Fótbolti

„Held ég muni aldrei gleyma þessum leik“

Aron Guðmundsson skrifar
Glódís Perla í leik með Íslandi
Glódís Perla í leik með Íslandi Vísir/Getty

Einn leikur gegn Þýska­landi, frá árinu 2017, lifir fersku minni í huga ís­lenska lands­liðs­fyrir­liðans í fót­bolta Gló­dísi Perlu Viggós­dóttur. Sögu­legur leikur í stóra sam­henginu.

Í kvöld mun ís­lenska lands­liðið í fót­bolta reyna sækja úr­slit á úti­velli gegn sterku liði Þýska­lands. Liðin mætast á Tivoli leik­vanginum í Aachen í undan­keppni EM kvenna 2025. 

Liðin eru bæði ó­sigruð í riðla­keppninni eftir sigur í fyrsta leik en ljóst er að við ramman reip verður að draga í kvöld.

Þýska­land með eitt af betri liðum Evrópu og þá er árangur Ís­lands í leikjum gegn Þýska­landi í sögu­legu sam­hengi ekki upp á marga fiska.

Aron Guð­munds­son skrifar frá Aachen.

Ef vef­síða KSÍ er skoðuð er fljótt hægt að sjá að inn­byrðis viður­eignir Ís­lands og Þýska­lands í kvenna­boltanum eru á­tján talsins. Marka­talan í þeim leikjum er 66-6 Þýska­landi í vil og sigur­leikur Ís­lands að­eins einn af þessu á­tján.

Sá leikur fór fram á BRITA-leik­vanginum í Þýska­landi þann 20.októ­ber 2017 í undan­keppni fyrir HM 2019. Lið Ís­lands var þá þjálfað af Frey Alexanders­syni og eru að­eins þrír af þá­verandi leik­mönnum liðsins í nú­verandi lands­liðs­hópi.

Ein þeirra er lands­liðs­fyrir­liðinn Gló­dís Perla Viggós­dóttir sem mun leiða lið Ís­lands inn á völlinn á Tivoli leik­vanginum í kvöld þegar að Ís­land og Þýska­land mætast í ní­tjánda sinn.

Klippa: Leikur sem Glódís mun aldrei gleyma

„Ég held að ég muni aldrei gleyma þessum leik,“ segir Gló­dís í sam­tali við Vísi að­spurð hvort hún muni eftir um­ræddum leik árið 2017 gegn Þýska­landi. 

„Þetta var ó­trú­lega góður dagur. Við mættum í þann leik gríðar­lega vel undir­búnar, með hrika­lega gott leik­plan. Kannski ekki það sem búist er við af þjóðinni í dag. Það er mikið talað um að við eigum að spila flottan fót­bolta, vera mikið með boltann og allt það.

„Við vinnum þennan um­rædda leik á því að pakka í vörn. Eyða tuttugu mínútum í löng inn­köst og beita skyndi­sóknum. Það eru ýmsar leiðir til þess að nálgast leiki. Þennan leik nálguðumst við á gríðar­lega góðan hátt og náðum að sigra. 

Við nýttum færin okkar ó­trú­lega vel og það er held ég það sem var lykillinn að þessum sigri. Við þurfum að gera það sama núna á móti Þjóð­verjum ef við ætlum okkur að vinna þennan leik.“

Liðið þarf að vera til­búið til þess að þjást til þess að ná í góð úr­slit?

„Já. Þessi leikur mun krefjast mikillar vinnu. Mér fannst við sína það í fyrsta leik á móti Pól­verjunum að við erum klárar í það. Það verður alveg jafn mikil­vægt núna á móti Þjóð­verjunum, ef ekki mikil­vægara, að vinna ein­vígin inn á vellinum. Vinna fyrir hvor aðra. Því við viljum búa til yfir­tölu í varnar­leiknum líka.“

Leikur Ís­lands og Þýska­lands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni texta­lýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk við­brögð frá lands­liðs­þjálfaranum sem og leik­mönnum Ís­lands fljót­lega að leik loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×