Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 106-100 | Sterkur sigur Þórs í lokaumferðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2024 18:30 Tómas Valur var drjúgur í kvöld og setti 20 stig. Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir að hafa lent 3-2 undir skoraði liðið 12 stig í röð og breytti stöðunni í 3-14. Lárus Jónsson tók þá leikhlé fyrir heimamenn og við það vöknuðu Þórsarar. Þórsliðinu tókst þó ekki að komast yfir á nýjan leik og tveir þristar frá gestunum á lokasekúndum fyrsta leikhluta sáu til þess að Keflvíkingar leiddu með sjö stigum að honum loknum, 20-27. Keflvíkingar héldu áfram að byggja upp forystu sína jafnt og þétt í upphafi annars leikhluta og náði liðið mest 12 stiga forskoti í stöðunni 28-40. Aftur tókst Þórsurum þó að klóra sig inn í leikinn og staðan var 49-53 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn mættu betur til leiks í síðari hálfleik og náðu forystunni snemma eftir hlé í fyrsta sinn síðan í stöðunni 3-2. Sú forysta var þó skammlíf því Keflvíkingar náðu aftur sjö stiga forskoti í stöðunni 62-69 áður en heimamenn jöfnuðu metin á ný með sjö stigum í röð. Það var svo Fotios Lampropoulos sem sá til þess að Þór fór með tveggja stiga forskot inn í lokaleikhlutann með stuttri flautukörfu og staðan orðin 71-69. Þórsarar hófu svo þriðja leikhlutann virkilega vel og náðu snemma tíu stiga forskoti. Nigel Pruitt fór fyrir sóknarleik heimamanna framan af fjórða leikhluta og þrátt fyrir gott áhlaup Keflvíkinga um miðjan leikhlutann náðu Þórsarar vopnum sínum á ný og gerðu í raun út um leikinn fyrir lokasprettinn. Niðurstaðan varð því að lokum sex stiga sigur Þórs, 106-100. Af hverju vann Þór? Það hjálpaði Þórsurum klárlega að gestirnir voru án síns besta manns, Remy Martin. Þrátt fyrir það átti liðið oft og tíðum í erfiðleikum með sóknarleik Keflvíkinga, en heimamenn kveiktu almennilega á sér í síðari hálfleik og unnu að lokum nokkuð sanngjarnan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Nigel Pruitt og Tómas Valur Þrastarson voru stigahæstir í liði Þórs með 20 stig hvor. Þá skilaði Darwin Davis einnig góði dagsverki fyrir heimamenn, en hann skoraði 17 stig og gaf 10 stoðsendingar. Í liði Keflavíkur var Halldór Garðar Hermannsson atkvæðamestur með 22 stig af bekknum gegn sínum gömlu félögum. Hvað gerist næst? Deildarkeppninni er nú lokið og úrslitakeppnin tekur við. Hvenær við fáum uppfærða og staðfesta stöðutöflu á heimasíðu KKÍ til að staðfesta hvaða liðum Þór og Keflavík mæta í úrslitakeppninni er þó önnur spurning. Pétur: Tapið er aukaatriði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Það er aldrei gaman að tapa, en við bara tökum þessu,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, í leikslok. „Nú er deildarkeppnin búin og þetta er í baksýnisspeglinum. Nú förum við bara að einbeita okkur að því hvað kemur upp úr kassanum í úrslitakeppninni.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir gott gengi Keflvíkinga undanfarið geti það verið vont að fara með tap á bakinu inn í úrslitakeppnina. „Það kemur bara í ljós. Við sjáum hvernig það kemur. Ég held samt að það sé miklu betra að ég viti að þeir hafi lagt sig fram í 40 mínútur í kvöld heldur en hitt. Tapið er aukaatriði. Við lögðum okkur fram og það var bara ekki nóg í kvöld.“ Þá segir Pétur einnig að hans menn hefðu átt að ná upp stærra forskoti í fyrri hálfleik til að gera Þórsliðinu erfiðara fyrir. „Það hefði auðvitað verið ákjósanlegt. En þetta er hörkulið og þeirra heimavöllur. Þetta er 40 mínútna leikur og við vorum að reyna að spila hann hratt. Þegar við vorum að reyna að ná upp hraðanum og það gekk ágætlega þá vorum við bara ekki að ná að skora í þriðja leikhluta. Þess vegna voru þeir tveimur stigum yfir fyrir fjórða leikhluta og það var kannski það sem fór aðeins með okkur.“ Halldór Garðar: Ekki enn búinn að ná að vinna þá síðan ég fór yfir í Keflavík Halldór Garðar Hermannsson var stigahæsti maður vallarins með 22 stig.Vísir/Hulda Margrét Halldór Garðar Hermannsson reyndist sínum gömlu félögum í Þór erfiður og skoraði 22 stig fyrir Keflavík í kvöld. Hann var stigahæsti maður vallarins, en segir það extra súrt að tapa í Þorlákshöfn. „Klárlega. Ég er ekki enn búinn að ná að vinna þá síðan ég fór yfir í Keflavík þannig mér fannst vera kominn tími á það í kvöld. En því miður datt þetta þeirra megin,“ sagði Halldór Garðar í leikslok. „Mér líður mjög vel hérna. Ég hef skotið oftar á þessar körfur en alls staðar annarsstaðar í heiminum. Skotin voru að detta mest allan leikinn, en það datt aðeins niður í lokin og þeir fóru að setja stór skot sem kláraði leikinn fyrir þá.“ Þá segir Halldór að tapið í kvöld muni ekki hafa slæm áhrif á Keflavíkurliðið fyrir úrslitakeppnina. Þvert á móti muni liðið nýta sér það til að bæta sinn leik. „Ég held að þetta muni bara hjálpa okkur. Við sjáum hvað við gerðum vitlaust í þessum leik og við lærum af því. Það er hollt að tapa stundum og þeir voru bara betri í kvöld. Þeir áttu þetta skilið.“ „Það voru margir sem voru að stíga upp hjá okkur og mér fannst fínn gangur á þessu. En þeir settu bara risastór skot og við vorum í smá ströggli varnarlega. Við fáum á okkur 106 stig, en skorum sjálfir 100 stig sem ætti að vera nóg á venjulegum degi,“ sagði Halldór að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF
Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir að hafa lent 3-2 undir skoraði liðið 12 stig í röð og breytti stöðunni í 3-14. Lárus Jónsson tók þá leikhlé fyrir heimamenn og við það vöknuðu Þórsarar. Þórsliðinu tókst þó ekki að komast yfir á nýjan leik og tveir þristar frá gestunum á lokasekúndum fyrsta leikhluta sáu til þess að Keflvíkingar leiddu með sjö stigum að honum loknum, 20-27. Keflvíkingar héldu áfram að byggja upp forystu sína jafnt og þétt í upphafi annars leikhluta og náði liðið mest 12 stiga forskoti í stöðunni 28-40. Aftur tókst Þórsurum þó að klóra sig inn í leikinn og staðan var 49-53 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn mættu betur til leiks í síðari hálfleik og náðu forystunni snemma eftir hlé í fyrsta sinn síðan í stöðunni 3-2. Sú forysta var þó skammlíf því Keflvíkingar náðu aftur sjö stiga forskoti í stöðunni 62-69 áður en heimamenn jöfnuðu metin á ný með sjö stigum í röð. Það var svo Fotios Lampropoulos sem sá til þess að Þór fór með tveggja stiga forskot inn í lokaleikhlutann með stuttri flautukörfu og staðan orðin 71-69. Þórsarar hófu svo þriðja leikhlutann virkilega vel og náðu snemma tíu stiga forskoti. Nigel Pruitt fór fyrir sóknarleik heimamanna framan af fjórða leikhluta og þrátt fyrir gott áhlaup Keflvíkinga um miðjan leikhlutann náðu Þórsarar vopnum sínum á ný og gerðu í raun út um leikinn fyrir lokasprettinn. Niðurstaðan varð því að lokum sex stiga sigur Þórs, 106-100. Af hverju vann Þór? Það hjálpaði Þórsurum klárlega að gestirnir voru án síns besta manns, Remy Martin. Þrátt fyrir það átti liðið oft og tíðum í erfiðleikum með sóknarleik Keflvíkinga, en heimamenn kveiktu almennilega á sér í síðari hálfleik og unnu að lokum nokkuð sanngjarnan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Nigel Pruitt og Tómas Valur Þrastarson voru stigahæstir í liði Þórs með 20 stig hvor. Þá skilaði Darwin Davis einnig góði dagsverki fyrir heimamenn, en hann skoraði 17 stig og gaf 10 stoðsendingar. Í liði Keflavíkur var Halldór Garðar Hermannsson atkvæðamestur með 22 stig af bekknum gegn sínum gömlu félögum. Hvað gerist næst? Deildarkeppninni er nú lokið og úrslitakeppnin tekur við. Hvenær við fáum uppfærða og staðfesta stöðutöflu á heimasíðu KKÍ til að staðfesta hvaða liðum Þór og Keflavík mæta í úrslitakeppninni er þó önnur spurning. Pétur: Tapið er aukaatriði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Það er aldrei gaman að tapa, en við bara tökum þessu,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, í leikslok. „Nú er deildarkeppnin búin og þetta er í baksýnisspeglinum. Nú förum við bara að einbeita okkur að því hvað kemur upp úr kassanum í úrslitakeppninni.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir gott gengi Keflvíkinga undanfarið geti það verið vont að fara með tap á bakinu inn í úrslitakeppnina. „Það kemur bara í ljós. Við sjáum hvernig það kemur. Ég held samt að það sé miklu betra að ég viti að þeir hafi lagt sig fram í 40 mínútur í kvöld heldur en hitt. Tapið er aukaatriði. Við lögðum okkur fram og það var bara ekki nóg í kvöld.“ Þá segir Pétur einnig að hans menn hefðu átt að ná upp stærra forskoti í fyrri hálfleik til að gera Þórsliðinu erfiðara fyrir. „Það hefði auðvitað verið ákjósanlegt. En þetta er hörkulið og þeirra heimavöllur. Þetta er 40 mínútna leikur og við vorum að reyna að spila hann hratt. Þegar við vorum að reyna að ná upp hraðanum og það gekk ágætlega þá vorum við bara ekki að ná að skora í þriðja leikhluta. Þess vegna voru þeir tveimur stigum yfir fyrir fjórða leikhluta og það var kannski það sem fór aðeins með okkur.“ Halldór Garðar: Ekki enn búinn að ná að vinna þá síðan ég fór yfir í Keflavík Halldór Garðar Hermannsson var stigahæsti maður vallarins með 22 stig.Vísir/Hulda Margrét Halldór Garðar Hermannsson reyndist sínum gömlu félögum í Þór erfiður og skoraði 22 stig fyrir Keflavík í kvöld. Hann var stigahæsti maður vallarins, en segir það extra súrt að tapa í Þorlákshöfn. „Klárlega. Ég er ekki enn búinn að ná að vinna þá síðan ég fór yfir í Keflavík þannig mér fannst vera kominn tími á það í kvöld. En því miður datt þetta þeirra megin,“ sagði Halldór Garðar í leikslok. „Mér líður mjög vel hérna. Ég hef skotið oftar á þessar körfur en alls staðar annarsstaðar í heiminum. Skotin voru að detta mest allan leikinn, en það datt aðeins niður í lokin og þeir fóru að setja stór skot sem kláraði leikinn fyrir þá.“ Þá segir Halldór að tapið í kvöld muni ekki hafa slæm áhrif á Keflavíkurliðið fyrir úrslitakeppnina. Þvert á móti muni liðið nýta sér það til að bæta sinn leik. „Ég held að þetta muni bara hjálpa okkur. Við sjáum hvað við gerðum vitlaust í þessum leik og við lærum af því. Það er hollt að tapa stundum og þeir voru bara betri í kvöld. Þeir áttu þetta skilið.“ „Það voru margir sem voru að stíga upp hjá okkur og mér fannst fínn gangur á þessu. En þeir settu bara risastór skot og við vorum í smá ströggli varnarlega. Við fáum á okkur 106 stig, en skorum sjálfir 100 stig sem ætti að vera nóg á venjulegum degi,“ sagði Halldór að lokum.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti