Ekki sjálfgefið að framhald yrði á stjórnarsamstarfinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2024 10:52 Teitur Björn sagði brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur „straumhvörf“. Vísir/Vilhelm „Ég veit bara það að formaður Sjálfstæðisflokksins var í einum viðræðum, sem var við forystumenn þessara flokka, Framsóknar og Vinstri grænna. Hvað aðrir þingmenn eða aðrir hafa verið að ræða sín á milli um stöðuna bara þekki ég ekki til.“ Þetta sagði Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í Pallborðinu í gær hvort viðræður hefðu átt sér stað milli Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar um aðkomu Viðreisnar að nýrri ríkisstjórn. Hann bætti því þó við síðar að ekkert hefið verið sjálfgefið í viðræðunum síðustu daga. Tilefni spurningarinnar var innlegg Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem sagði stjórnarsamstarfið nú ekki standa öruggari fótum en svo að haft hefði verið samband við aðra flokka á meðan viðræðum um nýja ríkisstjórn stóð. „Ég get auðvitað ekki sagt annað en að minn formaður hefur upplýst um að það var haft samband við hana,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, um málið og vísaði þar til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Þorbjörg sagði að sér væri ekki kunnugt um það hver nákvæmlega hefði haft samband við Þorgerði en það hefði ekki verið Viðreisn sem lak því að samtalið hefði átt sér stað, heldur hefðu Sjálfstæðismenn gert það til að skapa sér sterkari samningsstöðu. „En Þorgerður hefur upplýst um það að úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins höfðu einhverjir þeir samband sem töldu sig hafa umboð til þess að ræða þessa hluti. Ég var ekki hluti af því samtali þannig að meira get ég ekki sagt.“ „Mjög lítið þokkafullt tilboð“ „Ég kannast alveg við þá umræðu að það var verið að skoða, „Bíddu hver eru verkefnin framundan, hvað er best til þess fallið til þess að ná þeim markmiðum fram...“ Sko, áttum okkur á því að það verða straumhvörf þegar forsætisráðherra og formaður VG yfirgefur vettvang stjórnmálanna. Það er meiri háttar breyting. Og það var ekkert sjálfgefið, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið mjög skýr frá því á föstudaginn, þá var ekkert sjálfgefið í þessu,“ sagði Teitur, spurður að því hvort hann kannaðist við umræðu um það að bjóða öðrum að koma að. „Það var þetta samtal í gangi, milli hans og hinna formannanna en eðlilega var verið að velta vöngum, „Heyrðu hver er staðan? Hver er hin pólitíska staða?“ Og mér finnst ekkert óeðlilegt við það. Niðurstaðan er hins vegar alveg skýr, menn koma sér niður á þessa niðurstöðu og ég tel hana vera mjög farsæla.“ „Þetta náði aldrei því flugi,“ svaraði Þorbjörg, spurð að því hvort það hefði komið til greina á einhverjum tímapunkti að ganga inn í ríkisstjórnina. „Ég meina þarna ertu að tala um það þá að fara inn í sjö ára gamalt ríkisstjórnarsamstarf, af því að þetta yrði auðvitað alltaf þannig, að fara inn í það. Taka við efnahagsmálum í þeirri óreiðu sem þau eru og kannski pólitískar skuldir annarra. Þetta var auðvitað mjög lítið þokkafullt tilboð eins og ég sé það, að skríða inn í þetta pólitíska þrotabú þessara flokka.“ Pallborðið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Þetta sagði Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í Pallborðinu í gær hvort viðræður hefðu átt sér stað milli Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar um aðkomu Viðreisnar að nýrri ríkisstjórn. Hann bætti því þó við síðar að ekkert hefið verið sjálfgefið í viðræðunum síðustu daga. Tilefni spurningarinnar var innlegg Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem sagði stjórnarsamstarfið nú ekki standa öruggari fótum en svo að haft hefði verið samband við aðra flokka á meðan viðræðum um nýja ríkisstjórn stóð. „Ég get auðvitað ekki sagt annað en að minn formaður hefur upplýst um að það var haft samband við hana,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, um málið og vísaði þar til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Þorbjörg sagði að sér væri ekki kunnugt um það hver nákvæmlega hefði haft samband við Þorgerði en það hefði ekki verið Viðreisn sem lak því að samtalið hefði átt sér stað, heldur hefðu Sjálfstæðismenn gert það til að skapa sér sterkari samningsstöðu. „En Þorgerður hefur upplýst um það að úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins höfðu einhverjir þeir samband sem töldu sig hafa umboð til þess að ræða þessa hluti. Ég var ekki hluti af því samtali þannig að meira get ég ekki sagt.“ „Mjög lítið þokkafullt tilboð“ „Ég kannast alveg við þá umræðu að það var verið að skoða, „Bíddu hver eru verkefnin framundan, hvað er best til þess fallið til þess að ná þeim markmiðum fram...“ Sko, áttum okkur á því að það verða straumhvörf þegar forsætisráðherra og formaður VG yfirgefur vettvang stjórnmálanna. Það er meiri háttar breyting. Og það var ekkert sjálfgefið, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið mjög skýr frá því á föstudaginn, þá var ekkert sjálfgefið í þessu,“ sagði Teitur, spurður að því hvort hann kannaðist við umræðu um það að bjóða öðrum að koma að. „Það var þetta samtal í gangi, milli hans og hinna formannanna en eðlilega var verið að velta vöngum, „Heyrðu hver er staðan? Hver er hin pólitíska staða?“ Og mér finnst ekkert óeðlilegt við það. Niðurstaðan er hins vegar alveg skýr, menn koma sér niður á þessa niðurstöðu og ég tel hana vera mjög farsæla.“ „Þetta náði aldrei því flugi,“ svaraði Þorbjörg, spurð að því hvort það hefði komið til greina á einhverjum tímapunkti að ganga inn í ríkisstjórnina. „Ég meina þarna ertu að tala um það þá að fara inn í sjö ára gamalt ríkisstjórnarsamstarf, af því að þetta yrði auðvitað alltaf þannig, að fara inn í það. Taka við efnahagsmálum í þeirri óreiðu sem þau eru og kannski pólitískar skuldir annarra. Þetta var auðvitað mjög lítið þokkafullt tilboð eins og ég sé það, að skríða inn í þetta pólitíska þrotabú þessara flokka.“
Pallborðið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira