„Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2024 13:30 Baldur Þór Ragnarsson hefur verið síðustu tvö tímabil í Ulm þar sem hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari og yngriflokkaþjálfari. Vísir/Bára Dröfn Körfuboltaþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson segist hafa lært mikið af dvöl sinni í Þýskalandi. Hann ætlar sér stóra hluti í þjálfun. Baldur flutti út til Þýskalands sumarið 2022 og tók við sem yngriflokkaþjálfari Ratiopharm Ulm. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði hann Tindastól og Þór Þorlákshöfn í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. „Þú lærir helling á því að vera í kringum leikmenn sem eru á þessu efsta stigi og þú ert ofan í öllum vídeo fundum og öllum undirbúningi og það hefur gefið manni mikið að sjá þetta á öðrum standardi heldur en í efstu deild á Íslandi eða með A-landsliðinu,“ segir Baldur. Baldur flutti út ásamt unnustu sinni og eignuðust þau sitt fyrsta barn í Ulm. Hann segir að það hafi verið strembið að vera frá fjölskyldunni þá. Mamma hefði verið mætt strax „Það var skemmtileg reynsla að eignast barn úti en ofboðslega sjálfstæð reynsla. Þú ert að standa algjörlega á eigin fótum. Við komum bæði úr stórum fjölskyldum þar sem mikið er haldið utan um hvort annað. Ef við myndum eignast barn á Íslandi þá væri til dæmis mamma mín komin og allir að pæla í þessu og aðstoða. Þarna er þetta þú og konan þín og þið standið bara í þessu. Auðvitað hjálpar það að vera vinna hjá stórum klúbb með mikið utan um hald og þeir stóðu vel við bakið á okkur.“ Baldur segir að það hafi verið gott skref að færa sig til Þýskalands og sú ákvörðun hafi staðist allar væntingar. „Ég er enn þá ungur og maður þarf að vera læra og maður þarf að vera auðmjúkur. Maður var kominn mjög framarlega í goggunarröðina á Íslandi og það er mjög hollt fyrir mann að fara mjög aftarlega aftur og menn farnir að tala við mann eins og maður viti ekki neitt. Svo lærir maður líka mikið að vera með fólk í kringum þig sem hefur náð langt. Það var því gaman að taka þetta skref, og ef ég hefði ekki tekið það þá hefði ég alltaf séð eftir því. Það er ekki oft sem er hringt í íslenskan þjálfara. Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi.“ Körfubolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Sjá meira
Baldur flutti út til Þýskalands sumarið 2022 og tók við sem yngriflokkaþjálfari Ratiopharm Ulm. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði hann Tindastól og Þór Þorlákshöfn í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. „Þú lærir helling á því að vera í kringum leikmenn sem eru á þessu efsta stigi og þú ert ofan í öllum vídeo fundum og öllum undirbúningi og það hefur gefið manni mikið að sjá þetta á öðrum standardi heldur en í efstu deild á Íslandi eða með A-landsliðinu,“ segir Baldur. Baldur flutti út ásamt unnustu sinni og eignuðust þau sitt fyrsta barn í Ulm. Hann segir að það hafi verið strembið að vera frá fjölskyldunni þá. Mamma hefði verið mætt strax „Það var skemmtileg reynsla að eignast barn úti en ofboðslega sjálfstæð reynsla. Þú ert að standa algjörlega á eigin fótum. Við komum bæði úr stórum fjölskyldum þar sem mikið er haldið utan um hvort annað. Ef við myndum eignast barn á Íslandi þá væri til dæmis mamma mín komin og allir að pæla í þessu og aðstoða. Þarna er þetta þú og konan þín og þið standið bara í þessu. Auðvitað hjálpar það að vera vinna hjá stórum klúbb með mikið utan um hald og þeir stóðu vel við bakið á okkur.“ Baldur segir að það hafi verið gott skref að færa sig til Þýskalands og sú ákvörðun hafi staðist allar væntingar. „Ég er enn þá ungur og maður þarf að vera læra og maður þarf að vera auðmjúkur. Maður var kominn mjög framarlega í goggunarröðina á Íslandi og það er mjög hollt fyrir mann að fara mjög aftarlega aftur og menn farnir að tala við mann eins og maður viti ekki neitt. Svo lærir maður líka mikið að vera með fólk í kringum þig sem hefur náð langt. Það var því gaman að taka þetta skref, og ef ég hefði ekki tekið það þá hefði ég alltaf séð eftir því. Það er ekki oft sem er hringt í íslenskan þjálfara. Ef ég hefði sagt nei við þessu hefði ég séð eftir því alla ævi.“
Körfubolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Sjá meira