„Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. apríl 2024 10:00 Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar segir ekki talað um árstíðir á hennar heimili heldur fótbolta- eða körfuboltatímabil. Vísir/Vilhelm Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ætli ég vakni ekki að jafnaði upp úr klukkan sjö. Með hækkandi sól þá verð ég meiri A manneskja en þegar haustar þá verð ég svona B+ manneskja.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég er ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja fram í fingurgóma. Hans fyrsta verk er að hella upp á og nýt ég góðs af því og fæ alltaf rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið og D-vítamín. Þegar ég hefi lokið við bollann fer ég fram í eldhús og fæ mér einn skammt af kreatíni og svo eina blöndu af Bimuno forgerlum. Því næst þarf að vekja unglinginn á heimilinu … það þarf að vanda sig við það. Eftir það taka við hefðbundin morgunverk og það síðasta áður en ég mæti til vinnu er að skutla einkadótturinni í MS.“ Hvaða árstíð finnst þér skemmtilegust? Á mínu heimili er ekki talað um árstíðir heldur í tímabil og er árinu skipt í körfuboltatímabil og fótboltatímabil. Ég fer mikið á leiki í þessum íþróttum, hjá meistaraflokki kvenna í Þrótti og meistaraflokki karla í KR en þar spila krakkarnir mínir. Og því tengdu hafa vorin verið í miklu uppáhaldi sl. ár hjá fjölskyldunni og vorum við ótrúlega dekruð frá árinu 2007 af gullaldarliði KR í körfunni og fylgdumst með úrslitakeppninni ár eftir ár og titlum fara á loft. KR er sem betur fer að rétta úr kútnum og er komið aftur í deild þeirra bestu. Svo jafnast ekkert á við andvökubirtuna á Íslandi og þá er gaman að taka aðeins í kylfurnar og reyna að lækka forgjöfina. Ég er sem sagt að segja að allar árstíðir hafi sinni sjarma en veturnir kannski sístir þó ég eigi afmæli daginn eftir vetrarsólstöður og daginn lengi um það bil um fjórar mínútur á afmælinu mínu það þarf að gleðjast yfir litlu hlutunum.“ Brynhildur segir algjörlega nauðsynlegt að bóka alla fundi í Outlook, annars er hætta á að þeir eigi sér ekki stað. Hún og eiginmaðurinn deila síðan með sér google calender til að tryggja að allir gangi í takt.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin sem ég sinni fyrir Viðskiptafræðstofnun eru ótrúlega fjölbreytt. Skólaárið er aldrei eins og er takturinn í árinu eins fjölbreyttur og nemarnir. Ég er til dæmis nýkomin úr heimsókn til YALE háskólans í BNA en þangað fylgdi ég hópi MBA nema á námskeið hjá skólanum. Núna erum við að fullu að kynna námið og taka viðtöl við væntanlega nemendur. Ég á ekki von á öðru en að frábært hópur af Executive MBA nemum hefji nám í haust“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að nota outlook sem mest og ef fundur er ekki í outlook þá átti hann sér ekki stað! Svo deilum við hjónin google calendar svona til að ganga í þokkalegum takti.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég held að ég sé sofnuð oftast um klukkan ellefu á kvöldin þó að það dragist öðru hvoru yfir góðri seríu eða TikTok.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Vandræðalega kvöldsvæfur framkvæmdastjóri Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi indó sparisjóðs segir morgnana besta tíma dagsins en þá situr hann með fjögurra ára syni sínum og deilir með honum ristabrauðsneið áður en aðrir á heimilinu vakna. 30. mars 2024 10:00 Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vinkonu á leið í vinnu Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall. 23. mars 2024 10:00 Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01 Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. 9. mars 2024 10:00 „Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. 2. mars 2024 10:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ætli ég vakni ekki að jafnaði upp úr klukkan sjö. Með hækkandi sól þá verð ég meiri A manneskja en þegar haustar þá verð ég svona B+ manneskja.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég er ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja fram í fingurgóma. Hans fyrsta verk er að hella upp á og nýt ég góðs af því og fæ alltaf rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið og D-vítamín. Þegar ég hefi lokið við bollann fer ég fram í eldhús og fæ mér einn skammt af kreatíni og svo eina blöndu af Bimuno forgerlum. Því næst þarf að vekja unglinginn á heimilinu … það þarf að vanda sig við það. Eftir það taka við hefðbundin morgunverk og það síðasta áður en ég mæti til vinnu er að skutla einkadótturinni í MS.“ Hvaða árstíð finnst þér skemmtilegust? Á mínu heimili er ekki talað um árstíðir heldur í tímabil og er árinu skipt í körfuboltatímabil og fótboltatímabil. Ég fer mikið á leiki í þessum íþróttum, hjá meistaraflokki kvenna í Þrótti og meistaraflokki karla í KR en þar spila krakkarnir mínir. Og því tengdu hafa vorin verið í miklu uppáhaldi sl. ár hjá fjölskyldunni og vorum við ótrúlega dekruð frá árinu 2007 af gullaldarliði KR í körfunni og fylgdumst með úrslitakeppninni ár eftir ár og titlum fara á loft. KR er sem betur fer að rétta úr kútnum og er komið aftur í deild þeirra bestu. Svo jafnast ekkert á við andvökubirtuna á Íslandi og þá er gaman að taka aðeins í kylfurnar og reyna að lækka forgjöfina. Ég er sem sagt að segja að allar árstíðir hafi sinni sjarma en veturnir kannski sístir þó ég eigi afmæli daginn eftir vetrarsólstöður og daginn lengi um það bil um fjórar mínútur á afmælinu mínu það þarf að gleðjast yfir litlu hlutunum.“ Brynhildur segir algjörlega nauðsynlegt að bóka alla fundi í Outlook, annars er hætta á að þeir eigi sér ekki stað. Hún og eiginmaðurinn deila síðan með sér google calender til að tryggja að allir gangi í takt.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin sem ég sinni fyrir Viðskiptafræðstofnun eru ótrúlega fjölbreytt. Skólaárið er aldrei eins og er takturinn í árinu eins fjölbreyttur og nemarnir. Ég er til dæmis nýkomin úr heimsókn til YALE háskólans í BNA en þangað fylgdi ég hópi MBA nema á námskeið hjá skólanum. Núna erum við að fullu að kynna námið og taka viðtöl við væntanlega nemendur. Ég á ekki von á öðru en að frábært hópur af Executive MBA nemum hefji nám í haust“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að nota outlook sem mest og ef fundur er ekki í outlook þá átti hann sér ekki stað! Svo deilum við hjónin google calendar svona til að ganga í þokkalegum takti.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég held að ég sé sofnuð oftast um klukkan ellefu á kvöldin þó að það dragist öðru hvoru yfir góðri seríu eða TikTok.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Vandræðalega kvöldsvæfur framkvæmdastjóri Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi indó sparisjóðs segir morgnana besta tíma dagsins en þá situr hann með fjögurra ára syni sínum og deilir með honum ristabrauðsneið áður en aðrir á heimilinu vakna. 30. mars 2024 10:00 Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vinkonu á leið í vinnu Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall. 23. mars 2024 10:00 Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01 Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. 9. mars 2024 10:00 „Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. 2. mars 2024 10:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Vandræðalega kvöldsvæfur framkvæmdastjóri Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnandi indó sparisjóðs segir morgnana besta tíma dagsins en þá situr hann með fjögurra ára syni sínum og deilir með honum ristabrauðsneið áður en aðrir á heimilinu vakna. 30. mars 2024 10:00
Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vinkonu á leið í vinnu Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall. 23. mars 2024 10:00
Sofnar í leikhúsi, á tónleikum, í kirkjum og fleiri stöðum Þótt Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventurues, vakni snemma á morgnana, er hann B-maður að eðlisfari, sofnar seint á kvöldin en freistast til að mæta uppsafnaðri svefnþörf á öðrum stöðum, til dæmis í leikhúsi, flugvélum, á tónleikum eða í kirkjum. 16. mars 2024 10:01
Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum. 9. mars 2024 10:00
„Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. 2. mars 2024 10:00