Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. apríl 2024 22:33 Hera Björk syngur Eurovision framlag Íslands í ár, Scared of Heights. Vísir/Hulda Margrét Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn. Í upphafi viðtalsins segir Hera við ísraelskan spyrilinn að markmið hennar með atriðinu sé að skemmta sér og fá áhorfendur með sér í lið. „Ég dýrka þetta lag. Mér finnst það töfrandi og ég vona að öðrum finnist það líka,“ segir hún. Önnur spurningin í þriggja mínútna viðtalinu snýr að Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, höfundi lagsins, og ákvörðun hennar um að fylgja Heru ekki út í keppnina. Ég heyrði að lagahöfundurinn hafi hætt við að taka þátt með þér og hún hafi sagt að Bashar Murad hefði átt að vinna. Hvað finnst þér um það? „Að sjálfsögðu var ég leið en á sama tíma skil ég ákvörðun hennar. Hún hefur sterka skoðun á því sem er í gangi og ég virði ákvörðun hennar,“ segir Hera og bætir við að henni þyki mikilvægt að fólk virði skoðanir hvers annars. „Ég elska þetta lag“ Aðspurð hvaða skilaboð hún hefði til ísraelskra aðdáenda sinna, sem spyrillinn segir mjög marga, sagði Hera Björk eftirfarandi: „Takk kærlega fyrir, ég keppti auðvitað sjálf í Tel Alviv og það var frábært. Ég vona að þið séuð örugg og ég vona innilega að þið njótið keppninnar í ár. Ég vona að Eurovison verði ljós í myrkrinu fyrir okkur öll sem eiga erfitt með að vita af stíðinu og öllum hryllingnum sem er í gangi.“ Loks var Hera Björk spurð hvort hún hefði heyrt framlag Ísraelsmanna í ár, lagið Hurricane með Eden Golan, og hvað henni fyndist um það. „Ég er búin að heyra það. Ég elska þetta lag, elska það. Þetta er raunverulega sterkt lag.“ segir Hera. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér. Fjallaði fyrst um árásir Hamas Framlag Ísraela, Hurricane, er sungið af hinni rússnesk ættuðu Golan og hét upprunalega October Rain. Lagið vísaði þá með beinum hætti til árása Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október í fyrra. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), mátu það svo að lagið væri of pólitískt og var Ísrael beðið um að tefla fram öðru lagi. Þá bar Ísrael annað lag undir samtökin, lagið Dancing Forever. Því var einnig hafnað af EBU, sem gáfu þó ekki ástæðu þó ætla megi að lagið, hvers texti er á ensku, sé einnig talið of pólitískt.Í texta lagsins er meðal annars vísað til þess að dansað verði aftur og vísað til kalls úr paradís. Svo fór að texta lagsins October Rain var breytt og lagið fékk nýtt nafn, Hurricane, og er endanlegt framlag Ísraela í ár. Eurovision Tónlist Ísrael Tengdar fréttir Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Í upphafi viðtalsins segir Hera við ísraelskan spyrilinn að markmið hennar með atriðinu sé að skemmta sér og fá áhorfendur með sér í lið. „Ég dýrka þetta lag. Mér finnst það töfrandi og ég vona að öðrum finnist það líka,“ segir hún. Önnur spurningin í þriggja mínútna viðtalinu snýr að Ásdísi Maríu Viðarsdóttur, höfundi lagsins, og ákvörðun hennar um að fylgja Heru ekki út í keppnina. Ég heyrði að lagahöfundurinn hafi hætt við að taka þátt með þér og hún hafi sagt að Bashar Murad hefði átt að vinna. Hvað finnst þér um það? „Að sjálfsögðu var ég leið en á sama tíma skil ég ákvörðun hennar. Hún hefur sterka skoðun á því sem er í gangi og ég virði ákvörðun hennar,“ segir Hera og bætir við að henni þyki mikilvægt að fólk virði skoðanir hvers annars. „Ég elska þetta lag“ Aðspurð hvaða skilaboð hún hefði til ísraelskra aðdáenda sinna, sem spyrillinn segir mjög marga, sagði Hera Björk eftirfarandi: „Takk kærlega fyrir, ég keppti auðvitað sjálf í Tel Alviv og það var frábært. Ég vona að þið séuð örugg og ég vona innilega að þið njótið keppninnar í ár. Ég vona að Eurovison verði ljós í myrkrinu fyrir okkur öll sem eiga erfitt með að vita af stíðinu og öllum hryllingnum sem er í gangi.“ Loks var Hera Björk spurð hvort hún hefði heyrt framlag Ísraelsmanna í ár, lagið Hurricane með Eden Golan, og hvað henni fyndist um það. „Ég er búin að heyra það. Ég elska þetta lag, elska það. Þetta er raunverulega sterkt lag.“ segir Hera. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér. Fjallaði fyrst um árásir Hamas Framlag Ísraela, Hurricane, er sungið af hinni rússnesk ættuðu Golan og hét upprunalega October Rain. Lagið vísaði þá með beinum hætti til árása Hamas í suðurhluta Ísrael þann 7. október í fyrra. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), mátu það svo að lagið væri of pólitískt og var Ísrael beðið um að tefla fram öðru lagi. Þá bar Ísrael annað lag undir samtökin, lagið Dancing Forever. Því var einnig hafnað af EBU, sem gáfu þó ekki ástæðu þó ætla megi að lagið, hvers texti er á ensku, sé einnig talið of pólitískt.Í texta lagsins er meðal annars vísað til þess að dansað verði aftur og vísað til kalls úr paradís. Svo fór að texta lagsins October Rain var breytt og lagið fékk nýtt nafn, Hurricane, og er endanlegt framlag Ísraela í ár.
Eurovision Tónlist Ísrael Tengdar fréttir Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29. febrúar 2024 13:30 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. 29. febrúar 2024 13:30