Kirkjan - þægilegt pláss? Toshiki Toma skrifar 8. apríl 2024 10:01 Biskupskjör er að nálgast. Bráðum fær þjóðkirkjan nýjan biskup. Ég sé stuðningsgreinar fyrir ákveðna frambjóðendur á hverjum degi og hlusta einnig á umræðu um biskupskjörið bæði meðal vígðra og leikmanna í kringum mig. Í þessum aðstæðum langar mig að benda á atriði sem ég tel mikilvægt að hafa í huga þegar við hugsum um kirkjuna almennt og ekki síst þegar kjörmenn í biskupskjöri nýta rétt sinn. Það sem mig langar að benda á er það að kirkjan er ekki þægilegt pláss þar sem maður tilheyrir sjálfur og nýtur stundar og samveru aðeins. Jú, auðvitað ég vona kirkjan sé þægilegur staður, þar sem okkur finnst vel tekið á móti okkur og við náum friði í anda. En málið snýst um svo miklu meira en það. Kirkjan getur nefnilega falið í sér hluti sem okkur finnst óþægilegir eða jafnvel pirrandi. Hvers vegna er það? Af því að það sýnir okkur að kirkjan er ekki bara klúbbur fyrir fólk sem er alveg eins, heldur er opin fyrir fólk sem er enn utan kirkjunnar og ókunnugt okkur. Hvað er það sem Jesús kennir okkur í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann? Hann kennir okkur að við skulum fara til þeirra sem eru ókunnug okkur í lífserfiðleikum og að verða náungi hans. Þessa kenningu Jesú á kirkjan ávallt að birta í lífi sínu og starfi. Ég viðurkenni að þessi kenningu Jesú er alls ekki auðvelt að framkvæma. Við finnum til ákveðinna óþæginda, því þolinmæði og þreyta fylgja aðstoð við ókunnuga. Það er miklu léttara og skemmtilegara að loka hurð kirkjunnar og vera þar aðeins með vinum og vinkonum. Í söfnuði sem ég þjóna, er margt flóttafólk. Það sem er alltaf að gerast, er að á meðan einhver manneskja fær leyfi til dvalar á Íslandi, fær önnur synjun samtímis og er vísað úr landi. Samhygð við hina synjaðu ýtir gleðinni yfir þeim sem fá leyfi burt inni mér í slíku tilfelli. Í hreinskilni hugsaði ég nokkrum sinnum: ,,Það væri meira skemmtilegara ef hér er aðeins fólk sem hefði leyfi til að vera hér...." En þá væri þessi söfnuður ekki lengur kirkja, heldur vinaklúbbur. Til að vera kirkja, þarf söfnuðurinn okkar að vera opinn fyrir fólk í erfiðleikum og fyrir nýkomið ókunnugt, jafnt sem fyrir fólk sem getur notið lífs síns án áhyggju. Hið sama má segja t.d um fólk með líkamlega fötlun, fólk í fátækt eða LBGTQ fólk. Það gæti verið margt fólk þarna úti. Við þurfum að gæta þess hvort dyr kirkjunnar séu opnar. Kirkjan er ekki aðeins þægilegt pláss. Í henni eru ekki aðeins vinir og vinkonur, heldur einnig fólk sem hefur margt við að glíma í lífi sínu. Kirkjan verður að innihalda ákveðinn „óþægilegan hluta“ í sér af því að dyr hennar eru opnar fyrir ókunnuga. Þetta atriði verður mikilvægt fyrir framtíð þjóðkirkjunnar næstu áratugi. Af því að þetta varðar einmitt hvernig fólk utan kirkjunnar okkar lítur á hana. Vill fólk koma til kirkjunnar eða snúa baki við henni og ganga burtu? Ég óska þess að kirkjufólk hugsi þetta atriði vel og sérstaklega að þau sem mega kjósa nýjan biskup njóti sinn rétt með rétta ákvörðun. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Biskupskjör 2024 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Biskupskjör er að nálgast. Bráðum fær þjóðkirkjan nýjan biskup. Ég sé stuðningsgreinar fyrir ákveðna frambjóðendur á hverjum degi og hlusta einnig á umræðu um biskupskjörið bæði meðal vígðra og leikmanna í kringum mig. Í þessum aðstæðum langar mig að benda á atriði sem ég tel mikilvægt að hafa í huga þegar við hugsum um kirkjuna almennt og ekki síst þegar kjörmenn í biskupskjöri nýta rétt sinn. Það sem mig langar að benda á er það að kirkjan er ekki þægilegt pláss þar sem maður tilheyrir sjálfur og nýtur stundar og samveru aðeins. Jú, auðvitað ég vona kirkjan sé þægilegur staður, þar sem okkur finnst vel tekið á móti okkur og við náum friði í anda. En málið snýst um svo miklu meira en það. Kirkjan getur nefnilega falið í sér hluti sem okkur finnst óþægilegir eða jafnvel pirrandi. Hvers vegna er það? Af því að það sýnir okkur að kirkjan er ekki bara klúbbur fyrir fólk sem er alveg eins, heldur er opin fyrir fólk sem er enn utan kirkjunnar og ókunnugt okkur. Hvað er það sem Jesús kennir okkur í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann? Hann kennir okkur að við skulum fara til þeirra sem eru ókunnug okkur í lífserfiðleikum og að verða náungi hans. Þessa kenningu Jesú á kirkjan ávallt að birta í lífi sínu og starfi. Ég viðurkenni að þessi kenningu Jesú er alls ekki auðvelt að framkvæma. Við finnum til ákveðinna óþæginda, því þolinmæði og þreyta fylgja aðstoð við ókunnuga. Það er miklu léttara og skemmtilegara að loka hurð kirkjunnar og vera þar aðeins með vinum og vinkonum. Í söfnuði sem ég þjóna, er margt flóttafólk. Það sem er alltaf að gerast, er að á meðan einhver manneskja fær leyfi til dvalar á Íslandi, fær önnur synjun samtímis og er vísað úr landi. Samhygð við hina synjaðu ýtir gleðinni yfir þeim sem fá leyfi burt inni mér í slíku tilfelli. Í hreinskilni hugsaði ég nokkrum sinnum: ,,Það væri meira skemmtilegara ef hér er aðeins fólk sem hefði leyfi til að vera hér...." En þá væri þessi söfnuður ekki lengur kirkja, heldur vinaklúbbur. Til að vera kirkja, þarf söfnuðurinn okkar að vera opinn fyrir fólk í erfiðleikum og fyrir nýkomið ókunnugt, jafnt sem fyrir fólk sem getur notið lífs síns án áhyggju. Hið sama má segja t.d um fólk með líkamlega fötlun, fólk í fátækt eða LBGTQ fólk. Það gæti verið margt fólk þarna úti. Við þurfum að gæta þess hvort dyr kirkjunnar séu opnar. Kirkjan er ekki aðeins þægilegt pláss. Í henni eru ekki aðeins vinir og vinkonur, heldur einnig fólk sem hefur margt við að glíma í lífi sínu. Kirkjan verður að innihalda ákveðinn „óþægilegan hluta“ í sér af því að dyr hennar eru opnar fyrir ókunnuga. Þetta atriði verður mikilvægt fyrir framtíð þjóðkirkjunnar næstu áratugi. Af því að þetta varðar einmitt hvernig fólk utan kirkjunnar okkar lítur á hana. Vill fólk koma til kirkjunnar eða snúa baki við henni og ganga burtu? Ég óska þess að kirkjufólk hugsi þetta atriði vel og sérstaklega að þau sem mega kjósa nýjan biskup njóti sinn rétt með rétta ákvörðun. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar