Fótbolti

Mynda­veisla frá tapinu í Aachen

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni við Klöru Bühl, samherja sinn hjá Bayern München.
Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni við Klöru Bühl, samherja sinn hjá Bayern München. Sebastian Christoph/AP

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði 3-1 fyrir Þýskalandi ytra í annarri umferð undankeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss. Þýska stálið reyndist of sterkt að þessu sinni en íslenska liðið spilaði vel á köflum.

Ísland lenti 1-0 undir snemma leiks en Hlín Eiríksdóttir jafnaði metin á 23. mínútu. Hin unga Sædís Rún Heiðarsdóttir með stoðsendinguna. Því miður fór Sveindís Jane Jónsdóttir meidd af velli eftir um hálftíma leik og í kjölfarið gengu heimakonur á lagið. Skoruðu þær tvívegis og staðan 3-1 í hálfleik. Reyndust það lokatölur leiksins.

Hér að neðan má sjá myndir frá leiknum.

Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Íslands.Sebastian Christoph Gollnow/AP
Það var nóg að gera hjá Glódísi Perlu og stöllum hennar í vörninni.Sebastian Christoph Gollnow/AP
Vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir í leik dagsins.Christof Koepsel/Getty Images
Lena Oberdorf fagnar marki sínu og þriðja marki Þýskalands.Sebastian Christoph/AP
Lea Schüller skoraði tvö marka Þýskalands í dag. Diljá Ýr Zomers fær hér að kenna á því og Fanney Inga Birkisdóttir fylgist með úr markinu.Christof Koepsel/Getty Images
Sveindís Jane fór meidd af velli í fyrri hálfleik.Christof Koepsel/Getty Images
Íslenska liðið fagnar marki sínu.Christof Koepsel/Getty Images
Hildur Antonsdóttir lætur finna fyrir sér.Christof Koepsel/Getty Images
Hlín skoraði mark Íslands.Sebastian Christoph/AP
Þjóðverjar fagna.Sebastian Christoph Gollnow/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×