„Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2024 13:47 Gylfi Þór Þorsteinsson verður ekki næsti forseti lýðveldisins. Vísir/Einar Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Þetta staðfestir Gylfi Þór í samtali við fréttastofu. „Það er búið að þrýsta mikið á mig víða að. Um tvö hundruð manns. Bæði fólk sem ég þekki en aðallega fólk sem ég þekki alls ekki. Það er hins vegar þannig að starf forseta er „full tæm“ starf. Maður hættir ekkert að vera forseti á kvöldi og um helgar. Málið er ég hef svo svakalega gaman af neyðarvörnum þegar slíkt kemur upp og ég held að kröftum mínum sé betur varið þar, að minnsta kosti að sinni,“ segir Gylfi Þór. Gylfi Þór er landsmönnum vel kunnur eftir að hafa séð um rekstur sóttvarnarhúsa Rauða krossins í kórónuveirufaraldrinum og aðgerðarstjóri félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Gylfi hefur auk þess sinnt sjálfboðastörfum í neyðarvörnum fyrir Rauða krossinn um margra ára skeið. Fór undir feldinn Gylfi Þór sagði í samtali við Heimildina á öðrum degi ársins að hann væri líklegast kominn undir feldinn fræga eftir að hafa fengið áskoranir frá fólki um að bjóða sig fram til forseta. Hann hafði þá daginn áður tekið við fálkaorðu úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta fyrir störf í þágu samfélags og mannúðar. Gylfi Þór sagði í viðtalinu 2. janúar að ef þessar beiðnir myndi halda áfram að koma til hans á næstu dögum þá væri það greinilega eitthvað sem hann þyrfti að taka með sér undir feldinn fræga og hugsa málin. „En mér finnst líklegt að þetta sé til komið því ég var að fá fálkaorðuna. Síðan kemur fram einhver sterkur kandídat og þá er mitt korter bara liðið,“ sagði Gylfi Þór. Forsetakosningar 2024 Félagasamtök Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Þetta staðfestir Gylfi Þór í samtali við fréttastofu. „Það er búið að þrýsta mikið á mig víða að. Um tvö hundruð manns. Bæði fólk sem ég þekki en aðallega fólk sem ég þekki alls ekki. Það er hins vegar þannig að starf forseta er „full tæm“ starf. Maður hættir ekkert að vera forseti á kvöldi og um helgar. Málið er ég hef svo svakalega gaman af neyðarvörnum þegar slíkt kemur upp og ég held að kröftum mínum sé betur varið þar, að minnsta kosti að sinni,“ segir Gylfi Þór. Gylfi Þór er landsmönnum vel kunnur eftir að hafa séð um rekstur sóttvarnarhúsa Rauða krossins í kórónuveirufaraldrinum og aðgerðarstjóri félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Gylfi hefur auk þess sinnt sjálfboðastörfum í neyðarvörnum fyrir Rauða krossinn um margra ára skeið. Fór undir feldinn Gylfi Þór sagði í samtali við Heimildina á öðrum degi ársins að hann væri líklegast kominn undir feldinn fræga eftir að hafa fengið áskoranir frá fólki um að bjóða sig fram til forseta. Hann hafði þá daginn áður tekið við fálkaorðu úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta fyrir störf í þágu samfélags og mannúðar. Gylfi Þór sagði í viðtalinu 2. janúar að ef þessar beiðnir myndi halda áfram að koma til hans á næstu dögum þá væri það greinilega eitthvað sem hann þyrfti að taka með sér undir feldinn fræga og hugsa málin. „En mér finnst líklegt að þetta sé til komið því ég var að fá fálkaorðuna. Síðan kemur fram einhver sterkur kandídat og þá er mitt korter bara liðið,“ sagði Gylfi Þór.
Forsetakosningar 2024 Félagasamtök Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29
Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00