Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir FH 7. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið fari niður um tvö sæti milli ára. Eftir hörmungarárið 2022, þar sem FH var með þrjá þjálfara og bjargaði sér á markatölu, var ljóst að eitthvað þyrfti að gera í Kaplakrika. Og FH-ingar leituðu þá aftur til Heimis Guðjónssonar, samnefnarann fyrir gullöld félagsins. Heimir kom til FH um aldamótin, varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu sem leikmaður, einu sinni sem aðstoðarþjálfari og fimm sinnum sem aðalþjálfari. En eftir að hann fór frá FH eftir tímabilið 2017 hefur liðið ekki verið nálægt baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Heimir Guðjónsson er á leið inn í sitt tólfta tímabil sem þjálfari FH.vísir/hulda margrét Heimkoma Heimis hafði jákvæð áhrif á FH sem hækkaði sig um fimm sæti milli ára og endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar í fyrra. FH-ingar unnu marga góða sigra og voru í baráttunni um Evrópusæti. Fyrsta skrefið í endurreisninni var því í rétta átt. Vörn og markvarsla voru veikleiki FH í fyrra en liðið fékk á sig 54 mörk. Sóknin var hins vegar í fínu lagi, ekki síst fyrir tilstuðlan Kjartans Henrys Finnbogasonar og Davíðs Snæs Jóhannssonar. Þeir eru hins vegar báðir horfnir á braut - Kjartan Henry hætti og Davíð fór til Noregs - og skörð þeirra hafa ekki verið fyllt. Þá bætir ekki úr skák að Úlfur Ágúst Björnsson klárar ekki tímabilið vegna náms í Bandaríkjunum. grafík/gunnar tumi Sigurður Bjartur Hallsson er kominn frá KR. Hann er óhemju duglegur og viljugur framherji en hefur ekki skorað mikið í efstu deild. Grindvíkingurinn þarf að eiga gott tímabil fyrir FH og strákar eins og Vuk Oskar Dimitrijevic og Kjartan Kári Halldórsson verða að stíga skref fram á við frá því í fyrra. Eggert Gunnþór Jónsson fór til KFA og Dani Hatakka er einnig farinn. Til að styrkja vörnina fékk FH Dusan Brkovic frá KA og þá gæti Ísak Óli Ólafsson verið á leiðinni í Krikann. Vörn FH lítur því betur út en á síðasta tímabili, allavega á pappír. Böðvar Böðvarsson er einnig kominn aftur heim í Fjörðinn eftir nokkur ár í atvinnumennsku og styrkir þá svörtu og hvítu mikið. grafík/gunnar tumi Markvarðastaðan er hins vegar spurningarmerki hjá FH. Sindri Kristinn Ólafsson átti ekki gott tímabil í fyrra og missti stöðuna sína til Daða Freys Arnarssonar. Þeir hafa skipst á að verja mark FH-inga í vetur og þegar korter er í mót er óvíst hvor þeirra byrjar þegar það hefst. FH er búið að stíga fyrsta skrefið í endurreisn sinni en næsta skref verður áhugavert. Það er kannski erfitt að sjá FH-inga gera mikið betur en á síðasta tímabili og Evrópusætið virkar svolítið fjarlægt í augnablikinu. Logi Hrafn Róbertsson, krúnudjásnið í safni FH-inga.vísir/hulda margrét En FH-liðið gæti ekki verið í betri höndum. Heimir vann svo að segja nokkra leiki í fyrra á kænskunni einni og er einn besti þjálfari í sögu íslensks fótbolta. Hann hefur oft verið með betri efnivið í höndunum en ef einhver getur komið þessu FH-liði á góðan stað er það hann. Besta deild karla FH Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Verða að læra af mistökum fortíðarinnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00 Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01 Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir FH 7. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið fari niður um tvö sæti milli ára. Eftir hörmungarárið 2022, þar sem FH var með þrjá þjálfara og bjargaði sér á markatölu, var ljóst að eitthvað þyrfti að gera í Kaplakrika. Og FH-ingar leituðu þá aftur til Heimis Guðjónssonar, samnefnarann fyrir gullöld félagsins. Heimir kom til FH um aldamótin, varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu sem leikmaður, einu sinni sem aðstoðarþjálfari og fimm sinnum sem aðalþjálfari. En eftir að hann fór frá FH eftir tímabilið 2017 hefur liðið ekki verið nálægt baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Heimir Guðjónsson er á leið inn í sitt tólfta tímabil sem þjálfari FH.vísir/hulda margrét Heimkoma Heimis hafði jákvæð áhrif á FH sem hækkaði sig um fimm sæti milli ára og endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar í fyrra. FH-ingar unnu marga góða sigra og voru í baráttunni um Evrópusæti. Fyrsta skrefið í endurreisninni var því í rétta átt. Vörn og markvarsla voru veikleiki FH í fyrra en liðið fékk á sig 54 mörk. Sóknin var hins vegar í fínu lagi, ekki síst fyrir tilstuðlan Kjartans Henrys Finnbogasonar og Davíðs Snæs Jóhannssonar. Þeir eru hins vegar báðir horfnir á braut - Kjartan Henry hætti og Davíð fór til Noregs - og skörð þeirra hafa ekki verið fyllt. Þá bætir ekki úr skák að Úlfur Ágúst Björnsson klárar ekki tímabilið vegna náms í Bandaríkjunum. grafík/gunnar tumi Sigurður Bjartur Hallsson er kominn frá KR. Hann er óhemju duglegur og viljugur framherji en hefur ekki skorað mikið í efstu deild. Grindvíkingurinn þarf að eiga gott tímabil fyrir FH og strákar eins og Vuk Oskar Dimitrijevic og Kjartan Kári Halldórsson verða að stíga skref fram á við frá því í fyrra. Eggert Gunnþór Jónsson fór til KFA og Dani Hatakka er einnig farinn. Til að styrkja vörnina fékk FH Dusan Brkovic frá KA og þá gæti Ísak Óli Ólafsson verið á leiðinni í Krikann. Vörn FH lítur því betur út en á síðasta tímabili, allavega á pappír. Böðvar Böðvarsson er einnig kominn aftur heim í Fjörðinn eftir nokkur ár í atvinnumennsku og styrkir þá svörtu og hvítu mikið. grafík/gunnar tumi Markvarðastaðan er hins vegar spurningarmerki hjá FH. Sindri Kristinn Ólafsson átti ekki gott tímabil í fyrra og missti stöðuna sína til Daða Freys Arnarssonar. Þeir hafa skipst á að verja mark FH-inga í vetur og þegar korter er í mót er óvíst hvor þeirra byrjar þegar það hefst. FH er búið að stíga fyrsta skrefið í endurreisn sinni en næsta skref verður áhugavert. Það er kannski erfitt að sjá FH-inga gera mikið betur en á síðasta tímabili og Evrópusætið virkar svolítið fjarlægt í augnablikinu. Logi Hrafn Róbertsson, krúnudjásnið í safni FH-inga.vísir/hulda margrét En FH-liðið gæti ekki verið í betri höndum. Heimir vann svo að segja nokkra leiki í fyrra á kænskunni einni og er einn besti þjálfari í sögu íslensks fótbolta. Hann hefur oft verið með betri efnivið í höndunum en ef einhver getur komið þessu FH-liði á góðan stað er það hann.
Besta-spáin 2024: Verða að læra af mistökum fortíðarinnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 09:00
Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00
Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01
Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02
Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01