Hæstiréttur skoðar ekki ellefu ára gamalt slys í Sinfó Jón Þór Stefánsson skrifar 12. apríl 2024 14:40 Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun ekki taka fyrir skaðabótamál sem sviðsmaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands höfðaði gegn hljómsveitinni og tónlistarhúsinu Hörpu vegna vinnuslyss. Sviðsmaðurinn höfðaði málið vegna slyssins sem átti sér stað á æfingu Sinfóníunnar að morgni til árið 2013. Það varð skömmu eftir kaffihlé þegar hljómsveitarmenn voru að snúa til baka í svokallaða hljómsveitargryfju. Starfsmaðurinn sagði slysahættu hafa verið á vettvangi vegna lélegrar lýsingar, og að mikið af snúrum og öðrum búnaði væri á gólfi gryfjunnar. Hann hafi ætlað að láta ljósamann vita af hættunni, en rekið fótinn í þegar hann hafi ætlað á efri pall gryfjunnar og dottið. Fyrir vikið hlaut hann mikið líkamstjón. Hæstaréttur tekur málið ekki fyrir.Vísir/Vilhelm Árið 2021 dæmdi Landsréttur Hörpu og Sinfóníuhljómsveitina til að greiða honum skaðabætur upp á tæpa sextán og hálfa milljón vegna slyssins. Í kjölfar dóms Landsréttar 2021 náðu aðilar málsins sáttum um bætur vegna tímabundins atvinnutjóns, þjáningarbætur og bætur vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku. Ágreiningurinn leystist þó ekki alveg, enn var deilt um frádrátt af bótum vegna varanlegrar örorku mannsins. Sinfónían og Harpa vildu meina að draga ætti ákveðið hlutfall af örorkulífeyris sem maðurinn þiggur frá Lífeyrissjóði frá skaðabótunum. Maðurinn var á öðru máli. Hann sagði ekki orsakasamband milli slyssins og frádráttarins, þar sem hann hafði glímt við vanheilsu fyrir slysið, og þau vandamál blossað upp aftur eftir að hann var rekinn úr starfi eftir slysuð. Harpa og Sinfónían voru sýknuð í héraði, og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Það er sá dómur sem Hæstiréttur hafnar nú að taka fyrir. Maðurinn vísaði málinu til Hæstaréttar og sagði Landsrétt bersýnilega lesa rangt úr gögnum málsins og beita réttarreglum ranglega. Þá hefði málið almenna þýðingu, og varði afar mikilvæga hagsmuni sína. Hæstiréttur sagði hvorki séð að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að málið varðaði sérstaklega hagsmuni mannsins. „Þá verður ekki séð að þau fjölmörgu atriði sem leyfisbeiðandi nefnir í beiðni sinni bendi til að slíkir annmarkar hafi verið á málsmeðferð að fallist verði á beiðnina eða að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni til,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar sem hafnaði beiðninni. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að viðkomandi hefði spilað í hljómsveitinni. Hann var starfsmaður hennar. Dómsmál Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Vinnuslys Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Sviðsmaðurinn höfðaði málið vegna slyssins sem átti sér stað á æfingu Sinfóníunnar að morgni til árið 2013. Það varð skömmu eftir kaffihlé þegar hljómsveitarmenn voru að snúa til baka í svokallaða hljómsveitargryfju. Starfsmaðurinn sagði slysahættu hafa verið á vettvangi vegna lélegrar lýsingar, og að mikið af snúrum og öðrum búnaði væri á gólfi gryfjunnar. Hann hafi ætlað að láta ljósamann vita af hættunni, en rekið fótinn í þegar hann hafi ætlað á efri pall gryfjunnar og dottið. Fyrir vikið hlaut hann mikið líkamstjón. Hæstaréttur tekur málið ekki fyrir.Vísir/Vilhelm Árið 2021 dæmdi Landsréttur Hörpu og Sinfóníuhljómsveitina til að greiða honum skaðabætur upp á tæpa sextán og hálfa milljón vegna slyssins. Í kjölfar dóms Landsréttar 2021 náðu aðilar málsins sáttum um bætur vegna tímabundins atvinnutjóns, þjáningarbætur og bætur vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku. Ágreiningurinn leystist þó ekki alveg, enn var deilt um frádrátt af bótum vegna varanlegrar örorku mannsins. Sinfónían og Harpa vildu meina að draga ætti ákveðið hlutfall af örorkulífeyris sem maðurinn þiggur frá Lífeyrissjóði frá skaðabótunum. Maðurinn var á öðru máli. Hann sagði ekki orsakasamband milli slyssins og frádráttarins, þar sem hann hafði glímt við vanheilsu fyrir slysið, og þau vandamál blossað upp aftur eftir að hann var rekinn úr starfi eftir slysuð. Harpa og Sinfónían voru sýknuð í héraði, og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Það er sá dómur sem Hæstiréttur hafnar nú að taka fyrir. Maðurinn vísaði málinu til Hæstaréttar og sagði Landsrétt bersýnilega lesa rangt úr gögnum málsins og beita réttarreglum ranglega. Þá hefði málið almenna þýðingu, og varði afar mikilvæga hagsmuni sína. Hæstiréttur sagði hvorki séð að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að málið varðaði sérstaklega hagsmuni mannsins. „Þá verður ekki séð að þau fjölmörgu atriði sem leyfisbeiðandi nefnir í beiðni sinni bendi til að slíkir annmarkar hafi verið á málsmeðferð að fallist verði á beiðnina eða að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni til,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar sem hafnaði beiðninni. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að viðkomandi hefði spilað í hljómsveitinni. Hann var starfsmaður hennar.
Dómsmál Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Vinnuslys Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira