Kjósum Elínborgu Sturludóttur sem biskup Thor Aspelund skrifar 11. apríl 2024 07:30 Elínborg og ég erum skólasystkin úr í Menntaskólanum í Reykjavík. Við kynntumst þegar leikfélag skólans, Herranótt, var að setja upp Rómeó og Júlíu. Saumstofu fyrir búninga var fundinn staður í bílskúrnum hjá ömmu minni og afa á Tómasarhaganum. Afi minn Þórhallur var klæðskeri og amma Guðrún saumakona í hjáverkum og þau sýndu þessu mikinn áhuga. Á saumstofunni komu kostir Elínborgar fram. Hún gekk um með gleði og dugnaði og sýndi strax leiðtogahæfileika. Hún átti auðvelt með að tengja við fólk úr öllum áttum og á öllum aldri. Sérstaklega tók ég eftir hvað hún sýndi mikla væntumþykju í garð ömmu minnar og afa. Amma mín var úr Biskupstungum og afi minn frá Vopnafirði með viðkomu í Borgarfirði (við nám á Hvítárbakka). Þarna kom fram falleg tenging milli kynslóða og við landsbyggðina. Fyrir mér eru kostir Elínborgar sem biskup augljósir. Hún hefur þessa miklu mannkosti að vera dugandi og bjartsýn, glöð og kærleiksrík. Hún getur auðveldlega tengt við fólk og leitt fólk saman með mismunandi bakgrunn. Og Elínborg sýnir það í verki. Hún er friðarsinni, leiðtogi og sannur pílagrími þar sem hún boðar fagnaðarerindið á fjölbreyttan hátt og bókstaflega með pílagrímagöngum hvort sem það er hér heima eða á Jakobsveginum sem frægt er. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hennar maður er sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson doktor í guðfræði og héraðsprestur og maður sem maður vill drekka kaffi með. Sr. Elínborg er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Það eru forréttindi að vera í sóknarnefnd Dómkirkjunnar með öllu því ágæta fólki þar og með prestunum Elínborgu og Sveini Valgeirssyni. Maður fær innsýn í hvað starfið er víðtækt og hve margir koma að. Kirkjan snertir líf svo margra á stórum stundum bæði í gleði og sorg. Eins og á öðrum vinnustöðum þarf að halda utan um starfsfólk kirkjunnar og hlúa að því. Eins öllum innviðum og síðast en ekki síst halda góðum tengslum við ríkisvaldið. Þar sé ég fyrir mér að Elínborg muni standa sig mjög vel. Þess vegna mæli ég óhikað með að þau sem hafa rétt til kjósi sr. Elínborgu til biskups í komandi kosningum. Verandi í sóknarnefnd get ég kosið og mun kjósa sr. Elínborgu. Höfundur situr í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Elínborg og ég erum skólasystkin úr í Menntaskólanum í Reykjavík. Við kynntumst þegar leikfélag skólans, Herranótt, var að setja upp Rómeó og Júlíu. Saumstofu fyrir búninga var fundinn staður í bílskúrnum hjá ömmu minni og afa á Tómasarhaganum. Afi minn Þórhallur var klæðskeri og amma Guðrún saumakona í hjáverkum og þau sýndu þessu mikinn áhuga. Á saumstofunni komu kostir Elínborgar fram. Hún gekk um með gleði og dugnaði og sýndi strax leiðtogahæfileika. Hún átti auðvelt með að tengja við fólk úr öllum áttum og á öllum aldri. Sérstaklega tók ég eftir hvað hún sýndi mikla væntumþykju í garð ömmu minnar og afa. Amma mín var úr Biskupstungum og afi minn frá Vopnafirði með viðkomu í Borgarfirði (við nám á Hvítárbakka). Þarna kom fram falleg tenging milli kynslóða og við landsbyggðina. Fyrir mér eru kostir Elínborgar sem biskup augljósir. Hún hefur þessa miklu mannkosti að vera dugandi og bjartsýn, glöð og kærleiksrík. Hún getur auðveldlega tengt við fólk og leitt fólk saman með mismunandi bakgrunn. Og Elínborg sýnir það í verki. Hún er friðarsinni, leiðtogi og sannur pílagrími þar sem hún boðar fagnaðarerindið á fjölbreyttan hátt og bókstaflega með pílagrímagöngum hvort sem það er hér heima eða á Jakobsveginum sem frægt er. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hennar maður er sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson doktor í guðfræði og héraðsprestur og maður sem maður vill drekka kaffi með. Sr. Elínborg er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Það eru forréttindi að vera í sóknarnefnd Dómkirkjunnar með öllu því ágæta fólki þar og með prestunum Elínborgu og Sveini Valgeirssyni. Maður fær innsýn í hvað starfið er víðtækt og hve margir koma að. Kirkjan snertir líf svo margra á stórum stundum bæði í gleði og sorg. Eins og á öðrum vinnustöðum þarf að halda utan um starfsfólk kirkjunnar og hlúa að því. Eins öllum innviðum og síðast en ekki síst halda góðum tengslum við ríkisvaldið. Þar sé ég fyrir mér að Elínborg muni standa sig mjög vel. Þess vegna mæli ég óhikað með að þau sem hafa rétt til kjósi sr. Elínborgu til biskups í komandi kosningum. Verandi í sóknarnefnd get ég kosið og mun kjósa sr. Elínborgu. Höfundur situr í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun