FKA Suðurnes (Félag kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum) og WIRE (konur í orkugeiranum í Kanada) kynna stoltar sameiginlegt málþing um mikilvægi kvenna í orkumálum. Málþingið verður haldin í Bergi, Hljómahöll og einnig á Zoom þann 9. apríl frá 14-16.
Fyrirlesarar skiptast í tvennt þar sem fjórar konur frá Kanada verða með erindi og fjórar konur frá Íslandi.
Dagskráin verður eftirfarandi:
Kynnir – Guðný Birna Guðmundsdóttir, varaformaður FKA Suðurnes, stjórnarformaður HS Veitna og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Kynning frá FKA – Grace Achieng, stjórnarkona FKA og framkvæmdastjóri Gracelandic.
Kynning frá Wire – Maja Falvo, verkefnastjóri hjá WIRE International og markaðsstjóri hjá Competent Boards.
Sendiherra Kanada á Íslandi – Jeannette Menzies ávarpar viðburðinn.