„Þetta var ruglaður fótboltaleikur“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2024 23:34 Gregg Ryder fer yfir málin. Vísir/Anton Brink Gregg Ryder, þjálfari KR, var kampakátur í leikslok eftir 3-4 sigur KR gegn Fylki í Árbænum nú í kvöld. „Þetta var ruglaður fótboltaleikur. Ég er viss um að þetta hafi verið mikil skemmtun fyrir hinn hlutlausa aðdáanda en auðvitað erum við ánægðir með sigurinn í dag. Þetta er erfiður útivöllur og sérstaklega í fyrsta leik á tímabilinu. Það er mjög erfitt að ná í sigra í þessari deild og þá sérstaklega á útivelli. Við fengum þrjú stig í dag og þurfum að taka það jákvæða úr þessum leik.“ KR byrjaði leikinn betur í dag en Fylkir sótti þó í sig veðrið og tókst að jafna leikinn rétt fyrir hálfleik. Gregg segist vera ánægður hvað þetta bakslag hafi haft lítil áhrif á liðið sem byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og kom sér í góða stöðu þegar lítið var eftir af leiknum. „Auðvitað er maður alltaf hræddur að svona mark fari illa í liðið og vel í andstæðingana. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þurfum bara að halda áfram að spila eins og við vorum að spila hvort sem staðan væri 1-0 eða 1-1. Mér fannst við vera frábærir fyrsta hálftímann í seinni hálfleiknum þar sem við komumst í 4-1.“ Spurður út í mörk KR segist Gregg vera ánægðastur með hvað liðinu tókst að skapa sér mörg færi. „Það voru nokkur frábær mörk hér í dag. Það jákvæðasta sem ég tek úr þessu eru auðvitað hvað við sköpuðum okkur mikið. Okkur tókst að skora úr erfiðu færunum okkur en á sama tíma fórum við illa með nokkur dauðafæri en auðvitað er ég sáttur með fjögur mörk hér í dag.“ Aron Sigurðarson fór meiddur af velli eftir aðeins 26. mínútur í dag. Hrafn Tómasson sem kom inn á fyrir hann þurfti sömuleiðis að fara út af í upphafi seinni hálfleiks. Veistu hver staðan er á þeim? „Við tökum Aron aðallega út af bara til að fyrirbyggja frekari meiðsli. Hann fann eitthvað til í upphituninni. Ég vona að meiðsli Hrafns séu ekki alvarleg, hann hefur verið frábær fyrir okkur á undirbúningstímabilinu. Hann er mikilvægur fyrir liðið og við vonum það besta en getum ekki alveg sagt hversu alvarlegt þetta er núna.“ En hversu gott er þá að vera með einn Atla Sigurjónsson á bekknum þegar svona gerist? „Hann er auðvitað ótrúlegur leikmaður í hæsta gæðaflokki. Hann á eftir að spila risastórt hlutverk fyrir okkur á þessu tímabili. Við þurfum að sjá til þess að hann sé 100 prósent klár því hann er það ekki eins og staðan er núna en getur samt gert hluti eins og hann sýndi í dag.“ Besta deild karla KR Fylkir Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
„Þetta var ruglaður fótboltaleikur. Ég er viss um að þetta hafi verið mikil skemmtun fyrir hinn hlutlausa aðdáanda en auðvitað erum við ánægðir með sigurinn í dag. Þetta er erfiður útivöllur og sérstaklega í fyrsta leik á tímabilinu. Það er mjög erfitt að ná í sigra í þessari deild og þá sérstaklega á útivelli. Við fengum þrjú stig í dag og þurfum að taka það jákvæða úr þessum leik.“ KR byrjaði leikinn betur í dag en Fylkir sótti þó í sig veðrið og tókst að jafna leikinn rétt fyrir hálfleik. Gregg segist vera ánægður hvað þetta bakslag hafi haft lítil áhrif á liðið sem byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og kom sér í góða stöðu þegar lítið var eftir af leiknum. „Auðvitað er maður alltaf hræddur að svona mark fari illa í liðið og vel í andstæðingana. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þurfum bara að halda áfram að spila eins og við vorum að spila hvort sem staðan væri 1-0 eða 1-1. Mér fannst við vera frábærir fyrsta hálftímann í seinni hálfleiknum þar sem við komumst í 4-1.“ Spurður út í mörk KR segist Gregg vera ánægðastur með hvað liðinu tókst að skapa sér mörg færi. „Það voru nokkur frábær mörk hér í dag. Það jákvæðasta sem ég tek úr þessu eru auðvitað hvað við sköpuðum okkur mikið. Okkur tókst að skora úr erfiðu færunum okkur en á sama tíma fórum við illa með nokkur dauðafæri en auðvitað er ég sáttur með fjögur mörk hér í dag.“ Aron Sigurðarson fór meiddur af velli eftir aðeins 26. mínútur í dag. Hrafn Tómasson sem kom inn á fyrir hann þurfti sömuleiðis að fara út af í upphafi seinni hálfleiks. Veistu hver staðan er á þeim? „Við tökum Aron aðallega út af bara til að fyrirbyggja frekari meiðsli. Hann fann eitthvað til í upphituninni. Ég vona að meiðsli Hrafns séu ekki alvarleg, hann hefur verið frábær fyrir okkur á undirbúningstímabilinu. Hann er mikilvægur fyrir liðið og við vonum það besta en getum ekki alveg sagt hversu alvarlegt þetta er núna.“ En hversu gott er þá að vera með einn Atla Sigurjónsson á bekknum þegar svona gerist? „Hann er auðvitað ótrúlegur leikmaður í hæsta gæðaflokki. Hann á eftir að spila risastórt hlutverk fyrir okkur á þessu tímabili. Við þurfum að sjá til þess að hann sé 100 prósent klár því hann er það ekki eins og staðan er núna en getur samt gert hluti eins og hann sýndi í dag.“
Besta deild karla KR Fylkir Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira