Um var að ræða slag tveggja af bestu liðum Ungverjalands og fór það svo að Veszprém fór með samanlagðan 76-62 sigur úr tveggja leikja einvígi liðanna en leikur liðanna í kvöld lauk með 39-32 sigri Veszprém.
Sigurinn þýðir að Veszprém fer áfram í átta liða úrslit mótsins þar sem bíður þeirra einvígi við danska stórliðið Álaborg.
Auk þessara liða hafa Kiel, Montpellier, Magdeburg, Kielce og Barcelona tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum. Það ræðst svo í kvöld hvort það verður Wisla Plock eða Paris Saint-Germain sem hirðir síðasta sæti þeirrar umferðar.