undir það,“ segir Ólafur. „Það er að segja ég myndi vilja fá kannanir vegna þess að maður veit, og sérstaklega í forsetakosningum, þá er þjóðin mikið ólíkindatól og það er í rauninni semsé engin leið að átta sig á því hver það er sem hún helst vill fyrr en við erum komin með kannanir. Og auðvitað yrði Katrín mjög sterkur frambjóðandi en ég held að hún sé ekki með þetta í pokanum ef svo má segja. Nú síðan getur heilmikið gerst í kosningabaráttunni.“ Eðlislega allt aðrar kosningar Ólafur vísar sérstaklega til framboðs Höllu Tómasdóttur árið 2016. Hann rifjar upp að hún hafi tveimur mánuðum fyrir kosningar mælst með tveggja prósenta fylgi. Mánuði fyrir þær hafi hún verið komin öðruhvorumegin við tíu prósenta fylgið. Daginn áður hafi hún svo mælst með átján prósenta fylgi en í kosningunum fengið 28 prósent. „Svona stór skekkja er mjög óalgeng í könnunum á Íslandi en ég held að á því séu mjög eðlilegar skýringar. Eftir kosningar var líka gerð könnun þar sem menn voru meðal annars spurðir hvenær þeir hefðu ákveðið sig og þar kom í ljós að 25 prósent kjósenda ákvað sig á kjördag eða síðustu þrjá, fjóra dagana fyrir kjördag.“ Þegar rýnt hafi verið í fylgismannahóp Höllu hafi komið í ljós að meirihluti þeirra hefðu einmitt ákveðið sig rétt fyrir kosningar eða á sjálfan kjördag. Skekkjan í könnunum árið 2016 hafi því að öllum líkindum verið vegna þess að fylgið hafi verið á fleygiferð. Heldurðu að Katrín Jakobsdóttir muni stíga fram og vilja þetta embætti? „Ég bara veit það ekki. Ég held að hún vilji það örugglega en hingað til hef ég haldið að það yrði mjög erfitt fyrir hana að fara vegna þess að allt myndi springa í loft upp í ríkisstjórninni. En ef hún getur leyst það, þannig að bæði hennar flokkur og Sigurður Ingi og Bjarni segi: Heyrðu við getum leyst þetta þó þú farir í framboð þá kynni það að horfa öðruvísi við.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira