Hvers vegna styð ég Baldur? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 12. apríl 2024 14:00 Ég starfaði með Baldri Þórhallssyni í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í nær tvo áratugi. Þar kynntist ég Baldri og mannkostum hans vel, en hann er heilsteyptur, góðviljaður og hefur ríka réttlætiskennd eins og sést á ýmsum þeim málefnum sem hann vill leggja áherslu á, verði hann kjörinn forseti. Baldur er auk þess afar vel að sér í íslenskum stjórn- og þjóðmálum, alþjóðastjórnmálum og sögu Íslands, sem er mikilvægt þegar kemur að embætti forseta Íslands. Þá er hann fyrirmyndar samstarfsmaður, sinnir starfi sínu mjög vel, og hlaut fyrir störf sín sérstaka viðurkenningu Háskóla Íslands á síðasta vetri. Hann er ekki bara afar vinsæll kennari, heldur hefur Baldur sýnt mikinn metnað fyrir hönd stjórnmálafræðideildar og lagt sitt af mörkum til sameiginlegra markmiða og uppbyggingar deildarinnar. Eins og fram kemur í frétt á vef Háskóla Íslands, sem vísað er í hér að ofan og rituð var í tilefni áðurnefndrar starfsviðurkenningar, hefur Baldur náð miklum árangri á því sviði stjórnmálafræðinnar sem hann hefur helgað sínar rannsóknir og um það segir m.a.: „Baldur er í dag einn af fremstu fræðimönnum á sviði smáríkjafræða (e. small state studies) og hefur birt tugi greina í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, auk þess að skrifa og ritstýra nokkrum bókum sem fjalla um efnið.“ Þá segir enn fremur að hann hafi ætíð lagt ríka áherslu á að taka Ísland inn í rannsóknir sínar um smáríki í alþjóðasamfélaginu og lagt mikið af mörkum til rannsókna á utanríkisstefnu Íslands. -Reynsla og þekking sem mun nýtast vel, nái hann kjöri sem næsti forseti lýðveldisins. Einnig er bent á að Baldur hafi gefið tugum nemenda Háskóla Íslands tækifæri til að stunda rannsóknir með því að ráða þá sem aðstoðarmenn og stofnað Rannsóknasetur um smáríki (e. Centre for Small State Studies) árið 2002 - en setrið hefur orðið eitt af lykil rannsóknasetrum á sviði smáríkjafræða og fengið ótal erlenda styrki og viðkenningar fyrir rannsóknir og kennslu. Baldur yrði alþýðlegur og farsæll forseti sem við værum stolt af - og ekki skemmir Felix Bergsson fyrir, lífsförunautur Baldurs. Höfundur er fv. forstöðumaður og aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég starfaði með Baldri Þórhallssyni í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í nær tvo áratugi. Þar kynntist ég Baldri og mannkostum hans vel, en hann er heilsteyptur, góðviljaður og hefur ríka réttlætiskennd eins og sést á ýmsum þeim málefnum sem hann vill leggja áherslu á, verði hann kjörinn forseti. Baldur er auk þess afar vel að sér í íslenskum stjórn- og þjóðmálum, alþjóðastjórnmálum og sögu Íslands, sem er mikilvægt þegar kemur að embætti forseta Íslands. Þá er hann fyrirmyndar samstarfsmaður, sinnir starfi sínu mjög vel, og hlaut fyrir störf sín sérstaka viðurkenningu Háskóla Íslands á síðasta vetri. Hann er ekki bara afar vinsæll kennari, heldur hefur Baldur sýnt mikinn metnað fyrir hönd stjórnmálafræðideildar og lagt sitt af mörkum til sameiginlegra markmiða og uppbyggingar deildarinnar. Eins og fram kemur í frétt á vef Háskóla Íslands, sem vísað er í hér að ofan og rituð var í tilefni áðurnefndrar starfsviðurkenningar, hefur Baldur náð miklum árangri á því sviði stjórnmálafræðinnar sem hann hefur helgað sínar rannsóknir og um það segir m.a.: „Baldur er í dag einn af fremstu fræðimönnum á sviði smáríkjafræða (e. small state studies) og hefur birt tugi greina í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, auk þess að skrifa og ritstýra nokkrum bókum sem fjalla um efnið.“ Þá segir enn fremur að hann hafi ætíð lagt ríka áherslu á að taka Ísland inn í rannsóknir sínar um smáríki í alþjóðasamfélaginu og lagt mikið af mörkum til rannsókna á utanríkisstefnu Íslands. -Reynsla og þekking sem mun nýtast vel, nái hann kjöri sem næsti forseti lýðveldisins. Einnig er bent á að Baldur hafi gefið tugum nemenda Háskóla Íslands tækifæri til að stunda rannsóknir með því að ráða þá sem aðstoðarmenn og stofnað Rannsóknasetur um smáríki (e. Centre for Small State Studies) árið 2002 - en setrið hefur orðið eitt af lykil rannsóknasetrum á sviði smáríkjafræða og fengið ótal erlenda styrki og viðkenningar fyrir rannsóknir og kennslu. Baldur yrði alþýðlegur og farsæll forseti sem við værum stolt af - og ekki skemmir Felix Bergsson fyrir, lífsförunautur Baldurs. Höfundur er fv. forstöðumaður og aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun