Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Atli Ísleifsson skrifar 11. apríl 2024 10:10 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Kemur fram að ekki sé er útlit fyrir að staðan muni batna fyrr en hlýna taki og vorleysingar hefjist með vaxandi innrennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar. „Tíðarfar á liðnum vetri hefur verið miðlunarbúskap Landsvirkjunar einstaklega óhagstætt á öllum vatnasviðum. Kalt og þurrt hefur verið í vetur og rennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar með því lægsta sem þekkist. Fyrir utan blota-kafla á Þjórsársvæði í mars hefur niðurdráttur verið eindreginn í öllum miðlunarlónum. Miðlunarstaða í upphafi vors er með því lægsta sem sést hefur frá gangsetningu Fljótsdalsstöðvar og hefur Blöndulón til að mynda aldrei staðið eins lágt á þessum tíma árs,“ segir í tilkynningunni. Skert frá byrjun desember Landsvirkjun hóf að skerða afhendingu orku til stórnotenda á suðvesturhluta landsins undir lok síðasta árs. „Fyrst var gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Því næst var afhending skert til stórnotenda, þ.e. Elkem, Norðuráls og Rio Tinto, sem og fjarvarmaveitna. Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins en þær náðu til álvers Alcoa Fjarðaráls, kísilvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth gagnaversins. Til að auka orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja breytti Landsvirkjun fyrirkomulagi sölu í heildsölu við upphaf skerðinga til að verjast óvissu um vatnsstöðu að vori. Salan hefur takmarkast við einn mánuð í senn og langtímasamningar hafa ekki verið í boði. Þetta fyrirkomulag verður óbreytt á meðan skerðingum stendur,“ segir í tilkynningunni. Landsvirkjun Stóriðja Áliðnaður Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Kemur fram að ekki sé er útlit fyrir að staðan muni batna fyrr en hlýna taki og vorleysingar hefjist með vaxandi innrennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar. „Tíðarfar á liðnum vetri hefur verið miðlunarbúskap Landsvirkjunar einstaklega óhagstætt á öllum vatnasviðum. Kalt og þurrt hefur verið í vetur og rennsli á vatnasviðum Landsvirkjunar með því lægsta sem þekkist. Fyrir utan blota-kafla á Þjórsársvæði í mars hefur niðurdráttur verið eindreginn í öllum miðlunarlónum. Miðlunarstaða í upphafi vors er með því lægsta sem sést hefur frá gangsetningu Fljótsdalsstöðvar og hefur Blöndulón til að mynda aldrei staðið eins lágt á þessum tíma árs,“ segir í tilkynningunni. Skert frá byrjun desember Landsvirkjun hóf að skerða afhendingu orku til stórnotenda á suðvesturhluta landsins undir lok síðasta árs. „Fyrst var gripið til skerðinga á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Því næst var afhending skert til stórnotenda, þ.e. Elkem, Norðuráls og Rio Tinto, sem og fjarvarmaveitna. Í febrúar var svo tilkynnt um skerðingar á norður- og austurhluta landsins en þær náðu til álvers Alcoa Fjarðaráls, kísilvers PCC Bakka, TDK aflþynnuverksmiðjunnar og atNorth gagnaversins. Til að auka orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja breytti Landsvirkjun fyrirkomulagi sölu í heildsölu við upphaf skerðinga til að verjast óvissu um vatnsstöðu að vori. Salan hefur takmarkast við einn mánuð í senn og langtímasamningar hafa ekki verið í boði. Þetta fyrirkomulag verður óbreytt á meðan skerðingum stendur,“ segir í tilkynningunni.
Landsvirkjun Stóriðja Áliðnaður Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Sjá meira