„Það mikilvægasta er að vera trúr sjálfum sér“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. apríl 2024 11:31 Helena Hafþórsdóttir O'Connor er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Fegurðardrottningin Helena Hafþórsdóttir O’Connor er mikil áhugakona um tísku og nýtur þess í botn að klæða sig upp. Hún sækir tískuinnblásturinn meðal annars til mömmu sinnar og ömmu. Helena er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Helena er hrifin af stílhreinum flíkum með smá glamúr ívafi. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst skemmtilegast við tísku hvað hún býður upp á mikinn fjölbreytileika, og hvað hver og ein manneskja getur tjáð sig með sínum persónulega stíl og klætt sig í því sem viðkomandi líður best í. Þó að þér finnist einhver litur eða flík ekki fara þér gæti það verið fullkomið á öðrum! Helena hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar. Hún er almennt fyrir stílhreinar flíkur en hefur gaman að glamúrnum og hefur fengið að klæðast ýmsum skemmtilegum kjólum. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég fékk vintage bleika Balenciaga tösku í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum og hún hefur verið í algjöru uppáhaldi síðan. Ég klæðist mikið svörtum eða hlutlausum flíkum og finnst því svo æðislegt að geta bætt inn smá lit með sætri statement tösku og hver elskar ekki bleikan? Helena á stórborgarstrolli með bleiku Balenciaga töskuna. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer talsverður tími í að ákveða föt hjá mér. Ég dýrkaði myndina Clueless og forritið sem Cher notaði til að ákveða fötin sín þegar ég var yngri. Ég fann síðan fyrir nokkrum árum forritið Capsule - Wardrobe sem leyfir manni að setja inn allar flíkurnar sínar og ákveða þannig fötin sem maður vill klæðast. Það hjálpar mér talsvert á daginn að hafa „fataskápinn“ í einu litlu forriti og uppáhalds outfittin á sama stað. Það flýtir verulega fyrir að fá hugmyndir með því að rúlla í gegnum það. Að auki elska ég að setja saman fötin mín þar og prófa að máta nýja hluti saman. Helena er mikið fyrir svartar eða hlutlausar flíkur og poppar upp á það til dæmis með litríkum klúti. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Almennt minimalískur, stílhreinn og afslappaður en stundum finnst mér samt mjög gaman að vera prinsessa í glimmer og glamúr. Það fer aðallega eftir hvernig skapi ég er í þegar ég vel fötin mín. Mér líður samt alltaf lang best í hlutlausum litum og kjólum hvort sem það er þægilegur einfaldur peysukjóll eða síðkjóll. Helenu líður best í hlutlausum litum. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já að sjálfsögðu hefur stíllinn minn þróast í gegnum tíðina, enda er svo margt sem hefur áhrif á persónulegan stíl hvers og eins. Ég hef prófað mig áfram í gegnum marga stíla og tímabil. Það sem hefur breyst mest samt er líklegast það að áður fyrr hélt ég alltaf að það væri svo mikilvægt að passa inn og vera eins og aðrir, draga ekki of mikla athygli að sér. Ég keypti jafnvel flíkur sem mér fannst flottar en þorði svo varla að klæðast þeim. Ég hef samt alltaf verið ákveðin með það hverju ég klæðist, alveg frá barnæsku. Með árunum hef ég samt áttað mig betur á því að það skiptir engu máli hvernig aðrir klæða sig og það mikilvægasta er að vera trúr sjálfum sér! Það var þá sem ég fór að klæðast meira fötum sem voru ég. Helena segir mikilvægast að vera trú sjálfri sér í fatavali. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég elska að klæða mig upp fínt og hugsa reglulega um tilvitnunina frá Audrey Hepburn: „Life is a party, dress like it“. Mér líður alltaf vel ef ég er sátt með outfittið mitt. Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblástur frá mörgum stöðum. Hvort sem það er samfélagsmiðlum, sérstaklega pinterest, fólk sem ég sé úti á götu, hugmyndir úr tímaritum eða jafnvel frá rauða dreglinum. Einnig verð ég að játa að ég dragi smá innblástur frá mömmu og ömmu. View this post on Instagram A post shared by Helena Hafþórsdóttir O'Connor (@helenaoc) Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Eins og ég nefndi áðan er tíska svo fjölbreytileg og smekkur eða skoðanir varðandi hvað tíska er getur verið mjög mismunandi. Ég trúi því lítið á að það séu einhver boð eða bönn þegar kemur að klæðaburði. Ef þér líður vel í fötunum kýldu á það! Helena er hrifin af pallíettum. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eftirminnanlegasta flíkin sem ég hef klæðst er líklegast síðkjóllinn minn sem ég notaði í Ungfrú Ísland. Það fór mikil vinna og tími í að finna rétta kjólinn, eitthvað sem ég væri pottþétt á og myndi líða vel í, en ég endaði síðan á að kaupa kjól og steina hann allan upp með mömmu minni. Ég dýrka að steina flíkur þegar mér finnst vanta aðeins meiri glamúr og gera flíkina á sama tíma persónulegri. Ungfrú Ísland kjóllinn sem Helena steinaði ásamt móður sinni. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Að eiga vandaðar og góðar grunnflíkur, ég er hrifnust af því að kaupa góðar flíkur sem endast. Svo er alltaf hægt að stílisera upp outfit með fallegum hælum, skarti og tösku. Það má svo ekki gleyma því að stundum er gaman að koma hlutum áfram til annarra í gegnum hringrásarhagkerfið, sérstaklega þegar ég þarf nauðsynlega að rýma til í fataskápnum. Hér má fylgjast með Helenu á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Sjálfstraustið er besti fylgihluturinn“ Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali. 6. apríl 2024 11:31 „Martröð“ að spila í of síðu goth pilsi Tónlistarkonan Tatjana Dís, meðlimur hljómsveitarinnar ex.girls, hefur gaman að hverfulleika tískunnar, þar sem eitthvað sem telst ljótt eina stundina getur orðið flott stuttu síðar. Tatjana forðast það að klæðast úlpu við hælaskó, sækir tískuinnblástur til bestu vinkonu sinnar og er viðmælandi í Tískutali. 30. mars 2024 11:31 „Vinkonur mínar eru allar með tölu mestu gellur landsins“ Flugfreyjan Erna Viktoría hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og fær mikinn innblástur á ferðalögum sínum um heiminn. Hún er viðmælandi í Tískutali. 23. mars 2024 11:30 Ekki sérlega litaglöð en glaðlynd að eðlisfari Innanhússarkitektinn Stella Birgisdóttir er mikill fagurkeri bæði þegar að það kemur að heimilinu og að klæðaburði. Hún lærði hönnun á Ítalíu og sækir innblástur þangað en Stella er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16. mars 2024 11:30 „Leyfðu öðrum að njóta lífsins og klæða sig eins og það vill“ Samfélagsmiðlastjórinn Mariane Sól Úlfarsdóttir elskar tískuna og tileinkar sér vistvænar leiðir í fatavali. Hún er í hópi kvenna sem standa fyrir forritinu Regn sem selur notuð föt, elskar að klæða sig upp og 35 ára gamall jakki er í algjöru uppáhaldi hjá henni. Mariane er viðmælandi í Tískutali. 2. mars 2024 11:30 Klæðir sig upp í þema fyrir öll möguleg tilefni Lífskúnstnerinn Guðný Björk Halldórsdóttir hefur gríðarlega gaman að tískunni og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún nýtir hvert tilefni til að klæða sig upp í skemmtileg og frumleg föt og segir að með árunum sé hún farin að taka meiri áhættu. Guðný Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 17. febrúar 2024 11:31 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Helena er hrifin af stílhreinum flíkum með smá glamúr ívafi. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst skemmtilegast við tísku hvað hún býður upp á mikinn fjölbreytileika, og hvað hver og ein manneskja getur tjáð sig með sínum persónulega stíl og klætt sig í því sem viðkomandi líður best í. Þó að þér finnist einhver litur eða flík ekki fara þér gæti það verið fullkomið á öðrum! Helena hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar. Hún er almennt fyrir stílhreinar flíkur en hefur gaman að glamúrnum og hefur fengið að klæðast ýmsum skemmtilegum kjólum. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég fékk vintage bleika Balenciaga tösku í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum og hún hefur verið í algjöru uppáhaldi síðan. Ég klæðist mikið svörtum eða hlutlausum flíkum og finnst því svo æðislegt að geta bætt inn smá lit með sætri statement tösku og hver elskar ekki bleikan? Helena á stórborgarstrolli með bleiku Balenciaga töskuna. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer talsverður tími í að ákveða föt hjá mér. Ég dýrkaði myndina Clueless og forritið sem Cher notaði til að ákveða fötin sín þegar ég var yngri. Ég fann síðan fyrir nokkrum árum forritið Capsule - Wardrobe sem leyfir manni að setja inn allar flíkurnar sínar og ákveða þannig fötin sem maður vill klæðast. Það hjálpar mér talsvert á daginn að hafa „fataskápinn“ í einu litlu forriti og uppáhalds outfittin á sama stað. Það flýtir verulega fyrir að fá hugmyndir með því að rúlla í gegnum það. Að auki elska ég að setja saman fötin mín þar og prófa að máta nýja hluti saman. Helena er mikið fyrir svartar eða hlutlausar flíkur og poppar upp á það til dæmis með litríkum klúti. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Almennt minimalískur, stílhreinn og afslappaður en stundum finnst mér samt mjög gaman að vera prinsessa í glimmer og glamúr. Það fer aðallega eftir hvernig skapi ég er í þegar ég vel fötin mín. Mér líður samt alltaf lang best í hlutlausum litum og kjólum hvort sem það er þægilegur einfaldur peysukjóll eða síðkjóll. Helenu líður best í hlutlausum litum. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já að sjálfsögðu hefur stíllinn minn þróast í gegnum tíðina, enda er svo margt sem hefur áhrif á persónulegan stíl hvers og eins. Ég hef prófað mig áfram í gegnum marga stíla og tímabil. Það sem hefur breyst mest samt er líklegast það að áður fyrr hélt ég alltaf að það væri svo mikilvægt að passa inn og vera eins og aðrir, draga ekki of mikla athygli að sér. Ég keypti jafnvel flíkur sem mér fannst flottar en þorði svo varla að klæðast þeim. Ég hef samt alltaf verið ákveðin með það hverju ég klæðist, alveg frá barnæsku. Með árunum hef ég samt áttað mig betur á því að það skiptir engu máli hvernig aðrir klæða sig og það mikilvægasta er að vera trúr sjálfum sér! Það var þá sem ég fór að klæðast meira fötum sem voru ég. Helena segir mikilvægast að vera trú sjálfri sér í fatavali. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég elska að klæða mig upp fínt og hugsa reglulega um tilvitnunina frá Audrey Hepburn: „Life is a party, dress like it“. Mér líður alltaf vel ef ég er sátt með outfittið mitt. Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki innblástur frá mörgum stöðum. Hvort sem það er samfélagsmiðlum, sérstaklega pinterest, fólk sem ég sé úti á götu, hugmyndir úr tímaritum eða jafnvel frá rauða dreglinum. Einnig verð ég að játa að ég dragi smá innblástur frá mömmu og ömmu. View this post on Instagram A post shared by Helena Hafþórsdóttir O'Connor (@helenaoc) Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Eins og ég nefndi áðan er tíska svo fjölbreytileg og smekkur eða skoðanir varðandi hvað tíska er getur verið mjög mismunandi. Ég trúi því lítið á að það séu einhver boð eða bönn þegar kemur að klæðaburði. Ef þér líður vel í fötunum kýldu á það! Helena er hrifin af pallíettum. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eftirminnanlegasta flíkin sem ég hef klæðst er líklegast síðkjóllinn minn sem ég notaði í Ungfrú Ísland. Það fór mikil vinna og tími í að finna rétta kjólinn, eitthvað sem ég væri pottþétt á og myndi líða vel í, en ég endaði síðan á að kaupa kjól og steina hann allan upp með mömmu minni. Ég dýrka að steina flíkur þegar mér finnst vanta aðeins meiri glamúr og gera flíkina á sama tíma persónulegri. Ungfrú Ísland kjóllinn sem Helena steinaði ásamt móður sinni. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Að eiga vandaðar og góðar grunnflíkur, ég er hrifnust af því að kaupa góðar flíkur sem endast. Svo er alltaf hægt að stílisera upp outfit með fallegum hælum, skarti og tösku. Það má svo ekki gleyma því að stundum er gaman að koma hlutum áfram til annarra í gegnum hringrásarhagkerfið, sérstaklega þegar ég þarf nauðsynlega að rýma til í fataskápnum. Hér má fylgjast með Helenu á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Sjálfstraustið er besti fylgihluturinn“ Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali. 6. apríl 2024 11:31 „Martröð“ að spila í of síðu goth pilsi Tónlistarkonan Tatjana Dís, meðlimur hljómsveitarinnar ex.girls, hefur gaman að hverfulleika tískunnar, þar sem eitthvað sem telst ljótt eina stundina getur orðið flott stuttu síðar. Tatjana forðast það að klæðast úlpu við hælaskó, sækir tískuinnblástur til bestu vinkonu sinnar og er viðmælandi í Tískutali. 30. mars 2024 11:31 „Vinkonur mínar eru allar með tölu mestu gellur landsins“ Flugfreyjan Erna Viktoría hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og fær mikinn innblástur á ferðalögum sínum um heiminn. Hún er viðmælandi í Tískutali. 23. mars 2024 11:30 Ekki sérlega litaglöð en glaðlynd að eðlisfari Innanhússarkitektinn Stella Birgisdóttir er mikill fagurkeri bæði þegar að það kemur að heimilinu og að klæðaburði. Hún lærði hönnun á Ítalíu og sækir innblástur þangað en Stella er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16. mars 2024 11:30 „Leyfðu öðrum að njóta lífsins og klæða sig eins og það vill“ Samfélagsmiðlastjórinn Mariane Sól Úlfarsdóttir elskar tískuna og tileinkar sér vistvænar leiðir í fatavali. Hún er í hópi kvenna sem standa fyrir forritinu Regn sem selur notuð föt, elskar að klæða sig upp og 35 ára gamall jakki er í algjöru uppáhaldi hjá henni. Mariane er viðmælandi í Tískutali. 2. mars 2024 11:30 Klæðir sig upp í þema fyrir öll möguleg tilefni Lífskúnstnerinn Guðný Björk Halldórsdóttir hefur gríðarlega gaman að tískunni og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún nýtir hvert tilefni til að klæða sig upp í skemmtileg og frumleg föt og segir að með árunum sé hún farin að taka meiri áhættu. Guðný Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 17. febrúar 2024 11:31 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Sjálfstraustið er besti fylgihluturinn“ Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali. 6. apríl 2024 11:31
„Martröð“ að spila í of síðu goth pilsi Tónlistarkonan Tatjana Dís, meðlimur hljómsveitarinnar ex.girls, hefur gaman að hverfulleika tískunnar, þar sem eitthvað sem telst ljótt eina stundina getur orðið flott stuttu síðar. Tatjana forðast það að klæðast úlpu við hælaskó, sækir tískuinnblástur til bestu vinkonu sinnar og er viðmælandi í Tískutali. 30. mars 2024 11:31
„Vinkonur mínar eru allar með tölu mestu gellur landsins“ Flugfreyjan Erna Viktoría hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og fær mikinn innblástur á ferðalögum sínum um heiminn. Hún er viðmælandi í Tískutali. 23. mars 2024 11:30
Ekki sérlega litaglöð en glaðlynd að eðlisfari Innanhússarkitektinn Stella Birgisdóttir er mikill fagurkeri bæði þegar að það kemur að heimilinu og að klæðaburði. Hún lærði hönnun á Ítalíu og sækir innblástur þangað en Stella er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16. mars 2024 11:30
„Leyfðu öðrum að njóta lífsins og klæða sig eins og það vill“ Samfélagsmiðlastjórinn Mariane Sól Úlfarsdóttir elskar tískuna og tileinkar sér vistvænar leiðir í fatavali. Hún er í hópi kvenna sem standa fyrir forritinu Regn sem selur notuð föt, elskar að klæða sig upp og 35 ára gamall jakki er í algjöru uppáhaldi hjá henni. Mariane er viðmælandi í Tískutali. 2. mars 2024 11:30
Klæðir sig upp í þema fyrir öll möguleg tilefni Lífskúnstnerinn Guðný Björk Halldórsdóttir hefur gríðarlega gaman að tískunni og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún nýtir hvert tilefni til að klæða sig upp í skemmtileg og frumleg föt og segir að með árunum sé hún farin að taka meiri áhættu. Guðný Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 17. febrúar 2024 11:31