Lögmaður Maríu Lilju segir engan fót fyrir ásökunum „lögmanns úti í bæ“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2024 12:17 Einar S. Hálfdánarson Hæstaréttarlögmaður hefur kært þær Semu Erlu Serdar og Maríu Lilju Þrastardóttur til lögreglu vegna söfnunar Solaris. Lögmaður Maríu Lilju Þrastardóttur, annarrar forystukonu söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa, segir ekkert til í þeim ásökunum sem bornar eru á hendur henni í kæru vegna söfnunarinnar. Kærandi er hæstaréttarlögmaður og faðir þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Hjálparsamtökin Solaris efndu í byrjun febrúar til fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Yfirlýst markmið í byrjun var fimmtíu milljónir króna og í byrjun mars var tilkynnt að markmiðinu hefði verið náð. Sema Erla Serdar og María Lilja Þrastardóttir Kemp forystukonur söfnunarinnar hafa nú verið kærðar til lögreglu vegna söfnunarinnar. Fréttastofa hefur kæruna undir höndum. Þar eru María og Sema sakaðar um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. „Það er enginn fótur fyrir þessu“ Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Maríu Lilju segir hana fyrst hafa frétt af kærunni í fjölmiðlum í morgun. Ekki hafi verið haft samband við hana formlega vegna málsins. Hann vísar þeim ásökunum sem fram koma í kærunni alfarið á bug. „Það er enginn fótur fyrir þessu. Eina hegningarlagabrotið sem hægt er að segja að eigi við í tengslum við þessa kæru, eins og þetta blasir við, er bara 148. grein hegningarlaga sem fjallar um það að það er refsivert að setja fram rangar kærur og fá saklaust fólk dæmt á grundvelli rangrar kæru. Það er það eina sem blasir við,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Er alveg hægt að fullyrða að þessi söfnun, eða meðferð á fjármunum þarna úti, hafi farið fram með algjörlega löglegum hætti? „Minn umbjóðandi fullyrðir að svo sé, að það sé ekkert athugavert við þetta. Enda er svosem ekkert sem fylgir þessari kæru, engin gögn, engar upplýsingar eða neitt. Þetta virðist vera einhver lögmaður úti í bæ sem kemur þessu máli ekkert við sem hefur ekki orðið svefnsamt út af þessari söfnun og ákveðið að bregðast við með því að leggja fram kæru til lögreglu.“ Hefur beint spjótum sínum að Semu Kærandi er Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður og faðir Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Einar hefur verið iðinn við greinaskrif um málefni Palestínu og Ísraels, er stuðningsmaður Ísraelsmanna, og beindi meðal annars spjótum sínum að Semu í grein sem birtist í Morgunblaðinu í febrúar undir yfirskriftinni „Getur Ísland tekið við sjúklingum frá Gasa?“. Einar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir við fréttastofu að kæran hafi borist embættinu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars. Embættið hafi skoðað málið en talið réttast að lögregla hefði rannsókn á því. Kæran hafi því verið endursend til lögreglu, þar sem málið er nú statt. Gunnar Ingi segir sinn umbjóðanda munu gefa skýrslu hjá lögreglu sé óskað eftir því. Svo reiknar hann með að málið verði fellt niður. „Svo hljóti minn umbjóðandi að skoða sína réttarstöðu gagnvart því að það sé verið að færa fram rangar sakargiftir á hendur henni, mjög alvarlegar.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Sema og María Lilja kærðar vegna fjársöfnunar fyrir Palestínumenn Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur framsent kæru til héraðssaksóknara gegn Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldardóttur-Þrastardóttur Kemp, vegna söfnunar Solaris til styrktar brottflutningi Palestínumanna af Gasa. 4. apríl 2024 06:23 Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. 6. mars 2024 13:04 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Hjálparsamtökin Solaris efndu í byrjun febrúar til fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Yfirlýst markmið í byrjun var fimmtíu milljónir króna og í byrjun mars var tilkynnt að markmiðinu hefði verið náð. Sema Erla Serdar og María Lilja Þrastardóttir Kemp forystukonur söfnunarinnar hafa nú verið kærðar til lögreglu vegna söfnunarinnar. Fréttastofa hefur kæruna undir höndum. Þar eru María og Sema sakaðar um að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. „Það er enginn fótur fyrir þessu“ Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Maríu Lilju segir hana fyrst hafa frétt af kærunni í fjölmiðlum í morgun. Ekki hafi verið haft samband við hana formlega vegna málsins. Hann vísar þeim ásökunum sem fram koma í kærunni alfarið á bug. „Það er enginn fótur fyrir þessu. Eina hegningarlagabrotið sem hægt er að segja að eigi við í tengslum við þessa kæru, eins og þetta blasir við, er bara 148. grein hegningarlaga sem fjallar um það að það er refsivert að setja fram rangar kærur og fá saklaust fólk dæmt á grundvelli rangrar kæru. Það er það eina sem blasir við,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Er alveg hægt að fullyrða að þessi söfnun, eða meðferð á fjármunum þarna úti, hafi farið fram með algjörlega löglegum hætti? „Minn umbjóðandi fullyrðir að svo sé, að það sé ekkert athugavert við þetta. Enda er svosem ekkert sem fylgir þessari kæru, engin gögn, engar upplýsingar eða neitt. Þetta virðist vera einhver lögmaður úti í bæ sem kemur þessu máli ekkert við sem hefur ekki orðið svefnsamt út af þessari söfnun og ákveðið að bregðast við með því að leggja fram kæru til lögreglu.“ Hefur beint spjótum sínum að Semu Kærandi er Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður og faðir Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Einar hefur verið iðinn við greinaskrif um málefni Palestínu og Ísraels, er stuðningsmaður Ísraelsmanna, og beindi meðal annars spjótum sínum að Semu í grein sem birtist í Morgunblaðinu í febrúar undir yfirskriftinni „Getur Ísland tekið við sjúklingum frá Gasa?“. Einar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir við fréttastofu að kæran hafi borist embættinu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars. Embættið hafi skoðað málið en talið réttast að lögregla hefði rannsókn á því. Kæran hafi því verið endursend til lögreglu, þar sem málið er nú statt. Gunnar Ingi segir sinn umbjóðanda munu gefa skýrslu hjá lögreglu sé óskað eftir því. Svo reiknar hann með að málið verði fellt niður. „Svo hljóti minn umbjóðandi að skoða sína réttarstöðu gagnvart því að það sé verið að færa fram rangar sakargiftir á hendur henni, mjög alvarlegar.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Sema og María Lilja kærðar vegna fjársöfnunar fyrir Palestínumenn Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur framsent kæru til héraðssaksóknara gegn Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldardóttur-Þrastardóttur Kemp, vegna söfnunar Solaris til styrktar brottflutningi Palestínumanna af Gasa. 4. apríl 2024 06:23 Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. 6. mars 2024 13:04 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Sema og María Lilja kærðar vegna fjársöfnunar fyrir Palestínumenn Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur framsent kæru til héraðssaksóknara gegn Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldardóttur-Þrastardóttur Kemp, vegna söfnunar Solaris til styrktar brottflutningi Palestínumanna af Gasa. 4. apríl 2024 06:23
Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. 6. mars 2024 13:04
Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent