Vilja flugvöllinn nefndan í höfuðið á Trump Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2024 07:53 Guy Reschenthaler, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, lagði fram frumvarp sitt á föstudaginn. AP Guy Reschenthaler, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lagt fram lagafrumvarp sem felur í sér að nafni Dulles-alþjóðaflugvallarins í Virginíu verði breytt í „Donald J. Trump-alþjóðaflugvöllurinn“. Demókratar á þinginu hafa hæðst að hugmyndinni. Reschenthaler segir í færslu á X að Trump sé „besti forseti [sinnar] lífstíðar“ og að forysta hans hafi stuðlað að frelsi, hagsæld og styrk. Því hafi hann ákveðið að leggja fram frumvarpið þannig að flugvöllurinn, sem er einungis um fjörutíu kílómetrum frá Hvíta húsinu, verði kenndur við Trump. Reschenthaler, sem er þingmaður Pennsylvaníu, lagði fram frumvarpið á föstudaginn en auk Reschenthaler er að finna nokkra meðflutningsmenn líkt og Troy Nehls, þingmann frá Texas, og Paul Gosar, þingmann frá Arizona. Dulles-flugvöllur er nefndur í höfuðið á John Foster Dulles, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Repúblikanans Dwight Eisenhower á sjötta áratugnum. Flugvöllurinn sinnir að stórum hluta flugumferð til og frá höfuðborgarinnar Washington DC og svæðið í grennd við Baltimore. Til að tillagan nái í gegn þyrftu báðar deildir Bandaríkjaþings að samþykkja hana. Repúblikanar eru með nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en Demókratar eru með meirihluta í öldundadeildinni. Því má telja harla ólíklegt að frumvarpið verður að lögum. Hæðast að hugmyndinni Gerry Connolly, fulltrúadeildarþingmaður Demókrata, er í hópi þeirra sem hafa hæðst að hugmynd Reschenthaler. „Donald Trump á yfir höfði sér 91 ákæru. Vilji Repúblikanar nefna eitthvað i höfuðið á honum, þá legg ég til að það verði alríkisfangelsi.“ Jennifer Wexton, þingmaður Demókrata, tekur undir með Connolly og segir málið enn eitt dæmið um hvað Repúblikanar væru veruleikafirrtir og lítið alvörugefnir. This is just another in a long list of instances where extreme House Republicans have shown how unserious & delusional they are.Let's get to work on the real issues the American people sent us here for not renaming an airport after someone who sought to undermine our democracy. https://t.co/47fnIOyceu— Rep. Jennifer Wexton (@RepWexton) April 2, 2024 Bandaríkin Donald Trump Fréttir af flugi Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Reschenthaler segir í færslu á X að Trump sé „besti forseti [sinnar] lífstíðar“ og að forysta hans hafi stuðlað að frelsi, hagsæld og styrk. Því hafi hann ákveðið að leggja fram frumvarpið þannig að flugvöllurinn, sem er einungis um fjörutíu kílómetrum frá Hvíta húsinu, verði kenndur við Trump. Reschenthaler, sem er þingmaður Pennsylvaníu, lagði fram frumvarpið á föstudaginn en auk Reschenthaler er að finna nokkra meðflutningsmenn líkt og Troy Nehls, þingmann frá Texas, og Paul Gosar, þingmann frá Arizona. Dulles-flugvöllur er nefndur í höfuðið á John Foster Dulles, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Repúblikanans Dwight Eisenhower á sjötta áratugnum. Flugvöllurinn sinnir að stórum hluta flugumferð til og frá höfuðborgarinnar Washington DC og svæðið í grennd við Baltimore. Til að tillagan nái í gegn þyrftu báðar deildir Bandaríkjaþings að samþykkja hana. Repúblikanar eru með nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en Demókratar eru með meirihluta í öldundadeildinni. Því má telja harla ólíklegt að frumvarpið verður að lögum. Hæðast að hugmyndinni Gerry Connolly, fulltrúadeildarþingmaður Demókrata, er í hópi þeirra sem hafa hæðst að hugmynd Reschenthaler. „Donald Trump á yfir höfði sér 91 ákæru. Vilji Repúblikanar nefna eitthvað i höfuðið á honum, þá legg ég til að það verði alríkisfangelsi.“ Jennifer Wexton, þingmaður Demókrata, tekur undir með Connolly og segir málið enn eitt dæmið um hvað Repúblikanar væru veruleikafirrtir og lítið alvörugefnir. This is just another in a long list of instances where extreme House Republicans have shown how unserious & delusional they are.Let's get to work on the real issues the American people sent us here for not renaming an airport after someone who sought to undermine our democracy. https://t.co/47fnIOyceu— Rep. Jennifer Wexton (@RepWexton) April 2, 2024
Bandaríkin Donald Trump Fréttir af flugi Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira