Rekja meirihluta heimslosunar til 57 framleiðenda Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2024 11:56 Olíutankar sádiarabíska ríkisolíufélagsins Aramco í Jiddah. Félagið hagnaðist um 121 milljarð dollara í fyrra. AP/Amr Nabil Innan við sextíu framleiðendur jarðefnaeldsneytis og steinsteypu eru sagðir bera ábyrgð á meginþorra losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum frá 2016. Ríkisrekin jarðefnaeldsneytisfyrirtæki eru þau umsvifamestu samkvæmt nýrri greiningu. Hópur 57 þjóðríkja og bæði ríkis- og einkarekinna fyrirtækja standa fyrir um áttatíu prósentum losunar vegna jarðefnaeldsneytis og steinsteypuframleiðslu í heiminum á tímabilinu 2016 til 2022 samkvæmt greiningu hugveitunnar InfluenceMap sem Reuters-fréttastofan segir frá. Hún byggir á tölum sem fyrirtækin gefa sjálf upp um losun sína auk opinberra gagna. Stórtækustu losendurnir eru sádiarabíska ríkisolíufélagið Aramco, rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom og indverska ríkiskolafélagið Coal India. Greiningin leiddi ennfremur í ljós að flest fyrirtækjanna hefðu bætt í jarðefnaeldsneytisframleiðslu sína frá árinu 2015 þegar nær öll ríki heims skrifuðu undir Parísarsamkomulagið sem á að koma böndum á loftslagsbreytingar af völdum manna. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum hefur enda haldið áfram að aukast. Útblástur vegna orku hefur aldrei verið meiri en í fyrra samkvæmt tölum Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Loftslagsmál Umhverfismál Bensín og olía Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hópur 57 þjóðríkja og bæði ríkis- og einkarekinna fyrirtækja standa fyrir um áttatíu prósentum losunar vegna jarðefnaeldsneytis og steinsteypuframleiðslu í heiminum á tímabilinu 2016 til 2022 samkvæmt greiningu hugveitunnar InfluenceMap sem Reuters-fréttastofan segir frá. Hún byggir á tölum sem fyrirtækin gefa sjálf upp um losun sína auk opinberra gagna. Stórtækustu losendurnir eru sádiarabíska ríkisolíufélagið Aramco, rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom og indverska ríkiskolafélagið Coal India. Greiningin leiddi ennfremur í ljós að flest fyrirtækjanna hefðu bætt í jarðefnaeldsneytisframleiðslu sína frá árinu 2015 þegar nær öll ríki heims skrifuðu undir Parísarsamkomulagið sem á að koma böndum á loftslagsbreytingar af völdum manna. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum hefur enda haldið áfram að aukast. Útblástur vegna orku hefur aldrei verið meiri en í fyrra samkvæmt tölum Alþjóðaorkumálastofnunarinnar.
Loftslagsmál Umhverfismál Bensín og olía Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira