Prjónar fjögur til sex pör af ullarsokkum á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2024 20:06 Þegar Gylfi er í miklu prjónastuði getur hann hæglega prjónað fjögur til sex pör af ullarsokkum á dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gylfi Björgvinsson, sem býr í Grafarvogi situr ekki auðum höndum því hann gerir mikið af því að prjóna og ekki síst ullarsokka en þegar mest er þá prjónar hann fjögur til sex pör á dag. Það var gaman að koma á heimili Gylfa í Grafarvogi og sjá hann prjóna í stofusófasettinu og hvað þá að sjá allan sokkana, sem hann hefur verið að prjóna á síðustu vikum, sokka af öllum gerðum og stærðum úr íslenskri ull. Gylfi, sem verður 68 ára í haust lærði snemma að prjóna. „Mér skilst að ég hafi byrjað að prjóna svona átta til níu ára gamall og þá var það bara lopapeysa, sem móðir mín lét mig prjóna, sem prófverkefni eiginlega og ég hef eiginlega bara prjónað í gegnum lífið,” segir Gylfi og bætir við. „Stundum prjóna ég bara sokka kannski í mánuð, stundum prjóna ég bara vettlinga, stundum prjóna ég bara húfur og stundum prjóna ég bara lopapeysur. Mér finnst það ákveðin heilun að prjóna.” Gylfi er ótrúlega snöggur að prjóna og hann gerir það mjög vel. Sokkarnir hans eru sérstaklega vinsælir en hann gefur mest af þeim til fjölskyldunnar og vina og vandamanna og einhverja selur hann. „Suma daga næ ég alveg, ef ég er ekkert annað gera, að prjóna fjögur til sex pör af sokkum, þannig að ég er mjög fljótur að þessu,” segir Gylfi. Ullarsokkarnir eru ótrúlega fallegir hjá Gylfa og í öllum litum og stærðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir fólk þegar það fréttir að þú sért að prjóna, er ekki fólk hissa eða? „Jú, ég prjónaði á öll börnin mín þegar þau voru lítil í skóla og vinum þeirra fannst það voðalega skrýtið að pabbi þeirra prjóni sokka og vettlinga á þau,” segir Gylfi hlæjandi. Gylfi hrósar íslenska ullinni í hástert enda segir hann frábært að prjóna úr henni og hún sé svo hlý og góð. En hvað er prjónaskapurinn að gefa honum? „Hann gefur mér fyrst og fremst ánægju og svona fyllingu í tímann og svo er voðalega gaman að sjá einhverja, sem klæðast peysunum mínum. En ég hvet karlmenn til að prjóna og bara alla og ég hvet líka fólk til að kenna börnunum sínum að prjóna,” segir Gylfi prjónakarl í Grafarvogi. Gylfi, segir prjónaskapinn mikla og góða heilun og hvetur sem flesta til að prjóna, karla, konur, börn og unglinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Prjónaskapur Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Fleiri fréttir Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Sjá meira
Það var gaman að koma á heimili Gylfa í Grafarvogi og sjá hann prjóna í stofusófasettinu og hvað þá að sjá allan sokkana, sem hann hefur verið að prjóna á síðustu vikum, sokka af öllum gerðum og stærðum úr íslenskri ull. Gylfi, sem verður 68 ára í haust lærði snemma að prjóna. „Mér skilst að ég hafi byrjað að prjóna svona átta til níu ára gamall og þá var það bara lopapeysa, sem móðir mín lét mig prjóna, sem prófverkefni eiginlega og ég hef eiginlega bara prjónað í gegnum lífið,” segir Gylfi og bætir við. „Stundum prjóna ég bara sokka kannski í mánuð, stundum prjóna ég bara vettlinga, stundum prjóna ég bara húfur og stundum prjóna ég bara lopapeysur. Mér finnst það ákveðin heilun að prjóna.” Gylfi er ótrúlega snöggur að prjóna og hann gerir það mjög vel. Sokkarnir hans eru sérstaklega vinsælir en hann gefur mest af þeim til fjölskyldunnar og vina og vandamanna og einhverja selur hann. „Suma daga næ ég alveg, ef ég er ekkert annað gera, að prjóna fjögur til sex pör af sokkum, þannig að ég er mjög fljótur að þessu,” segir Gylfi. Ullarsokkarnir eru ótrúlega fallegir hjá Gylfa og í öllum litum og stærðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir fólk þegar það fréttir að þú sért að prjóna, er ekki fólk hissa eða? „Jú, ég prjónaði á öll börnin mín þegar þau voru lítil í skóla og vinum þeirra fannst það voðalega skrýtið að pabbi þeirra prjóni sokka og vettlinga á þau,” segir Gylfi hlæjandi. Gylfi hrósar íslenska ullinni í hástert enda segir hann frábært að prjóna úr henni og hún sé svo hlý og góð. En hvað er prjónaskapurinn að gefa honum? „Hann gefur mér fyrst og fremst ánægju og svona fyllingu í tímann og svo er voðalega gaman að sjá einhverja, sem klæðast peysunum mínum. En ég hvet karlmenn til að prjóna og bara alla og ég hvet líka fólk til að kenna börnunum sínum að prjóna,” segir Gylfi prjónakarl í Grafarvogi. Gylfi, segir prjónaskapinn mikla og góða heilun og hvetur sem flesta til að prjóna, karla, konur, börn og unglinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Prjónaskapur Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Fleiri fréttir Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Sjá meira