Stórum hluthafa í Marel snýst hugur og styður nú yfirtökutilboð JBT
![Adam Epstein, stofnandi Teleois Capital, og Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marels](https://www.visir.is/i/9695381146EDD9EAABC7853A9E59460883BF0FDAF5C6CC007282B759607E9D5C_713x0.jpg)
Adam Epstein, sem fer fyrir vogunarsjóði sem er einn stærsti erlendi hluthafi Marels, styður yfirtökutilboð John Bean Technologies (JBT) í núverandi mynd. Þegar bandaríska matvælatæknifyrirtækið lagði fyrst fram tilboð sitt var hann algerlega andvígur því.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/5DF85965682D6B0A2E3BA088DA5B5198E4539B292BF5AF59DA00AA36B9CBF519_308x200.jpg)
Telur JBT vera eitt þeirra félaga sem „passar best“ til að sameinast Marel
Markaðirnir sem Marel starfar á eru enn afar skiptir og því „nauðsynlegt“ fyrir félagið að taka þátt í þeirri samrunaþróun sem er fyrirsjáanleg, að sögn stjórnarformanns Eyris Invest, sem er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel og hefur stutt áform JBT um sameiningu fyrirtækjanna. Fjárfestingafélagið veitti óafturkallanlegt samþykki sitt við fyrsta tilboði JBT síðasta haust, sem er sagt hafa verið „mun hagfelldara“ en aðrir kostir í stöðunni fyrir Eyri, enda hafi þá verið óvissa um vilja og getu allra hluthafa til þátttöku í stórri hlutafjáraukningu á miklum afslætti af innra virði.