Að óbreyttu endi málið með lögsóknum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2024 19:57 ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri félags atvinnurekanda Vísir/Einar Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir vonbrigði að nýr matvælaráðherra vilji ekkert aðhafast vegna nýrra og afar umdeildra búvörulaga. Hann hefði talið að betur færi á því að friður ríkti um greinina í stað ósættis og málaferla næstu árin. Nýr matvælaráðherra sagðist í morgun ekkert munu aðhafast vegna framkominnar gagnrýni á vinnubrögð atvinnuveganefndar í búvörulagamálinu, meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Heimildin hefur eftir formanni atvinnuveganefndar að hann hafi fyrst og fremst sótt sér utanaðkomandi ráðgjöf og aðstoð til lögmanns Samtaka fyrirtækja í landbúnaði en meirihluti nefndarinnar veitti afurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum óháð því hvort þær væru í eigu bænda. „Ráðuneytið hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, segir afstöðu ráðherra mikil vonbrigði. „Ég get út af fyrir sig skilið að stjórnmálamaður sem sitji sjálfur í súpunni skuli ekki vilja bregðast við en þeir sem eru eftir í atvinnuveganefnd Alþingis held ég verði að bregðast við ábendingum, sko ekki bara ráðuneytisins, heldur sömuleiðis fjölda samtaka.“ Samkeppniseftirlitið, Neytendasamtökin, ASÍ og fleiri samtök hafa gagnrýnt málsmeðferðina harðlega. „Lögin eru óvönduð, áhrif þeirra voru ekki greind almennilega, gildissviðið er óljóst, samræmi við stjórnarskrá og EES samninginn óvíst, ef þetta fær að standa svona þá endar þetta bara í lögsóknum og málaferlum næstu árin þar sem verður látið reyna á hin óskýru ákvæði laganna.“ Betur hefði farið á því að friður ríkti um landbúnað í stað málaferla. „Það er bara verið að skoða það mjög rækilega að láta málið reyna fyrir dómstólum og ég held að það sé einfaldlega eina leiðin fyrir almenning í þessu landi og verslunina, neytendur, launþega og verslunarfyrirtæki að láta á þessi ólög reyna, af því ólög eru þau.“ Landbúnaður Neytendur Atvinnurekendur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12. apríl 2024 11:54 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Nýr matvælaráðherra sagðist í morgun ekkert munu aðhafast vegna framkominnar gagnrýni á vinnubrögð atvinnuveganefndar í búvörulagamálinu, meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Heimildin hefur eftir formanni atvinnuveganefndar að hann hafi fyrst og fremst sótt sér utanaðkomandi ráðgjöf og aðstoð til lögmanns Samtaka fyrirtækja í landbúnaði en meirihluti nefndarinnar veitti afurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum óháð því hvort þær væru í eigu bænda. „Ráðuneytið hyggst ekki grípa inn í að svo stöddu,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, segir afstöðu ráðherra mikil vonbrigði. „Ég get út af fyrir sig skilið að stjórnmálamaður sem sitji sjálfur í súpunni skuli ekki vilja bregðast við en þeir sem eru eftir í atvinnuveganefnd Alþingis held ég verði að bregðast við ábendingum, sko ekki bara ráðuneytisins, heldur sömuleiðis fjölda samtaka.“ Samkeppniseftirlitið, Neytendasamtökin, ASÍ og fleiri samtök hafa gagnrýnt málsmeðferðina harðlega. „Lögin eru óvönduð, áhrif þeirra voru ekki greind almennilega, gildissviðið er óljóst, samræmi við stjórnarskrá og EES samninginn óvíst, ef þetta fær að standa svona þá endar þetta bara í lögsóknum og málaferlum næstu árin þar sem verður látið reyna á hin óskýru ákvæði laganna.“ Betur hefði farið á því að friður ríkti um landbúnað í stað málaferla. „Það er bara verið að skoða það mjög rækilega að láta málið reyna fyrir dómstólum og ég held að það sé einfaldlega eina leiðin fyrir almenning í þessu landi og verslunina, neytendur, launþega og verslunarfyrirtæki að láta á þessi ólög reyna, af því ólög eru þau.“
Landbúnaður Neytendur Atvinnurekendur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12. apríl 2024 11:54 „Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52 Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Málið sé afgreitt og þar við sitji Nýr matvælaráðherra ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram vegna málsmeðferðar á nýsamþykktum búvörulögum, og meðal annars frá sérfræðingum í hennar ráðuneyti. Hún segir að málið hafi verið afgreitt í þinginu og þar við sitji. 12. apríl 2024 11:54
„Þetta stappar nærri spillingu“ Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11. apríl 2024 19:10
Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. 11. apríl 2024 10:52
Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44