Skatturinn leggst gegn rýmri stærðarmörkum örfélaga
Ríkisskattstjóri leggst gegn því að stærðarmörk örfyrirtækja verði rýmkuð nema gripið verði til mótvægisaðgerða. Löggiltur endurskoðandi um árabil segir núverandi viðmið um veltu og stærð efnahagsreiknings „verulega“ fjárhagslega íþyngjandi fyrir fjölda félaga og ástæðan fyrir endurskoðun ársreikninga sé oft einungis í þeim tilgangi að uppfylla kostnaðarsamar kröfur stjórnsýslunnar.