Inga Sæland með sumarsmell í vasanum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. apríl 2024 16:17 Inga tók tóndæmi fyrir viðstadda en hyggst bíða með að opinbera lagið fyrir alþjóð. Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins hyggst brátt gefa út lag. Hún segir um sumarslagara verði að ræða en heldur spilunum að öðru leyti þétt að sér. Inga hvíslaði því að Heimi Má Péturssyni fréttamanni Stöðvar 2 í þinghúsinu í dag að í bígerð væri stórsmellur fyrir sumarið. Heimir var þar staddur til að spyrja Ingu út í vantrauststillögu hennar á hendur Svandísar Svavarsdóttur. Inga er söngkona mikil og sló meðal annars í gegn á Fiskidaginn á Dalvík í sumar. Inga sagði fyrst að um grín hafi verið að ræða en viðurkenndi svo fyrir Heimi að hún væri með demóið í vasanum. Þetta væri nú allt saman satt og rétt. „Og ég hugsa það að ef ég hefði geymt það fram á næsta vor þá hefði ég sennilega bara smellt mér í Eurovision,“ segir Inga hlæjandi og bætir því við að hún sé að grínast. Er þetta hressilegt lag og eftir hvern er það? „Það er bara frábært. Það er eftir Birgi Jóhann Birgisson og það er bara algjör sumarsmellur. Sólarsumarsmellur.“ Eigum við að taka dæmi? „Nei ertu alveg að sleppa þér? Ég má ekki kjafta frá maður, það getur einhver stolið demóinu. Nei djók,“ segir Inga enn hlæjandi við sinn mann Heimi Má. Tónlist Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Inga hvíslaði því að Heimi Má Péturssyni fréttamanni Stöðvar 2 í þinghúsinu í dag að í bígerð væri stórsmellur fyrir sumarið. Heimir var þar staddur til að spyrja Ingu út í vantrauststillögu hennar á hendur Svandísar Svavarsdóttur. Inga er söngkona mikil og sló meðal annars í gegn á Fiskidaginn á Dalvík í sumar. Inga sagði fyrst að um grín hafi verið að ræða en viðurkenndi svo fyrir Heimi að hún væri með demóið í vasanum. Þetta væri nú allt saman satt og rétt. „Og ég hugsa það að ef ég hefði geymt það fram á næsta vor þá hefði ég sennilega bara smellt mér í Eurovision,“ segir Inga hlæjandi og bætir því við að hún sé að grínast. Er þetta hressilegt lag og eftir hvern er það? „Það er bara frábært. Það er eftir Birgi Jóhann Birgisson og það er bara algjör sumarsmellur. Sólarsumarsmellur.“ Eigum við að taka dæmi? „Nei ertu alveg að sleppa þér? Ég má ekki kjafta frá maður, það getur einhver stolið demóinu. Nei djók,“ segir Inga enn hlæjandi við sinn mann Heimi Má.
Tónlist Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira