Málið sé afgreitt og þar við sitji Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2024 11:54 Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar Bjarna Ben, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra Vísir/vilhelm Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. Samkeppniseftirlitið, Alþýðusamband Íslands, neytendasamtökin og félag atvinnurekenda, eru allt félagasamtök og stofnanir sem hafa stigið fram og gagnrýnt þá málsmeðferð sem viðhöfð var þegar umdeildar breytingar voru gerðar á búvörulögum og afurðastöðvum - ekki aðeins í eigu bænda - var veitt undanþága frá samkeppnislögum. Á dögunum sendu sérfræðingar matvælaráðuneytisins atvinnuveganefnd bréf þar sem alvarlegar athugasemdir voru gerðar við málsmeðferð og það gagnrýnt að þeir hafi ekki verið kallaðir til fundar. Þá hafi breytingar í meðförum nefndarinnar gengið mun lengra en upphaflega hafi verið lagt upp með í upprunalegu frumvarpi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra sat í nefndinni og kom að umræddum breytingum en fréttastofa náði tali af henni þegar hún hafði nýlokið sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Er þetta ekki óheppileg staða fyrir þig? „Nei nei, ég tel svo ekki vera og ég meina það er ekkert óeðlilegt að ráðuneytið gefi til kynna ef það hefur efasemdir eða áhyggjur af einhverju og nú er málið bara afgreitt af hálfu þingsins og þetta bréf er þá bara statt þar, og það er svo sem ekkert meira um það að segja,“ segir Bjarkey. Hún var spurð hvort það væri ekki eitthvað í lögunum sem þyrfti að endurskoða í ljósi þeirrar hörðu gagnrýni sem hafi komið fram. „Ja, það var leitað álits Alþingis og starfsfólks þess á því hvort þetta væri hæf málsmeðferð og niðurstaðan var sú að svo væri. Ég er ekki lögfræðingur, ég get ekki sagt neitt meira um málið að svo stöddu.“ Svo ég skilji þig alveg rétt, það verður ekkert gert, lögin eru komin og þar við situr? „Ráðuneytið allavega hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu.“ Láta vinna fyrir sig greinargerð um næstu skref Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda ásamt fleiri samtökum íhuga nú að höfða mál vegna málsmeðferðar atvinnuveganefndar og segja að málið hafi ekki hlotið þrjár umræður fyrir Alþingi líkt og stjórnarskrá kveður á um því breytingarnar sem nefndin hafi gert séu hafi verið svo róttækar. Undir það tekur stjórnsýslufræðingur sem fréttastofa hefur rætt við. Bjarkey var spurð hvernig henni litist á mögulega málshöfðun. „Ja, það verður bara allt að hafa sinn gang og ekkert nýtt undir sólinni að slíkt sé gert.“ Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 „Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Samkeppniseftirlitið, Alþýðusamband Íslands, neytendasamtökin og félag atvinnurekenda, eru allt félagasamtök og stofnanir sem hafa stigið fram og gagnrýnt þá málsmeðferð sem viðhöfð var þegar umdeildar breytingar voru gerðar á búvörulögum og afurðastöðvum - ekki aðeins í eigu bænda - var veitt undanþága frá samkeppnislögum. Á dögunum sendu sérfræðingar matvælaráðuneytisins atvinnuveganefnd bréf þar sem alvarlegar athugasemdir voru gerðar við málsmeðferð og það gagnrýnt að þeir hafi ekki verið kallaðir til fundar. Þá hafi breytingar í meðförum nefndarinnar gengið mun lengra en upphaflega hafi verið lagt upp með í upprunalegu frumvarpi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra sat í nefndinni og kom að umræddum breytingum en fréttastofa náði tali af henni þegar hún hafði nýlokið sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. Er þetta ekki óheppileg staða fyrir þig? „Nei nei, ég tel svo ekki vera og ég meina það er ekkert óeðlilegt að ráðuneytið gefi til kynna ef það hefur efasemdir eða áhyggjur af einhverju og nú er málið bara afgreitt af hálfu þingsins og þetta bréf er þá bara statt þar, og það er svo sem ekkert meira um það að segja,“ segir Bjarkey. Hún var spurð hvort það væri ekki eitthvað í lögunum sem þyrfti að endurskoða í ljósi þeirrar hörðu gagnrýni sem hafi komið fram. „Ja, það var leitað álits Alþingis og starfsfólks þess á því hvort þetta væri hæf málsmeðferð og niðurstaðan var sú að svo væri. Ég er ekki lögfræðingur, ég get ekki sagt neitt meira um málið að svo stöddu.“ Svo ég skilji þig alveg rétt, það verður ekkert gert, lögin eru komin og þar við situr? „Ráðuneytið allavega hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu.“ Láta vinna fyrir sig greinargerð um næstu skref Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda ásamt fleiri samtökum íhuga nú að höfða mál vegna málsmeðferðar atvinnuveganefndar og segja að málið hafi ekki hlotið þrjár umræður fyrir Alþingi líkt og stjórnarskrá kveður á um því breytingarnar sem nefndin hafi gert séu hafi verið svo róttækar. Undir það tekur stjórnsýslufræðingur sem fréttastofa hefur rætt við. Bjarkey var spurð hvernig henni litist á mögulega málshöfðun. „Ja, það verður bara allt að hafa sinn gang og ekkert nýtt undir sólinni að slíkt sé gert.“
Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 „Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10
„Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11
Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52
„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17