„Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri“ Stefán Marteinn skrifar 9. apríl 2024 22:01 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni. Vísir/Diego Keflavík lagði Fjölni af velli 83-58 í fyrsta leik liðana í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. „Mér fannst þetta ekki vera frábær leikur hjá okkur. Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri. Við þurfum að gera betur í Grafarvogi á móti þeim næst það er klárt.“ Sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Í fyrri hálfleik mátti sjá smá skrekk á liðunum þar sem mikið var um mistök og mörg skot sem fóru forgörðum. Það var svo í fjórða leikhluta sem Keflavíkurliðið hljóp með leikinn endanlega. „Já mér fannst líka í fyrri hálfleik að þá fáum við þrjár liðsvillur sem þýðir að við séum ekki að leggja okkur nógu mikið fram. Við erum að tapa boltanum rosalega klaufalega oft. Erum að reyna senda boltann fram á einhverja þegar hún er ekki frí og þá er þetta orðið 50/50 sending. Það gerðist ábyggilega svona þrisvar eða fjórum sinnum þannig maður var orðin svolítið pirraður með það en mér fannst við gera betur í seinni. Það stendur upp úr.“ Í þriðja leikhluta mátti sjá Sverri Þór pirraðan á hliðarlínunni en hann var þá ekki sáttur með sitt lið þrátt fyrir að vera leiða leikinn. „Við vorum bara ekki að stíga út og bara kæruleysi í sendingum sem að var líka búið að vera svolítið í fyrri hálfleik. Ég vildi bara fá meira skipulag og fá boltann út og leikmenn í réttar stöður og hlaupa það sem við erum að leggja upp með að hlaupa. Við vorum svolítið að gera bara eitthvað og það var ekki að virka og það var ekkert annað en það sem ég var smá pirraður með þarna.“ Keflavík hljóp svo með leikinn í fjórða leikhluta þar sem þær voru mun líkari því liði sem maður þekkti frá því í vetur. „Já Önnurnar tvær, Anna Lára og Anna Ingunn komu inn með krafti af bekknum í öðrum leikhluta og inn í þriðja leikhlutan ásamt þeim sem voru með þeim þarna inn á að þá kom smá kraftur í vörnina og við vorum að fá góð stopp og keyra í bakið á þeim og setja góð skot líka. Það var góður kafli sem kom þarna sem að setti þetta í tuttugu og eitthvað stiga forystu.“ Keflavík leiðir einvígið núna eftir fyrsta leik og útlitið bjart. „Já það er bara 1-0 og næsti leikur. Þessi leikur gerir ekkert fyrir okkur þar. Þar byrjar bara 0-0 og við þurfum að mæta og skilja allt eftir á gólfinu og leggja okkur í þetta saman til að geta náð í sigur þar og komist í 2-0.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
„Mér fannst þetta ekki vera frábær leikur hjá okkur. Mikið af mistökum en seinni hálfleikur mikið skárri en fyrri. Við þurfum að gera betur í Grafarvogi á móti þeim næst það er klárt.“ Sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Í fyrri hálfleik mátti sjá smá skrekk á liðunum þar sem mikið var um mistök og mörg skot sem fóru forgörðum. Það var svo í fjórða leikhluta sem Keflavíkurliðið hljóp með leikinn endanlega. „Já mér fannst líka í fyrri hálfleik að þá fáum við þrjár liðsvillur sem þýðir að við séum ekki að leggja okkur nógu mikið fram. Við erum að tapa boltanum rosalega klaufalega oft. Erum að reyna senda boltann fram á einhverja þegar hún er ekki frí og þá er þetta orðið 50/50 sending. Það gerðist ábyggilega svona þrisvar eða fjórum sinnum þannig maður var orðin svolítið pirraður með það en mér fannst við gera betur í seinni. Það stendur upp úr.“ Í þriðja leikhluta mátti sjá Sverri Þór pirraðan á hliðarlínunni en hann var þá ekki sáttur með sitt lið þrátt fyrir að vera leiða leikinn. „Við vorum bara ekki að stíga út og bara kæruleysi í sendingum sem að var líka búið að vera svolítið í fyrri hálfleik. Ég vildi bara fá meira skipulag og fá boltann út og leikmenn í réttar stöður og hlaupa það sem við erum að leggja upp með að hlaupa. Við vorum svolítið að gera bara eitthvað og það var ekki að virka og það var ekkert annað en það sem ég var smá pirraður með þarna.“ Keflavík hljóp svo með leikinn í fjórða leikhluta þar sem þær voru mun líkari því liði sem maður þekkti frá því í vetur. „Já Önnurnar tvær, Anna Lára og Anna Ingunn komu inn með krafti af bekknum í öðrum leikhluta og inn í þriðja leikhlutan ásamt þeim sem voru með þeim þarna inn á að þá kom smá kraftur í vörnina og við vorum að fá góð stopp og keyra í bakið á þeim og setja góð skot líka. Það var góður kafli sem kom þarna sem að setti þetta í tuttugu og eitthvað stiga forystu.“ Keflavík leiðir einvígið núna eftir fyrsta leik og útlitið bjart. „Já það er bara 1-0 og næsti leikur. Þessi leikur gerir ekkert fyrir okkur þar. Þar byrjar bara 0-0 og við þurfum að mæta og skilja allt eftir á gólfinu og leggja okkur í þetta saman til að geta náð í sigur þar og komist í 2-0.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira