„Við teljum að sameinað félag muni skapa ný tækifæri og opna nýja markaði fyrir þessar frábæru vörur. Við erum stöðugt að auka vöruframboð og þjónustu við viðskiptavini okkar og eru kaupin liður í því,“ segir Stefán S. Guðjónsson, eigandi og framkvæmdastjóri Lindsay í tilkynningu.
Þar kemur einnig fram að Kryddhúsið verð sameinað matvælaframleiðandanum Agnari Ludvigssyni ehf., sem er dótturfélag Lindsay, og framleiðir Royal lyftiduft, Royal búðinga og Bezt á kryddin.
Arta lögmenn sáu um ráðgjöf við kaupin og KPMG annaðist áreiðanleikakönnun fyrir hönd Lindsay.

„Við göngum á vit nýrra ævintýra eftir lærdómsrík ár í Kryddhúsinu. Eftir stendur frábært vörumerki sem á eftir að dafna enn frekar hjá nýjum rekstraraðilum enda einvala starfslið í hverri stöðu þar. Það verður gaman að fylgjast með á hliðarlínunni í framtíðinni,“ segja Ólöf og Omry í tilkynningu um kaupin.