Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 1. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar í dag, laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir Val 1. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið verði Íslandsmeistari eftir að hafa lent í 2. sæti í fyrra. Eftir slakt sumar 2022 svaraði Valur fyrir sig í fyrra, fór upp um fjögur sæti og endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar, á fyrsta tímabilinu undir stjórn Arnars Grétarssonar. Valsmenn stóðu Víkingum þó langt að baki og fengu ellefu stigum minna en Íslandsmeistararnir. Þetta var í þriðja sinn sem lið undir stjórn Arnars endaði í 2. sæti efstu deildar. „Sumir á, sumir á, sumir á bomsum ... “vísir/hulda margrét Framan af vetri fékk Valur unga og efnilega leikmenn til liðsins en eftir því sem á leið bættust kanónur við. Fyrst kom Jónatan Ingi Jónsson og svo í síðasta mánuði lönduðu Valsmenn stóra fiskinum, sjálfum Gylfa Þór Sigurðssyni. Bjarni Mark Duffield bættist svo í hópinn í síðustu viku. Koma Gylfa breytir öllu fyrir Val og landslaginu í Bestu deildinni. Fyrir það fyrsta eykst athyglin á deildina til mikilla muna og sömuleiðis kröfurnar og væntingarnar til Valsliðsins. Allt annað en Íslandsmeistaratitill yrðu gríðarleg vonbrigði fyrir Valsmenn. Leikmannahópur þeirra er settur saman til að vinna og vinna núna, enda er liðið með marga leikmenn röngu megin við þrítugt. grafík/gunnar tumi Til marks um það hversu sterkur leikmannahópur Vals er, þá eru til að mynda fimm í honum sem hafa farið á heimsmeistaramót: Gylfi, Aron Jóhannsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Birkir Már Sævarsson og Frederick Schram. Þá eru ótaldir leikmenn sem hafa lengi verið í fremstu röð í deildinni hér heima, eins Patrick Pedersen, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Sigurður Egill Lárusson og Kristinn Freyr Sigurðsson. Það er valinn maður í hverju rúmi, raunar öllu nema einu. Hlynur Freyr Karlsson, sem var einn besti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, er farinn til Noregs og hann skilur eftir sig stórt skarð aftast á Valsmiðjunni. grafík/gunnar tumi Arnar hefur reynt ýmsar leiðir til að fylla það, til dæmis með Elfari Frey Helgasyni, Jakob Franz Pálssyni og jafnvel Aroni. Bjarni Mark mun líklega spila talsvert í þessari mikilvægu stöðu. Hún er þó stærsta spurningarmerkið hjá Val fyrir tímabilið. Síðan er einnig spurning hvernig Gylfa gengur í sumar en hann hefur lítið sem ekkert spilað í tæp þrjú ár og er að verða 35 ára. En ef hann sýnir brotabrot af fyrri getu verður hann besti leikmaður deildarinnar. Þetta er nú einu sinni markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, 67 marka og fimmtíu stoðsendinga maður í ensku úrvalsdeildinni og einn af þremur bestu fótboltamönnum sem Ísland hefur alið. Patrick Pedersen vantar eitt mark til að komast í hundrað marka klúbbinn í efstu deild.vísir/hulda margrét Valsmenn eru til alls líklegir og væntingarnar til liðsins eru skrúfaðar í botn. Og það skiljanlega. Horfið bara á hópinn. En leikir vinnast ekki á pappír og Arnar hefur aldrei unnið stóran titil sem þjálfari. Hann hefur safnað silfri en vonast til að alkemistinn Gylfi breyti því í gull í sumar. Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Ekki gleyma okkur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 11:01 Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01 Besta-spáin 2024: Minnir á gamla tíma Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2024 11:00 Besta-spáin 2024: VÖKnuðu af værum blundi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2024 09:01 Besta-spáin 2024: Í traustum Heimishöndum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 11:01 Besta-spáin 2024: Verða að læra af mistökum fortíðarinnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 09:00 Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00 Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01 Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02 Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar í dag, laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir Val 1. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið verði Íslandsmeistari eftir að hafa lent í 2. sæti í fyrra. Eftir slakt sumar 2022 svaraði Valur fyrir sig í fyrra, fór upp um fjögur sæti og endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar, á fyrsta tímabilinu undir stjórn Arnars Grétarssonar. Valsmenn stóðu Víkingum þó langt að baki og fengu ellefu stigum minna en Íslandsmeistararnir. Þetta var í þriðja sinn sem lið undir stjórn Arnars endaði í 2. sæti efstu deildar. „Sumir á, sumir á, sumir á bomsum ... “vísir/hulda margrét Framan af vetri fékk Valur unga og efnilega leikmenn til liðsins en eftir því sem á leið bættust kanónur við. Fyrst kom Jónatan Ingi Jónsson og svo í síðasta mánuði lönduðu Valsmenn stóra fiskinum, sjálfum Gylfa Þór Sigurðssyni. Bjarni Mark Duffield bættist svo í hópinn í síðustu viku. Koma Gylfa breytir öllu fyrir Val og landslaginu í Bestu deildinni. Fyrir það fyrsta eykst athyglin á deildina til mikilla muna og sömuleiðis kröfurnar og væntingarnar til Valsliðsins. Allt annað en Íslandsmeistaratitill yrðu gríðarleg vonbrigði fyrir Valsmenn. Leikmannahópur þeirra er settur saman til að vinna og vinna núna, enda er liðið með marga leikmenn röngu megin við þrítugt. grafík/gunnar tumi Til marks um það hversu sterkur leikmannahópur Vals er, þá eru til að mynda fimm í honum sem hafa farið á heimsmeistaramót: Gylfi, Aron Jóhannsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Birkir Már Sævarsson og Frederick Schram. Þá eru ótaldir leikmenn sem hafa lengi verið í fremstu röð í deildinni hér heima, eins Patrick Pedersen, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Sigurður Egill Lárusson og Kristinn Freyr Sigurðsson. Það er valinn maður í hverju rúmi, raunar öllu nema einu. Hlynur Freyr Karlsson, sem var einn besti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, er farinn til Noregs og hann skilur eftir sig stórt skarð aftast á Valsmiðjunni. grafík/gunnar tumi Arnar hefur reynt ýmsar leiðir til að fylla það, til dæmis með Elfari Frey Helgasyni, Jakob Franz Pálssyni og jafnvel Aroni. Bjarni Mark mun líklega spila talsvert í þessari mikilvægu stöðu. Hún er þó stærsta spurningarmerkið hjá Val fyrir tímabilið. Síðan er einnig spurning hvernig Gylfa gengur í sumar en hann hefur lítið sem ekkert spilað í tæp þrjú ár og er að verða 35 ára. En ef hann sýnir brotabrot af fyrri getu verður hann besti leikmaður deildarinnar. Þetta er nú einu sinni markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, 67 marka og fimmtíu stoðsendinga maður í ensku úrvalsdeildinni og einn af þremur bestu fótboltamönnum sem Ísland hefur alið. Patrick Pedersen vantar eitt mark til að komast í hundrað marka klúbbinn í efstu deild.vísir/hulda margrét Valsmenn eru til alls líklegir og væntingarnar til liðsins eru skrúfaðar í botn. Og það skiljanlega. Horfið bara á hópinn. En leikir vinnast ekki á pappír og Arnar hefur aldrei unnið stóran titil sem þjálfari. Hann hefur safnað silfri en vonast til að alkemistinn Gylfi breyti því í gull í sumar.
Besta-spáin 2024: Miða á stjörnurnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2024 09:00
Besta-spáin 2024: Ekki gleyma okkur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 11:01
Besta-spáin 2024: Knattspyrnuhald undir Jökli Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2024 09:01
Besta-spáin 2024: Minnir á gamla tíma Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2024 11:00
Besta-spáin 2024: VÖKnuðu af værum blundi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2024 09:01
Besta-spáin 2024: Í traustum Heimishöndum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 11:01
Besta-spáin 2024: Verða að læra af mistökum fortíðarinnar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 3. apríl 2024 09:00
Besta-spáin 2024: Vegasalt varnar og sóknar Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 11:00
Besta-spáin 2024: Ætla að dvelja lengur hér Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 2. apríl 2024 09:01
Besta-spáin 2024: Trú Rúnars Páls þarf að flytja fjöll Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 11:02
Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01