Sport

Kastaði spjótinu yfir átta­tíu metra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sindri Hrafn Guðmundsson byrjaði tímabilið með sjötta lengsta kastinu í Evrópu í ár.
Sindri Hrafn Guðmundsson byrjaði tímabilið með sjötta lengsta kastinu í Evrópu í ár. Getty/Alexander Hassenstein

FH-ingurinn og spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson byrjaði tímabilið á risakasti á Crimson Tide Invitational mótinu í Tuscaloosa í Alabama í Bandaríkjunum.

Sindri Hrafn kastaði spjótinu 80,3 metra sem er hans þriðja lengsta kast frá upphafi. Þetta er líka 22. lengsta kast Íslandssögunnar.

Sindri hefur lengst kastað 80,91 metra og var því ekki langt frá persónulegu meti sínu.

Sindri náði þarna jafnframt sjötta lengsta kastinu í Evrópu á árinu.

„Það gekk bara mjög vel miðað við fyrsta mót. Ég er búinn að ná að æfa vel í vetur og kasta mikið meira heldur en seinustu uppbyggingartímabil þannig að þetta kom mér ekki á óvart. Tímabilið er rétt að byrja og ég keppi aftur næsta laugardag á Oklahoma Throws Series World Invitational,“ sagði Sindri Hrafn Guðmundsson í samtali við heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.

Einar Vilhjálmsson á Íslandsmetið í spjótkasti sem er frá árinu 1992 og er 86,8 metrar. Sindri á fjórtán lengsta kast sögunnar en aðeins Einar og Sigurður Einarsson hafa kastað lengra.

Það má sjá þetta flotta kast hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×