Skólasókn í forgang og aukin virðing fyrir skólastarfi Steinn Jóhannsson skrifar 10. apríl 2024 12:31 Undanfarið hefur farið fram umræða um fjarveru nemanda frá skólastarfi vegna ferðalaga og leyfa af ýmsum toga. Leyfisóskum foreldra vegna fría innanlands og erlendis á skólatíma hefur fjölgað og er það eitthvað til að hugsa um. Í einhverjum tilfellum hafa mál komið inn á borð barnaverndaryfirvalda þegar fjarvera vegna ferðalaga er orðin óhóflega mikil. Fjarvera nemenda frá skólastarfi er svo sannarlega áhyggjuefni og getur fjarveran í einhverjum tilfellum haft alvarleg áhrif á gengi nemenda í námi og minnkað skuldbindingu nemenda til náms. Í mörgum löndum gilda strangar reglur um slík leyfi og eru þau að jafnaði ekki veitt vegna ferðalaga. Í Þýskalandi og Lúxemborg hafa barnaverndaryfirvöld stigið inn þegar fjarvera skólabarna fer yfir viss mörk, t.d. vegna ferðalaga. Það er ljóst að tíðar ferðir sem auka fjarveru frá skóla geta valdið miklu álagi og haft áhrif á andlega líðan nemenda. Nemendur geta byggt upp kvíða vegna erfiðleika sem kunna að koma upp í tengslum við að tileinka sér námsefnið og fylgja eftir jafnöldrum sínum í námi. Fjarvera frá skóla getur mögulega valdið skólaforðun og því að nemendur einangrist félagslega. Það sem kannski skiptir mestu máli er að auka virðingu foreldra og nemenda fyrir því að skólasókn skiptir máli og hefur áhrif á námsárangur. Hætt er við því að nemandi sem er fjarverandi vegna tíðra ferðalaga tileinki sér þá skoðun að fjarvera úr skóla sé í lagi. Góð skólasókn er lykillinn að árangri á öllum skólastigum og nemendur sem mæta illa eru líklegri til að falla úr námi. Íslenski framhaldsskólinn hefur á liðnum árum glímt við hátt brotthvarf í samanburði við önnur OECD-lönd og hugsanlega hafa tíð leyfi þar áhrif á. Í ljósi þessa hvet ég foreldra til að setja skólasókn barna sinna í forgang. Þannig má byggja upp virðingu fyrir skólastarfinu og mikilvægi þess og um leið stuðla að meiri virðingu fyrir kennarastarfinu. Börn og unglingar tileinka sér ekki virðingu fyrir skólastarfi ef þeim er oft kippt úr skóla vegna ferðalaga og þá eru það ekki hagsmunir barnanna/unglinganna sem ráða för. Góð skólasókn er grunnur að aukinni farsæld og betri árangri fyrir alla nemendur. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur farið fram umræða um fjarveru nemanda frá skólastarfi vegna ferðalaga og leyfa af ýmsum toga. Leyfisóskum foreldra vegna fría innanlands og erlendis á skólatíma hefur fjölgað og er það eitthvað til að hugsa um. Í einhverjum tilfellum hafa mál komið inn á borð barnaverndaryfirvalda þegar fjarvera vegna ferðalaga er orðin óhóflega mikil. Fjarvera nemenda frá skólastarfi er svo sannarlega áhyggjuefni og getur fjarveran í einhverjum tilfellum haft alvarleg áhrif á gengi nemenda í námi og minnkað skuldbindingu nemenda til náms. Í mörgum löndum gilda strangar reglur um slík leyfi og eru þau að jafnaði ekki veitt vegna ferðalaga. Í Þýskalandi og Lúxemborg hafa barnaverndaryfirvöld stigið inn þegar fjarvera skólabarna fer yfir viss mörk, t.d. vegna ferðalaga. Það er ljóst að tíðar ferðir sem auka fjarveru frá skóla geta valdið miklu álagi og haft áhrif á andlega líðan nemenda. Nemendur geta byggt upp kvíða vegna erfiðleika sem kunna að koma upp í tengslum við að tileinka sér námsefnið og fylgja eftir jafnöldrum sínum í námi. Fjarvera frá skóla getur mögulega valdið skólaforðun og því að nemendur einangrist félagslega. Það sem kannski skiptir mestu máli er að auka virðingu foreldra og nemenda fyrir því að skólasókn skiptir máli og hefur áhrif á námsárangur. Hætt er við því að nemandi sem er fjarverandi vegna tíðra ferðalaga tileinki sér þá skoðun að fjarvera úr skóla sé í lagi. Góð skólasókn er lykillinn að árangri á öllum skólastigum og nemendur sem mæta illa eru líklegri til að falla úr námi. Íslenski framhaldsskólinn hefur á liðnum árum glímt við hátt brotthvarf í samanburði við önnur OECD-lönd og hugsanlega hafa tíð leyfi þar áhrif á. Í ljósi þessa hvet ég foreldra til að setja skólasókn barna sinna í forgang. Þannig má byggja upp virðingu fyrir skólastarfinu og mikilvægi þess og um leið stuðla að meiri virðingu fyrir kennarastarfinu. Börn og unglingar tileinka sér ekki virðingu fyrir skólastarfi ef þeim er oft kippt úr skóla vegna ferðalaga og þá eru það ekki hagsmunir barnanna/unglinganna sem ráða för. Góð skólasókn er grunnur að aukinni farsæld og betri árangri fyrir alla nemendur. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun