Segir ríkisstjórn Bjarna „nýtt hræðslubandalag“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 20:01 „Til hvers er þessi ríkisstjórn stofnuð? Það getur eiginlega ekki verið til annars en að sitja, halda í ráðherrastólanna,“ segir Sigmundur um ríkisstjórn Bjarna. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstæðingar eru ekki hrifnir af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist sjá litlar breytingar með endursmíðaðri stjórn sem hann kallar „hræðslubandalag“. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi Vinstri grænn, segir þá sem kusu VG hafa keypt köttinn í sekknum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 útskýrði Sigmundur að Bjarni Benediktsson hefði nefnt þrjá hluti sérstaklega sem stefnumál nýrrar ríkisstjórnar. Útlendingamál, orkumál, og fjármálum ríkisins væru efst á baugi. „Hvað kemur á daginn? Í útlendingamálunum þá útskýrir félagsmálaráðherra að stefnu Vinstri grænna verði fylgt í þeim málaflokki. Í orkumálunum sagði Bjarni að það ætti að hefjast aukin orkuframleiðsla, en þú nærð ekki að framleiða meiri orku á einu og hálfu ári. Ég efast um að þau muni yfir höfuð ná að setja af stað vinnu við aukna orkuframleiðslu. Og svo eru það fjármálin, og þar erum við nýjan fjármálaráðherra sem hefur engan áhuga á því að spara,“ segir Sigmundur. „Þannig ekkert af þessum megin atriðum sem voru notuð til að réttlæta þessa ríkisstjórn gengur upp. Þá er spurningin: Til hvers er þessi ríkisstjórn stofnuð? Það getur eiginlega ekki verið til annars en að sitja, halda í ráðherrastólanna. Þetta er nýtt hræðslubandalag.“ Andrés Ingi tekur undir með Sigmundi. „Þarna mætir fólk með svipað stefnuleysi og var fyrir stólaskiptin. Stóru ágreiningsmálin sem þau töluðu um síðustu daganna hafa greinilega ekki verið leidd í jörð. Þannig við horfum bara fram á þau rífast um þessi sömu mál næstu vikurnar,“ segir hann og spáir stjórnarkreppu á næstu mánuðum. „Ég held að enginn kjósandi sem setti X við V í síðustu kosningum hafi gert það til að gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra. Ekki frekar en fólkið sem vildi aukna áherslu á umhverfismál í pólitík og kaus flokkinn á þeim forsendum var ánægt með að Guðlaugur Þór settist að í útvíkkað umhverfisráðuneyti,“ segir Andrés. „Þannig að fólkið sem að stendur með því að sem ég hefði haldið að væri kjarninn í þessum flokki sem einu sinni leiddi þessa ríkisstjórn virðist hafa keypt köttinn í sekknum í síðustu kosningum.“ Sigmundur segist sjá eina breytingu á þessari ríkisstjórn sem var fyrst kynnt árið 2017. „Þá var þetta ríkisstjórn með breiða skírskotun. Nú er hún kynnt sem stjórnarsamstarf í víðu samhengi. Þetta er það sem hefur náðst fram Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Píratar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 útskýrði Sigmundur að Bjarni Benediktsson hefði nefnt þrjá hluti sérstaklega sem stefnumál nýrrar ríkisstjórnar. Útlendingamál, orkumál, og fjármálum ríkisins væru efst á baugi. „Hvað kemur á daginn? Í útlendingamálunum þá útskýrir félagsmálaráðherra að stefnu Vinstri grænna verði fylgt í þeim málaflokki. Í orkumálunum sagði Bjarni að það ætti að hefjast aukin orkuframleiðsla, en þú nærð ekki að framleiða meiri orku á einu og hálfu ári. Ég efast um að þau muni yfir höfuð ná að setja af stað vinnu við aukna orkuframleiðslu. Og svo eru það fjármálin, og þar erum við nýjan fjármálaráðherra sem hefur engan áhuga á því að spara,“ segir Sigmundur. „Þannig ekkert af þessum megin atriðum sem voru notuð til að réttlæta þessa ríkisstjórn gengur upp. Þá er spurningin: Til hvers er þessi ríkisstjórn stofnuð? Það getur eiginlega ekki verið til annars en að sitja, halda í ráðherrastólanna. Þetta er nýtt hræðslubandalag.“ Andrés Ingi tekur undir með Sigmundi. „Þarna mætir fólk með svipað stefnuleysi og var fyrir stólaskiptin. Stóru ágreiningsmálin sem þau töluðu um síðustu daganna hafa greinilega ekki verið leidd í jörð. Þannig við horfum bara fram á þau rífast um þessi sömu mál næstu vikurnar,“ segir hann og spáir stjórnarkreppu á næstu mánuðum. „Ég held að enginn kjósandi sem setti X við V í síðustu kosningum hafi gert það til að gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra. Ekki frekar en fólkið sem vildi aukna áherslu á umhverfismál í pólitík og kaus flokkinn á þeim forsendum var ánægt með að Guðlaugur Þór settist að í útvíkkað umhverfisráðuneyti,“ segir Andrés. „Þannig að fólkið sem að stendur með því að sem ég hefði haldið að væri kjarninn í þessum flokki sem einu sinni leiddi þessa ríkisstjórn virðist hafa keypt köttinn í sekknum í síðustu kosningum.“ Sigmundur segist sjá eina breytingu á þessari ríkisstjórn sem var fyrst kynnt árið 2017. „Þá var þetta ríkisstjórn með breiða skírskotun. Nú er hún kynnt sem stjórnarsamstarf í víðu samhengi. Þetta er það sem hefur náðst fram
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Píratar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira