„Verður erfitt sumar fyrir Böðvar vin minn“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. apríl 2024 22:45 Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, var ekki sáttur með Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiksins, Vísir/Anton Brink Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, var svekktur eftir 2-0 tap gegn Breiðabliki í 1. umferð Bestu deildarinnar. „Þeir voru betri í fyrri hálfleik og voru að spila boltanum á milli sín en fengu ekki mörg færi. Mér fannst við skapa nokkrar góðar stöður á vellinum. Við settum pressu á þá í seinni hálfleik en náðum ekki að reka endahnútinn á það,“ sagði Björn Daníel Sverrisson í samtali við Vísi eftir leik. Björn Daníel var ekki sáttur með að FH hafi ekki fengið vítaspyrnu þegar Damir Muminovic tók Sigurð Bjart Hallsson niður í teignum. „Að mínu mati var tekið víti af okkur. Við vorum einu marki undir á þeim tíma og það hefði breytt leiknum mikið. Ég veit ekki hvernig hann sá þetta ekki þar sem hann var fimm metra frá þessu en svona er þetta.“ „Ég er búinn að horfa á þetta atvik inn í klefa og mér finnst þetta hundrað prósent víti. Þetta gerist hratt og vonandi lifa menn og læra af þessu.“ Mikil umræða hefur skapast um breyttar áherslur dómara þar sem gulum spjöldum hefur fjölgað töluvert. Björn hafði þá sérstaklega miklar áhyggjur af Böðvari Böðvarssyni. „Það er erfitt fyrir marga að halda aftur af sér þegar þeir eru ósáttir með eitthvað. Þetta verður erfitt sumar fyrir Böðvar vin minn ef að hann fær alltaf gult spjald þegar hann er ósáttur út í dómarann. Þá held ég að hann verði í banni í fleiri leikjum heldur en hann spilar.“ „Það eru alltaf nýjar áherslur og menn verða að læra að fylgja þeim. Það er stutt þangað til að ég hætti og þetta verður orðið allt of flókið þegar að ég hætti,“ sagði Björn Daníel Sverrisson að lokum. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
„Þeir voru betri í fyrri hálfleik og voru að spila boltanum á milli sín en fengu ekki mörg færi. Mér fannst við skapa nokkrar góðar stöður á vellinum. Við settum pressu á þá í seinni hálfleik en náðum ekki að reka endahnútinn á það,“ sagði Björn Daníel Sverrisson í samtali við Vísi eftir leik. Björn Daníel var ekki sáttur með að FH hafi ekki fengið vítaspyrnu þegar Damir Muminovic tók Sigurð Bjart Hallsson niður í teignum. „Að mínu mati var tekið víti af okkur. Við vorum einu marki undir á þeim tíma og það hefði breytt leiknum mikið. Ég veit ekki hvernig hann sá þetta ekki þar sem hann var fimm metra frá þessu en svona er þetta.“ „Ég er búinn að horfa á þetta atvik inn í klefa og mér finnst þetta hundrað prósent víti. Þetta gerist hratt og vonandi lifa menn og læra af þessu.“ Mikil umræða hefur skapast um breyttar áherslur dómara þar sem gulum spjöldum hefur fjölgað töluvert. Björn hafði þá sérstaklega miklar áhyggjur af Böðvari Böðvarssyni. „Það er erfitt fyrir marga að halda aftur af sér þegar þeir eru ósáttir með eitthvað. Þetta verður erfitt sumar fyrir Böðvar vin minn ef að hann fær alltaf gult spjald þegar hann er ósáttur út í dómarann. Þá held ég að hann verði í banni í fleiri leikjum heldur en hann spilar.“ „Það eru alltaf nýjar áherslur og menn verða að læra að fylgja þeim. Það er stutt þangað til að ég hætti og þetta verður orðið allt of flókið þegar að ég hætti,“ sagði Björn Daníel Sverrisson að lokum.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira