Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. apríl 2024 21:45 Starfsmennirnir sjö sátu í þremur bílum merktum samtökunum þegar árásin var gerð. AP Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. Starfsmennirnir sjö eru sagðir hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Einn er sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Teymið var á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í þremur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús þegar árásin var gerð. Í frétt BBC er fjallað nánar um starfsmennina sjö sem létu lífið í árásinni. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í ávarpi í dag að árásin hafi verið gerð fyrir mistök. Hann sagði málið til skoðunar hjá yfirvöldum og allt mögulegt yrði gert til að slíkt gerist ekki aftur. World Central Kitchen er meðal hjálparsamtaka sem hafa frestað aðgerðum á Gasa í kjölfar árásarinnar. Samtökin hafa gefið út að tryggja þurfi öryggi starfsfólksins til þess að hægt sé að fara með fleiri hjálpargögn til íbúa Gasa. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en tvö hundruð hjálparstarfsmenn látið lífið á svæðinu frá upphafi stríðs. Chris Skopec aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðlegrar heilsu hjá hjálparsamtökunum Project HOPE, sem rekur sjúkrahús á tveimur stöðum á Gasa og útvegar sjúkravörur, segir hryllilegt að vita af dauðsföllum saklausra borgara. „Ríkisstjórn Ísraels þarf að geta tryggt að hún flokki starfsfólk hjálparsamtaka sem lögmæta aðila á Gasa og að alþjóðalög verði virt. Við verðum að geta unnið þetta lífsnauðsynlega starf á öruggan hátt,“ sagði Skopec í dag. Samtökin Anera hafa séð íbúum Gasa fyrir að meðaltali 150 þúsund máltíðum á dag frá því að stríðið hófst. Steve Fake upplýsingafulltrúi Anera segir samtökin neyðast til þess að taka það fordæmalausa skref að hætta allri mannúðaraðstoð á Gasa um hríð. Hvenær samtökin hefja neyðaraðstoð að nýju segir Fake velta á öryggi starfsfólksins. Hjálparsamtökin The International Medical Corps, sem reka eitt stærsta sjúkrahúsið í Rafah hafa gefið út að verið sé að endurhugsa stefnu samtakanna. Til stóð að samtökin myndu byggja annað sjúkrahús í Deir al-Balah en þau áform séu nú til endurskoðunar. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hjálparstarf Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Starfsmennirnir sjö eru sagðir hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Einn er sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Teymið var á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í þremur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús þegar árásin var gerð. Í frétt BBC er fjallað nánar um starfsmennina sjö sem létu lífið í árásinni. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í ávarpi í dag að árásin hafi verið gerð fyrir mistök. Hann sagði málið til skoðunar hjá yfirvöldum og allt mögulegt yrði gert til að slíkt gerist ekki aftur. World Central Kitchen er meðal hjálparsamtaka sem hafa frestað aðgerðum á Gasa í kjölfar árásarinnar. Samtökin hafa gefið út að tryggja þurfi öryggi starfsfólksins til þess að hægt sé að fara með fleiri hjálpargögn til íbúa Gasa. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en tvö hundruð hjálparstarfsmenn látið lífið á svæðinu frá upphafi stríðs. Chris Skopec aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðlegrar heilsu hjá hjálparsamtökunum Project HOPE, sem rekur sjúkrahús á tveimur stöðum á Gasa og útvegar sjúkravörur, segir hryllilegt að vita af dauðsföllum saklausra borgara. „Ríkisstjórn Ísraels þarf að geta tryggt að hún flokki starfsfólk hjálparsamtaka sem lögmæta aðila á Gasa og að alþjóðalög verði virt. Við verðum að geta unnið þetta lífsnauðsynlega starf á öruggan hátt,“ sagði Skopec í dag. Samtökin Anera hafa séð íbúum Gasa fyrir að meðaltali 150 þúsund máltíðum á dag frá því að stríðið hófst. Steve Fake upplýsingafulltrúi Anera segir samtökin neyðast til þess að taka það fordæmalausa skref að hætta allri mannúðaraðstoð á Gasa um hríð. Hvenær samtökin hefja neyðaraðstoð að nýju segir Fake velta á öryggi starfsfólksins. Hjálparsamtökin The International Medical Corps, sem reka eitt stærsta sjúkrahúsið í Rafah hafa gefið út að verið sé að endurhugsa stefnu samtakanna. Til stóð að samtökin myndu byggja annað sjúkrahús í Deir al-Balah en þau áform séu nú til endurskoðunar.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hjálparstarf Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira