Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón komin með 1.500 meðmælendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2024 10:52 Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón eru þau einu sem hafa gefið út að þau hafi náð tilskildum fjölda meðmælenda. vísir Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr eru einu forsetaframbjóðendurnir sem komnir eru með tilskilinn fjölda meðmælenda, eftir því sem næst verður komist. Rafræn meðmælasöfnun hófst 1. mars síðastaliðinn en til að eiga kost á þátttöku í forsetakosningunum þurfa frambjóðendur að safna að lágmarki 1.500 meðmælendum og að hámarki 3.000. Gerð er krafa um 1.233 meðmælendur í Sunnlendingafjórðungi, 56 í Vestfirðingafjórðungi, 157 í Norðlendingafjórðungi og 54 í Austfirðingafjórðungi. Safna má meðmælum bæði á netinu og skriflega. Hvorki Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, né Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir hafa náð að safna 1.500 undirskriftum, enn sem komið er. Framboð Helgu er þó bjartsýnt á að það náist á næstu dögum og þá segir Harpa B. Hjálmtýsdóttir, samskiptastjóri Sigríðar, nægan tíma til stefnu. Framboðsfresturinn rennur út 26. apríl 2024. Beðið eftir Katrínu Guðmundur Felix Grétarsson, „handhafi“ eins og hann hefur kallað sig, bættist í hóp yfirlýstra frambjóðenda í vikunni og þá hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hafið undirskriftasöfnun. Steinunn hafði áður gefið út að hún myndi bjóða sig fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra færi fram. Ákvörðunar forsætisráðherra er beðið með mikilli eftirvæntingu en mörgum þykir pólitísk atburðarás vikunnar benda sterklega til þess að hún muni sækjast eftir forsetaembættinu. Frambjóðendurnir eru þeir einu sem hafa aðgang að upplýsingum um fjölda meðmælenda. Fjölmiðlar geta þannig ekki fylgst með söfnun undirskrifta nema með því að hafa samband við framboðin. Eins og stendur eru 65 skráðir frambjóðendur á island.is en Vísir hefur áður greint frá því að margir hafi lent í því að stofna undirskriftasöfnun þegar þeir ætluðu að mæla með frambjóðanda. Uppfært: Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í framboð Arnars Þórs Jónssonar. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Rafræn meðmælasöfnun hófst 1. mars síðastaliðinn en til að eiga kost á þátttöku í forsetakosningunum þurfa frambjóðendur að safna að lágmarki 1.500 meðmælendum og að hámarki 3.000. Gerð er krafa um 1.233 meðmælendur í Sunnlendingafjórðungi, 56 í Vestfirðingafjórðungi, 157 í Norðlendingafjórðungi og 54 í Austfirðingafjórðungi. Safna má meðmælum bæði á netinu og skriflega. Hvorki Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, né Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir hafa náð að safna 1.500 undirskriftum, enn sem komið er. Framboð Helgu er þó bjartsýnt á að það náist á næstu dögum og þá segir Harpa B. Hjálmtýsdóttir, samskiptastjóri Sigríðar, nægan tíma til stefnu. Framboðsfresturinn rennur út 26. apríl 2024. Beðið eftir Katrínu Guðmundur Felix Grétarsson, „handhafi“ eins og hann hefur kallað sig, bættist í hóp yfirlýstra frambjóðenda í vikunni og þá hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hafið undirskriftasöfnun. Steinunn hafði áður gefið út að hún myndi bjóða sig fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra færi fram. Ákvörðunar forsætisráðherra er beðið með mikilli eftirvæntingu en mörgum þykir pólitísk atburðarás vikunnar benda sterklega til þess að hún muni sækjast eftir forsetaembættinu. Frambjóðendurnir eru þeir einu sem hafa aðgang að upplýsingum um fjölda meðmælenda. Fjölmiðlar geta þannig ekki fylgst með söfnun undirskrifta nema með því að hafa samband við framboðin. Eins og stendur eru 65 skráðir frambjóðendur á island.is en Vísir hefur áður greint frá því að margir hafi lent í því að stofna undirskriftasöfnun þegar þeir ætluðu að mæla með frambjóðanda. Uppfært: Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í framboð Arnars Þórs Jónssonar.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira