Kjósum Guðrúnu sem biskup fyrir fólkið og framtíðina Herdís Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2024 14:00 Ég hef notið þeirra gæða að hafa fengið að kynnast sóknarprestinum mínum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur, sem nú býður sig fram til embættis biskups Íslands. Ég styð hana af heilum hug til að gegna því mikilvæga embætti þar sem hún hefur einstaka og sterka framtíðarsýn fyrir kirkjuna og vill eiga erindi og samtal við fólk samtímans. Guðrún er nútímalegur leiðtogi sem mun skapa þjóðkirkjunni nýja ásýnd, enda hefur hún skarpa sýn á hvernig hún vill leiða kirkjuna inn í nýja tíma, verði hún kosin biskup. Í kynningu biskupsefna lýsir hún því hvernig hún vill skapa jarðveg þar sem ríkir starfsánægja og virðing meðal starfsmanna og leikmanna kirkjunnar. Hún vill gefa þjóðkirkjunni þá ásýnd að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem sátt ríkir. Ég hef fylgst með framgöngu hennar í starfi og séð hvernig hún hefur vaxið og blómstrað í starfi hjá Grafarvogskirkju. Samhliða því hefur hún skapað umhverfi þar sem aðrir vaxa og dafana og njóta hæfileika sinna í kirkjustarfinu. Sem stjórnandi er Guðrún fagleg, réttsýn og framsækin. Hún ástundar að hlusta á fólk, greina sjónarmið og er lausnarmiðuð og yfirveguð þegar kemur að erfiðum málum og lægir öldur af sanngirni og virðingu við þá sem eiga hlut að máli. Ég treysti henni því vel til að starfa undir álagi og leysa farsællega úr flóknum málum. Guðrún hefur mikla og góða reynslu af safnaðarstarfi, þekkir vel til innviða og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar, hefur fjölbreytta menntun í guðfræði og predikunarfræðum og er trú fagnaðarerindinu og kenningum kirkjunnar. Hún hefur einstakt lag á því að tala út frá kærleiksboðskap kristinnar trúar inn í samtímann með boðskap sem mætir öllu fólki jafnt. Þessi reynsla hennar og færni, ásamt sérstökum leiðtogahæfileikum, gerir hana einstaklega frambærilega til að sitja á biskupsstól. Hún hefur einnig sýnt að hún sjálf mætir öllu fólki af mannvirðingu og sem biskup myndi hún vilja samtal og samstarf við þjóðina, enda á hefur hún reynslu af því að mæta einstaklingum á jafnréttisgrundvelli. Guðrún vill hafa jákvæð áhrif inn í samfélagið okkar og standa vörð um mannréttindi og taka þátt í samfélagsumræðu með kristinn boðskap að leiðarljósi. Hún vill laða fólk að kirkjunni og fá fleiri til liðs við kirkjunna. Hún er það biskupsefni sem hefur lýst leiðum til að blása til sóknar með kirkjufólki með nútímalegum og lýðræðislegum leiðum. Hún vill sækja fram og mæta öllum með hvatningu, samtali og samráði. Hún hefur sterka framtíðarsýn um hvernig hún vill efla starf kirkjunnar, fjölga meðlimum kirkjunnar og kynna allt það vandaða starf í söfnuðum vítt um landið, sem á svo mikið erindi við allar manneskjur. Guðrún mun, verði hún kosin biskup, hleypa ferskum blæ inn í þjóðkirkjuna sem boðberi nýrra tíma. Sem biskup myndi Guðrún sem æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar og talmaður hennar koma fram af trúverðugleika og mildi. Kjölfestan í störfum hennar yrði áfram sanngirni, jafnrétti og samráð þar sem kristið siðferði og kærleiksboðskapur verða ávallt í brennidepli. Því vil ég hvetja þá einstaklinga sem nú geta kosið í embætti biskups að skoða vel kynningarefni biskupsefnanna að styðja sr. Guðrún Karls Helgudóttur alla leið í embættið. Biðjum þess að Guðs blessun, friður og sátt muni fylgja verðandi biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grafarvogssókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég hef notið þeirra gæða að hafa fengið að kynnast sóknarprestinum mínum sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur, sem nú býður sig fram til embættis biskups Íslands. Ég styð hana af heilum hug til að gegna því mikilvæga embætti þar sem hún hefur einstaka og sterka framtíðarsýn fyrir kirkjuna og vill eiga erindi og samtal við fólk samtímans. Guðrún er nútímalegur leiðtogi sem mun skapa þjóðkirkjunni nýja ásýnd, enda hefur hún skarpa sýn á hvernig hún vill leiða kirkjuna inn í nýja tíma, verði hún kosin biskup. Í kynningu biskupsefna lýsir hún því hvernig hún vill skapa jarðveg þar sem ríkir starfsánægja og virðing meðal starfsmanna og leikmanna kirkjunnar. Hún vill gefa þjóðkirkjunni þá ásýnd að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem sátt ríkir. Ég hef fylgst með framgöngu hennar í starfi og séð hvernig hún hefur vaxið og blómstrað í starfi hjá Grafarvogskirkju. Samhliða því hefur hún skapað umhverfi þar sem aðrir vaxa og dafana og njóta hæfileika sinna í kirkjustarfinu. Sem stjórnandi er Guðrún fagleg, réttsýn og framsækin. Hún ástundar að hlusta á fólk, greina sjónarmið og er lausnarmiðuð og yfirveguð þegar kemur að erfiðum málum og lægir öldur af sanngirni og virðingu við þá sem eiga hlut að máli. Ég treysti henni því vel til að starfa undir álagi og leysa farsællega úr flóknum málum. Guðrún hefur mikla og góða reynslu af safnaðarstarfi, þekkir vel til innviða og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar, hefur fjölbreytta menntun í guðfræði og predikunarfræðum og er trú fagnaðarerindinu og kenningum kirkjunnar. Hún hefur einstakt lag á því að tala út frá kærleiksboðskap kristinnar trúar inn í samtímann með boðskap sem mætir öllu fólki jafnt. Þessi reynsla hennar og færni, ásamt sérstökum leiðtogahæfileikum, gerir hana einstaklega frambærilega til að sitja á biskupsstól. Hún hefur einnig sýnt að hún sjálf mætir öllu fólki af mannvirðingu og sem biskup myndi hún vilja samtal og samstarf við þjóðina, enda á hefur hún reynslu af því að mæta einstaklingum á jafnréttisgrundvelli. Guðrún vill hafa jákvæð áhrif inn í samfélagið okkar og standa vörð um mannréttindi og taka þátt í samfélagsumræðu með kristinn boðskap að leiðarljósi. Hún vill laða fólk að kirkjunni og fá fleiri til liðs við kirkjunna. Hún er það biskupsefni sem hefur lýst leiðum til að blása til sóknar með kirkjufólki með nútímalegum og lýðræðislegum leiðum. Hún vill sækja fram og mæta öllum með hvatningu, samtali og samráði. Hún hefur sterka framtíðarsýn um hvernig hún vill efla starf kirkjunnar, fjölga meðlimum kirkjunnar og kynna allt það vandaða starf í söfnuðum vítt um landið, sem á svo mikið erindi við allar manneskjur. Guðrún mun, verði hún kosin biskup, hleypa ferskum blæ inn í þjóðkirkjuna sem boðberi nýrra tíma. Sem biskup myndi Guðrún sem æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar og talmaður hennar koma fram af trúverðugleika og mildi. Kjölfestan í störfum hennar yrði áfram sanngirni, jafnrétti og samráð þar sem kristið siðferði og kærleiksboðskapur verða ávallt í brennidepli. Því vil ég hvetja þá einstaklinga sem nú geta kosið í embætti biskups að skoða vel kynningarefni biskupsefnanna að styðja sr. Guðrún Karls Helgudóttur alla leið í embættið. Biðjum þess að Guðs blessun, friður og sátt muni fylgja verðandi biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grafarvogssókn.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun