Eftirmaður Rubiales liggur líka undir grun í spillingarmálinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2024 14:44 Pedro Rocha hefur nú stöðu sakbornings í víðamiklu mútu- og spillingarmáli. EPA-EFE/Rodrigo Jimenez Spillingarmál hefur skekið spænska knattspyrnusambandið undanfarnar vikur. Fyrrum forseti þess, Luis Rubiales, var handtekinn fyrir rúmri viku. Eftirmaður hans í starfi gaf vitnisburð en liggur nú einnig undir grun lögreglu fyrir brotlegt athæfi. Málið hefur tekið óvænta stefnu. Núverandi forseti, Pedro Rocha, tók við eftir að Rubiales sagði af sér síðasta haust. Hann var beðinn um vitnisburð en eftir yfirheyrslu lögreglunnar liggur hann einnig undir grun í málinu. Rannsókn lögreglu snerist upphaflega um spillingu í tengslum við spænska ofurbikarinn, sem var færður til Sádi-Arabíu árið 2019, í stjórnartíð Rubiales. Nú er talið að það teygi anga sína víðar og snúi meðal annars að uppbyggingu á La Cartuja leikvanginum í Sevilla. Húsnæðisleit var gerð í ráðhúsi ríkisstjórnarinnar í Sevilla. Luis Rubiales lét sig hverfa til Dóminíska Lýðveldisins á meðan, hann var svo handtekinn við komuna aftur til Spánar. Á sama tíma fór fram húsnæðisleit hjá spænska knattspyrnusambandinu í Madríd. Pedro Rocha ætlaði þá að sækjast eftir kjöri til forseta, hann hefur starfað sem bráðabirgðaforseti síðan í september. Búið var að kalla stjórnina til atkvæðagreiðslu en fundinum var frestað þegar lögreglan mætti á staðinn og í ljósi nýjustu fregna verður líklega ekkert úr þeirri atkvæðagreiðslu. Málið hefur verið til rannsóknar hjá ríkislögreglu Spánar í samvinnu við Europol síðan þann 30. maí 2022 þegar formleg kæra barst á hendur sambandsins. Luis Rubiales fer fyrir dómstóla þann 29. apríl, hann hefur harðlega neitað öllum ásökunum. Ekkert hefur heyrst enn frá Pedro Rocha en búast má við yfirlýsingu frá honum á næstu dögum. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Málið hefur tekið óvænta stefnu. Núverandi forseti, Pedro Rocha, tók við eftir að Rubiales sagði af sér síðasta haust. Hann var beðinn um vitnisburð en eftir yfirheyrslu lögreglunnar liggur hann einnig undir grun í málinu. Rannsókn lögreglu snerist upphaflega um spillingu í tengslum við spænska ofurbikarinn, sem var færður til Sádi-Arabíu árið 2019, í stjórnartíð Rubiales. Nú er talið að það teygi anga sína víðar og snúi meðal annars að uppbyggingu á La Cartuja leikvanginum í Sevilla. Húsnæðisleit var gerð í ráðhúsi ríkisstjórnarinnar í Sevilla. Luis Rubiales lét sig hverfa til Dóminíska Lýðveldisins á meðan, hann var svo handtekinn við komuna aftur til Spánar. Á sama tíma fór fram húsnæðisleit hjá spænska knattspyrnusambandinu í Madríd. Pedro Rocha ætlaði þá að sækjast eftir kjöri til forseta, hann hefur starfað sem bráðabirgðaforseti síðan í september. Búið var að kalla stjórnina til atkvæðagreiðslu en fundinum var frestað þegar lögreglan mætti á staðinn og í ljósi nýjustu fregna verður líklega ekkert úr þeirri atkvæðagreiðslu. Málið hefur verið til rannsóknar hjá ríkislögreglu Spánar í samvinnu við Europol síðan þann 30. maí 2022 þegar formleg kæra barst á hendur sambandsins. Luis Rubiales fer fyrir dómstóla þann 29. apríl, hann hefur harðlega neitað öllum ásökunum. Ekkert hefur heyrst enn frá Pedro Rocha en búast má við yfirlýsingu frá honum á næstu dögum.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira