Stjörnur enska boltans leita í 66° Norður: „Heimurinn er lítill“ Aron Guðmundsson skrifar 6. apríl 2024 08:01 Bergur Guðnason hannar fatnað hjá 66° Norður og hlaut hrós frá leikmanni enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal á dögunum. Margar stjörnur úr þessari mest þekktustu deildarkeppni heims hafa vanið sig á að klæðast reglulega flíkum frá íslenska fataframleiðandanum. Vísir/Samsett mynd Stjörnur enska boltans, núverandi og fyrrverandi eru yfir sig hrifnir af vörum frá íslenska fataframleiðandanum 66 norður. Bergur Guðnason, hönnuður hjá 66 norður útvegaði nú nýverið leikmanni stórliðs Arsenal íslenskri hönnun og sá lét ánægju sína skírt í ljós á samfélagsmiðlum svo eftir því var tekið. Bergur er eins og fyrr segir starfsmaður 66 norður og er búinn að vera það síðastliðin tæp fjögur ár eftir að hann flutti heim með unnustu sinni frá París. „Ég lærði fatahönnun í Listaháskóla Íslands og flutti síðan út til Parísar og fór að vinna fyrir tískuhús þar. Seinna varð unnusta mín ólétt og við tókum þá ákvörðun að flytja aftur heim og lifa fjölskyldulífi hér heima í staðinn fyrir að gera það í hasarnum úti í París. Þá var mér boðið starf hjá 66 norður hér heima og hef verið þar síðan þá.“ Það vakti athygli á dögunum þegar að Reiss Nelson, einn af leikmönnum enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal tók mynd af 66 norður poka og merkti Berg inn á myndina. Bergur er góður vinur íslenska landsliðsmarkvarðarins Rúnars Alex Rúnarssonar, sem var á sínum tíma á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal. Þaðan kemur tengingin við Reiss Nelson, núverandi leikmann félagsins. „Rúnar tengdi okkur saman í fyrra. Reiss er mikill áhugamaður um tísku og að mínu mati einn best klæddi fótboltamaðurinn í dag. Við höfum verið í stöðugum samskiptum í gegnum WhatsApp samskiptaforritið. Að tala um tísku, föt og hann sagðist elska 66 norður. Myndsímtal á Regent Street Hann hringir svo í mig í fyrradag og vildi athuga hvort ég væri í London og gæti hitt hann í 66 norður búðinni á Regent Street. Þá var ég staddur hérna heima á Íslandi en sagði honum bara að gera sér ferð í búðina. Hann mætti á svæðið og hringdi í mig á Facetime alveg alsæll á meðan að hann var í búðinni. Hann var að fara yfir línurnar sem við erum með, skoða alls konar föt.“ „Hann átti svo sem eitthvað fyrir af 66 norður fatnaði. Hann tók einhverja jakka, buxur, boli og peysur í þetta skipti.“ Aðbúnaðurinn í verslun 66 norður við Regent Street í London er þannig að hægt er að bjóða þekktari viðskiptavinum, svo sem frægum knattspyrnumönnum, að koma á neðri hæð verslunarinnar í sér verslunarrými. „Þar geta þeir fengið að vera í friði og þar er búið að velja einhverjar sérstakar flíkur á slá til þess að sýna. Margt af þessu voru tískutengdar vörur, sumar hverjar fást bara í verslun okkar í London.“ Thomas Frank, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford í vesti frá 66 NorðurVísir/Getty Og téður Reiss Nelson er langt í frá eini einstaklingurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem hefur leitað í flíkur frá íslenska fataframleiðandanum. Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford hefur sést skarta flík frá 66 norður á hliðarlínunni í ensku úrvalsdeildinni og þá hafa stórstjörnur í deildinni einnig sótt í íslensku hönnunina. „Það hafa fullt af knattspyrnumönnum poppað upp hjá okkur upp á síðkastið. Stór nöfn á borð við Bruno Fernandes og Raphael Varane hjá Manchester United. Svo er Trent Alexander-Arnold mikill aðdáandi 66 norður fatnaðar og dálítið skemmtileg tenging við þetta er að hann spilar jú einmitt í treyju númer 66. Hann á heilu línurnar frá okkur. Hann elskar merkið og finnst þetta mjög skemmtilegt.“ Raphael Varane, miðvörður Manchester United í Tind, úlpu frá 66 Norður Þekkir umhverfi knattspyrnunnar vel Þá hefur Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal og enska landsliðsins sést í vörum frá 66 norður sem og Romeo Beckham, einn af sonum stjörnuparsins David og Victoriu Beckham. En eru það stjörnurnar sem eiga fyrsta skrefið í því að útvega sér flíkur eða eru fulltrúar 66 norður að teygja sig út til þeirra? „Bæði og, heimurinn er lítill og þetta gerist oftast í gegnum persónuleg sambönd. Ég hef ágætis tengingar í fótboltaheiminum þar sem faðir minn var atvinnumaður í Englandi og einnig eftir að ég vann í tískuhúsum í París. Persónuleg sambönd sem maður vinnur síðan úr núna og tengist í gegnum. Þau hafa mikið að segja. Við reynum að hafa fötin okkar rosalega flott, ásamt því að vera að huga að ýmsu tískutengdu líka. En fötin frá 66 norður verða líka að vera praktísk og einn af aðal þáttunum er sá að fötin verða mörg hver að henta íslenskum aðstæðum. Við erum byrjuð svona smátt og smátt að færa okkur meira yfir á tísku hliðina en á sama tíma að halda í útivistarfíkur sem virka við allar aðstæður, að labba upp Esjuna eða vera á tískuvikunni í París. Beckham fjölskyldan hefur í gegnum tíðina talin hafa gott tískuvit. Hér má sjá Romeo Beckham í fatnaði frá 66 Norður Oftar en ekki frekar hallærislegir En hvað finnst Berg sjálfum um klæðaburð knattspyrnumanna á heildina litið? „Það eru nokkrir þarna sem eru frekar nettir. Til að mynda téður Reiss Nelson og svo Hector Bellerin, fyrrverandi leikmaður Arsenal. Gaman að segja frá því að Hector hefur sýnt 66 mikinn áhuga, og á alveg þó nokkrar flíkur frá okkur. „En að eiga nóg af pening þýðir ekki að maður sé með tískuvit. Gott dæmi er Cristiano Ronaldo. Stundum hrúga þessir menn bara nógu mikið af merkjavöru á sig og telja sig þar með vera orðnir kúl. Það er ekki sama sem merki þarna á milli. Það er gaman að fylgjast með klæðaburði knattspyrnustjarnanna. Instagram spilar rosalega stóran þátt í þessu öllu saman. Leikmenn eru þar oft að birta myndir af sér í alls konar flíkum. Bellerin hefur mikinn áhuga á tísku. Hér er hann á tískuvikunni í París árið 2019.Vísir/Getty Svo er miklu meira um það núna að tekið er eftir því hverju menn klæðast þegar að þeir mæta til æfinga og stundum í leiki ef það er ekki einhver skylda að mæta í liðsgalla. Svo veit maður af innbyrðis samkeppni milli leikmanna hjá sumum liðum, hver sé best klæddur. Menn eru að skjóta á hvern annan.“ Enski boltinn England Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Bergur er eins og fyrr segir starfsmaður 66 norður og er búinn að vera það síðastliðin tæp fjögur ár eftir að hann flutti heim með unnustu sinni frá París. „Ég lærði fatahönnun í Listaháskóla Íslands og flutti síðan út til Parísar og fór að vinna fyrir tískuhús þar. Seinna varð unnusta mín ólétt og við tókum þá ákvörðun að flytja aftur heim og lifa fjölskyldulífi hér heima í staðinn fyrir að gera það í hasarnum úti í París. Þá var mér boðið starf hjá 66 norður hér heima og hef verið þar síðan þá.“ Það vakti athygli á dögunum þegar að Reiss Nelson, einn af leikmönnum enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal tók mynd af 66 norður poka og merkti Berg inn á myndina. Bergur er góður vinur íslenska landsliðsmarkvarðarins Rúnars Alex Rúnarssonar, sem var á sínum tíma á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal. Þaðan kemur tengingin við Reiss Nelson, núverandi leikmann félagsins. „Rúnar tengdi okkur saman í fyrra. Reiss er mikill áhugamaður um tísku og að mínu mati einn best klæddi fótboltamaðurinn í dag. Við höfum verið í stöðugum samskiptum í gegnum WhatsApp samskiptaforritið. Að tala um tísku, föt og hann sagðist elska 66 norður. Myndsímtal á Regent Street Hann hringir svo í mig í fyrradag og vildi athuga hvort ég væri í London og gæti hitt hann í 66 norður búðinni á Regent Street. Þá var ég staddur hérna heima á Íslandi en sagði honum bara að gera sér ferð í búðina. Hann mætti á svæðið og hringdi í mig á Facetime alveg alsæll á meðan að hann var í búðinni. Hann var að fara yfir línurnar sem við erum með, skoða alls konar föt.“ „Hann átti svo sem eitthvað fyrir af 66 norður fatnaði. Hann tók einhverja jakka, buxur, boli og peysur í þetta skipti.“ Aðbúnaðurinn í verslun 66 norður við Regent Street í London er þannig að hægt er að bjóða þekktari viðskiptavinum, svo sem frægum knattspyrnumönnum, að koma á neðri hæð verslunarinnar í sér verslunarrými. „Þar geta þeir fengið að vera í friði og þar er búið að velja einhverjar sérstakar flíkur á slá til þess að sýna. Margt af þessu voru tískutengdar vörur, sumar hverjar fást bara í verslun okkar í London.“ Thomas Frank, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford í vesti frá 66 NorðurVísir/Getty Og téður Reiss Nelson er langt í frá eini einstaklingurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem hefur leitað í flíkur frá íslenska fataframleiðandanum. Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford hefur sést skarta flík frá 66 norður á hliðarlínunni í ensku úrvalsdeildinni og þá hafa stórstjörnur í deildinni einnig sótt í íslensku hönnunina. „Það hafa fullt af knattspyrnumönnum poppað upp hjá okkur upp á síðkastið. Stór nöfn á borð við Bruno Fernandes og Raphael Varane hjá Manchester United. Svo er Trent Alexander-Arnold mikill aðdáandi 66 norður fatnaðar og dálítið skemmtileg tenging við þetta er að hann spilar jú einmitt í treyju númer 66. Hann á heilu línurnar frá okkur. Hann elskar merkið og finnst þetta mjög skemmtilegt.“ Raphael Varane, miðvörður Manchester United í Tind, úlpu frá 66 Norður Þekkir umhverfi knattspyrnunnar vel Þá hefur Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal og enska landsliðsins sést í vörum frá 66 norður sem og Romeo Beckham, einn af sonum stjörnuparsins David og Victoriu Beckham. En eru það stjörnurnar sem eiga fyrsta skrefið í því að útvega sér flíkur eða eru fulltrúar 66 norður að teygja sig út til þeirra? „Bæði og, heimurinn er lítill og þetta gerist oftast í gegnum persónuleg sambönd. Ég hef ágætis tengingar í fótboltaheiminum þar sem faðir minn var atvinnumaður í Englandi og einnig eftir að ég vann í tískuhúsum í París. Persónuleg sambönd sem maður vinnur síðan úr núna og tengist í gegnum. Þau hafa mikið að segja. Við reynum að hafa fötin okkar rosalega flott, ásamt því að vera að huga að ýmsu tískutengdu líka. En fötin frá 66 norður verða líka að vera praktísk og einn af aðal þáttunum er sá að fötin verða mörg hver að henta íslenskum aðstæðum. Við erum byrjuð svona smátt og smátt að færa okkur meira yfir á tísku hliðina en á sama tíma að halda í útivistarfíkur sem virka við allar aðstæður, að labba upp Esjuna eða vera á tískuvikunni í París. Beckham fjölskyldan hefur í gegnum tíðina talin hafa gott tískuvit. Hér má sjá Romeo Beckham í fatnaði frá 66 Norður Oftar en ekki frekar hallærislegir En hvað finnst Berg sjálfum um klæðaburð knattspyrnumanna á heildina litið? „Það eru nokkrir þarna sem eru frekar nettir. Til að mynda téður Reiss Nelson og svo Hector Bellerin, fyrrverandi leikmaður Arsenal. Gaman að segja frá því að Hector hefur sýnt 66 mikinn áhuga, og á alveg þó nokkrar flíkur frá okkur. „En að eiga nóg af pening þýðir ekki að maður sé með tískuvit. Gott dæmi er Cristiano Ronaldo. Stundum hrúga þessir menn bara nógu mikið af merkjavöru á sig og telja sig þar með vera orðnir kúl. Það er ekki sama sem merki þarna á milli. Það er gaman að fylgjast með klæðaburði knattspyrnustjarnanna. Instagram spilar rosalega stóran þátt í þessu öllu saman. Leikmenn eru þar oft að birta myndir af sér í alls konar flíkum. Bellerin hefur mikinn áhuga á tísku. Hér er hann á tískuvikunni í París árið 2019.Vísir/Getty Svo er miklu meira um það núna að tekið er eftir því hverju menn klæðast þegar að þeir mæta til æfinga og stundum í leiki ef það er ekki einhver skylda að mæta í liðsgalla. Svo veit maður af innbyrðis samkeppni milli leikmanna hjá sumum liðum, hver sé best klæddur. Menn eru að skjóta á hvern annan.“
Enski boltinn England Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira