„Þeir bara fokkuðu því upp, því miður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2024 19:49 Einar Jónsson var langt frá því að vera sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega ósáttur við spilamennsku sinna manna eftir 18 marka tap í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Olís-deildinni í handbolta. Framarar steinlágu gegn Valsmönnum, 41-23, og gestirnir áttu í raun aldrei möguleika. Valsliðið náði níu marka forskoti eftir um 15 mínútna leik og leit aldrei um öxl eftir það. „Við vissum alveg að þetta yrði erfitt verkefni, en ég er mjög ósáttur með okkur,“ sagði Einar í leikslok. „Hugarfarið er lélegt og við erum að hlaupa illa til baka. Það eru ákveðnir hlutir sem við vorum að leggja upp með sem eru bara gjörsamlega ekki til staðar. Mér fannst við vera að spila ágæta vörn í fyrri hálfleik þó það hljómi undarlega. En við fengum enga markvörslu.“ „Þetta er auðvitað allt of stórt tap og svo er það bara hvernig við töpum þessu. Valur er frábært lið og allt það og ég vissi alveg að við gætum tapað þessum leik í dag, en það er bara margt sem er ekki í lagi hjá okkur og snýr kannski mest bara að hugarfarinu hjá okkur.“ „Guð hjálpi okkur ef Rúnar hefði ekki verið með“ Framliðið er meiðslahrjáð og því hefur Einar þurft að treysta á unga og óreynda menn. Hann segist vilja sjá meira frá þeim. „Að sjálfsögðu. Guð hjálpi okkur ef Rúnar [Kárason] hefði ekki verið með,“ sagði Einar, en Rúnar skoraði 12 af mörkum gestanna. „Hann var langbestur hérna og Ívar [Logi Styrmisson] líka. Restin er bara andlega fjarverandi. Þá verða menn bara að borga sig inn. Það sem ég er óánægðu með er að þessir strákar eru að fá gullið tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu á móti góðu liði í úrslitakeppni og þeir bara fokkuðu því upp, því miður,“ bætti Einar við. „En við þurfum að skoða af hverju það er. Við fórum með ákveðið plan inn í leikinn og það var bara hrunið eftir tíu mínútur. En við verðum bara að rífa okkur upp og reyna að gera betur á laugardaginn.“ Ungu strákarnir ekki að nýta tækifærið Þá segist Einar hafa ágæta hugmynd um það hvað hans menn þurfi að gera betur í næstu viðureign þessarra liða til að í það minnsta fari ekki jafn illa og í kvöld. „Þetta var bara búið í hálfleik í kvöld, en ef við horfum á fyrri hálfleikinn þá þurfum við auðvitað markvörslu. Hún er engin í dag. Við vorum að hlaupa mjög illa til baka sem var atriði sem við lögðum mikla áherslu á og hornamennirnir eru að hlaupa mjög illa til baka. Varnarmennirnir okkar stóðu ágætlega í fyrri hálfleik og við vorum að fá þau skot sem við vildum fá og allt það.“ „Svo þurfum við bara að rótera mannskapnum. Eins og ég segi er ég bara óánægður með hugarfarið hjá okkur í fyrri hálfleiknum. Þessi seinni hálfleikur er náttúrulega bara eitthvað djók.“ „Þetta eru bara ákveðnir þættir og svo vil ég fá meira framlag. Ég held að Rúnar hafi verið kominn með níu af ellefu mörkum þannig að eins og ég sagði áðan þá eru þeir ekki að nýta tækifærið. Þú verður að vera svolítið kaldur og undirbúa þig vel þegar þú færð svona tækifæri. Þá þarftu að reyna að nýta það eins og þú getur. En því miður þá gerðum við það ekki í dag og við verðum að skoða þetta. Við verðum allir að líta í eigin barm og skoða hvað við getum gert fyrir laugardaginn.“ Olís-deild karla Fram Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan 18 marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 19:20 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira
Framarar steinlágu gegn Valsmönnum, 41-23, og gestirnir áttu í raun aldrei möguleika. Valsliðið náði níu marka forskoti eftir um 15 mínútna leik og leit aldrei um öxl eftir það. „Við vissum alveg að þetta yrði erfitt verkefni, en ég er mjög ósáttur með okkur,“ sagði Einar í leikslok. „Hugarfarið er lélegt og við erum að hlaupa illa til baka. Það eru ákveðnir hlutir sem við vorum að leggja upp með sem eru bara gjörsamlega ekki til staðar. Mér fannst við vera að spila ágæta vörn í fyrri hálfleik þó það hljómi undarlega. En við fengum enga markvörslu.“ „Þetta er auðvitað allt of stórt tap og svo er það bara hvernig við töpum þessu. Valur er frábært lið og allt það og ég vissi alveg að við gætum tapað þessum leik í dag, en það er bara margt sem er ekki í lagi hjá okkur og snýr kannski mest bara að hugarfarinu hjá okkur.“ „Guð hjálpi okkur ef Rúnar hefði ekki verið með“ Framliðið er meiðslahrjáð og því hefur Einar þurft að treysta á unga og óreynda menn. Hann segist vilja sjá meira frá þeim. „Að sjálfsögðu. Guð hjálpi okkur ef Rúnar [Kárason] hefði ekki verið með,“ sagði Einar, en Rúnar skoraði 12 af mörkum gestanna. „Hann var langbestur hérna og Ívar [Logi Styrmisson] líka. Restin er bara andlega fjarverandi. Þá verða menn bara að borga sig inn. Það sem ég er óánægðu með er að þessir strákar eru að fá gullið tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu á móti góðu liði í úrslitakeppni og þeir bara fokkuðu því upp, því miður,“ bætti Einar við. „En við þurfum að skoða af hverju það er. Við fórum með ákveðið plan inn í leikinn og það var bara hrunið eftir tíu mínútur. En við verðum bara að rífa okkur upp og reyna að gera betur á laugardaginn.“ Ungu strákarnir ekki að nýta tækifærið Þá segist Einar hafa ágæta hugmynd um það hvað hans menn þurfi að gera betur í næstu viðureign þessarra liða til að í það minnsta fari ekki jafn illa og í kvöld. „Þetta var bara búið í hálfleik í kvöld, en ef við horfum á fyrri hálfleikinn þá þurfum við auðvitað markvörslu. Hún er engin í dag. Við vorum að hlaupa mjög illa til baka sem var atriði sem við lögðum mikla áherslu á og hornamennirnir eru að hlaupa mjög illa til baka. Varnarmennirnir okkar stóðu ágætlega í fyrri hálfleik og við vorum að fá þau skot sem við vildum fá og allt það.“ „Svo þurfum við bara að rótera mannskapnum. Eins og ég segi er ég bara óánægður með hugarfarið hjá okkur í fyrri hálfleiknum. Þessi seinni hálfleikur er náttúrulega bara eitthvað djók.“ „Þetta eru bara ákveðnir þættir og svo vil ég fá meira framlag. Ég held að Rúnar hafi verið kominn með níu af ellefu mörkum þannig að eins og ég sagði áðan þá eru þeir ekki að nýta tækifærið. Þú verður að vera svolítið kaldur og undirbúa þig vel þegar þú færð svona tækifæri. Þá þarftu að reyna að nýta það eins og þú getur. En því miður þá gerðum við það ekki í dag og við verðum að skoða þetta. Við verðum allir að líta í eigin barm og skoða hvað við getum gert fyrir laugardaginn.“
Olís-deild karla Fram Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan 18 marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 19:20 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fram 41-23 | Ójafn Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda Valur vann afar öruggan 18 marka sigur er liðið tók á móti Fram í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildar karla er úrslitakeppnin hóf göngu sína í kvöld, 41-23. 10. apríl 2024 19:20